Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 28
28 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 Besta uppgjör þjóðarinnar við hrunið PistiLL Hér kemur pistill eftir Jón G. Hauksson sem birtist á vefsvæðinu heimur.is eftir sigur Íslands í Icesave fyrir EFTA-dómstólnum á dögunum. S igur Íslands í Icesave fyrir EFTA­dómstóln­ um er og verður besta uppgjör þjóðarinnar við hrunið. Þetta mál hefur legið sem mara á þjóðinni og miklu fargi er af henni létt; hvað sem hver hefur sagt og kosið í öllu ferli málsins. Sigurinn er upphaf nýrra tíma og er t.d. miklu betra uppgjör almennings við hrunið en Rannsóknarskýrsla Alþingis – svo mikið tilfinningamál hefur Icesave verið. Það var gæfa okkar að fá Ice­ save fyrir alþjóðlegan dómstól sem skæri úr um það hvort krafa Breta og Hollendinga á hendur okkur Íslendingum ætti sér stoð í lögum. Það reyndist ekki vera og niðurstaða EFTA­dómstólsins er afgerandi og endanleg. Það er í sigrinum sem jarðvegur sáttarinnar liggur – með samningi hefði málið alltaf verið óuppgert og undirliggjandi í öllum umræð­ um um áratugi. Icesave er að baki sem dóms­ mál þótt það sé til of mikils ætlast að það verði ekki að kosn ingamáli næstu mánuðina. Stjórnvöld skulda skýringar og ýmsir fræðimenn við háskólann skulda líka skýringar á afstöðu sinni, útreikningum og stóryrtum líkingum í umræðum um málið. Sigur Íslands fyrir EFTA­dóm­ stólnum mun örva efnahag­ slífið, bæta brotna sjálfsmynd og sjálfsvirðingu Íslendinga gagnvart umheiminum eftir að nágrannaþjóðir komu því inn hjá okkur – með dyggri aðstoð okkar sjálfra – að við værum sakamenn sem borguðu ekki skuldir sínar. Sjálfstraustið brast eftir að Bretar settu hryðjuverkalög á okk­ ur og vinaþjóðir hótuðu að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands nema við greiddum „Icesave­skuld­ ina“ eins og þær orðuðu kröfur sínar. Þess utan þrýstu þær á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að ná sínu fram. Í kjölfar sigursins er nauðsyn­ legt að bera klæði á vopnin eftir illdeilur innanlands og horfa fram á við sem sameinuð þjóð; nægur er vandinn að glíma við í efnahagsmálunum. Dómur hefur verið upp kveðinn og það er ekki endalaust hægt að standa í málflutningi eftir á – þótt sjálfsagt verði ýmsum nudd­ að upp úr þessu áfram enda mikil átök og stór orð að baki. EFTA­dómurinn er besta upp­ gjörið við hrunið vegna þess að Icesave er táknmynd hrunsins á Íslandi. Sigurinn er þess vegna móralskur, andlegur, og blæs okk­ ur þrek, eldmóð og von í brjóst um framtíðina. Bretar, Hollendingar og aðrar Evrópuþjóðir hafa endurtekið í síbylju að við stæðum ekki við fjárhagslegar og lagalegar skuld­ bindingar okkar vegna Icesave. Þeir hafa stöðugt haldið því fram að þetta væri skuld sem okkur bæri að greiða samkvæmt lögum og auðvitað neyddu þeir okkur örvinglaða að samningaborðinu eftir hrunið 2008 og Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um að semja. Þegar sá samn­ ingur lá fyrir var hann ógn við „Það er í sigrinum sem jarðvegur sáttarinnar liggur – með samningi hefði málið alltaf verið óuppgert og undirliggjandi í öllum umræðum um áratugi.“ Sigur Íslands í Icesave:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.