Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 104
104 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
Hildur Ómarsdóttir. „Lega landsins milli Evrópu og Bandaríkjanna gerir
Ísland að kjörnum áfangastað til að mætast á miðri leið.“
aukning funda yfir vet-
ur og jaðartíma
Nú í ársbyrjun er tals vert meira um fundi en á sama tíma í fyrra – bæði
á Icelandair hóteli Reykjavík
Nat ura og Hilton Reykjavík
Nordica. Eins er talsvert
um að fyrirtæki haldi ýmiss
konar viðburði, námskeið og
stefnumótunarfundi á hótel un
um okkar á landsbyggðinni og
það er auðvitað mjög ánægju
legt.“
Hildur segir að meira sé um
bókanir að utan fyrir minni
fundarhópa sem berast með
stuttum fyrirvara yfir vetrar
tímann. „Lega landsins milli
Evrópu og Bandaríkjanna gerir
Ísland að kjörnum áfangastað
til að mætast á miðri leið.
Það góða við þessar tegundir
funda og hópa er að þeir eru
utan háannar en eins og flestum
er kunnugt hefur megináhersla
á markaðssetningu Íslands
verið á veturinn síðastliðin
ár sem augljóslega er farið að
skila sér. Einnig eru fleiri stærri
ráð stefnur bókaðar í ár í Hörpu
sem auðvitað er jákvætt fyrir
nær liggjandi hótel og aðra þjón
ustuaðila sem njóta góðs af.
Í október 2014 verður svo
Evrópumótið í hópfimleikum
haldið hér á landi en það eru
einmitt svona viðburðir sem
við þurfum að ná inn í meira
magni til landsins til að halda
dampi allt árið.
Við höldum því áfram að
vera hóflega bjartsýn á horf ur
framundan með þeim fyrir vara
að nýstaðfest hækk un virðis
aukaskatts á gistingu getur haft
áhrif á val gesta á gistingu hér á
landi. Skatta hækk unin breikkar
enn frekar verð muninn á milli
þeirra sem standa skil á sínum
rekstri og svo þeirra sem selja
leyfislausa gistingu en það er
nóg framboð af henni hér á
landi og dapurt að yfirvöld
skuli ekki frekar beita sér fyrir
því að jafna þenn an mun frekar
en hitt.“
„Árið virðist ætla að lofa góðu á hótelmarkaðnum,“
seg ir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og
mark aðssviðs Icelandair hótela.
Hótelmarkaðurinn
sjóðHeitt ÍsLand
það nýjasta í ráðstefnukerfum
Tækninni fleygir fram og reglulega koma á markað nýjungar í tengslum við
ráðstefnuhald.
Tækninýjungar við ráðstefnuhald
Hjá Exton er boð ið upp á heildarlausnir á ýmsum sviðum og hefur
fyrirtækið hann að og sett
upp búnað í fjölda fundar og
ráðstefnusala, þar á meðal
Hörpu, en fyrirtækið bæði
leigir og selur búnað fyrir
fundi, ráðstefnur, tónleika og
vörusýningar. „Við höfum
ver ið að auka áherslu okkar á
ráð stefnu lausnir,“ segir Ívar
Ragn ars son, verkefnastjóri á
leigudeild.
„Við endurnýjuðum nýlega
ráð stefnukerfin okkar og fjár
festum í stafrænum BOSCH
DCNfund ar og túlkakerfum
ásamt hljóð einangruðum
Audipackklefum fyrir túlka.
Ráðstefnukerfið
samanstendur af þingkerfi,
sem eru sambyggður hátalari
og hljóðnemi með innbyggðu
atkvæðagreiðslukerfi, og
túlkahljóðnemum fyrir allt að
32 tungumál. Heyrnartólin
eru á innrauðu kerfi svo allir
geti heyrt í túlkunum. Einnig
má nefna að við getum boðið
öflugar lausnir fyrir Power
Pointkynningar, tímatökur og
atkvæðagreiðslur.“
Fyrirtækið býður einnig
full komn ar myndlausnir
hvort sem er til upptöku
eða streymis út á netið. „Við
höf um sem dæmi myndritað
fjöldann allan af smærri
sem stærri fundum, klippt,
snurfusað og hlað ið upp á
vefi nn.“
Ívar segir Exton búa yfir
heildar lausnum fyrir smæstu
fundi upp í stærstu alþjóðlegu
ráðstefnurnar. „Ljós, hljóð og
mynd er slagorð fyrir tækisins.
Við bjóðum alltaf upp á nýj
ustu tæknilausnir á hverju
sviði og engin verkefni eru of
stór eða smá.“
Ívar Ragnarsson. „Ljós, hljóð og
mynd er slagorð fyrirtækisins. Við
bjóðum alltaf upp á nýjustu tækni
lausnir á hverju sviði og engin
verkefni eru of stór eða smá.“