Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 10
10 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti þeim feðgum
viðurkenningarskjölin.
Myndir: Geir Ólafsson
Fjölmenn veisla til heiðurs þeim Jóhanni Páli Valdimarssyni og Agli Erni Jóhannssyni, stjórnendum Forlagsins og
mönnum ársins í at vinnulífinu hjá Frjálsri verslun, var haldin
á Hótel Sögu síðdegis hinn 28. desember. Margt var um
manninn og komu margir til þess að samfagna feðgunum;
ættingjar, samstarfsmenn, vinir og fjölmargir framámenn í
viðskiptalífinu. Benedikt Jó hannesson, framkvæmdastjóri
Heims og útgefandi Frjálsrar verslunar, setti hátíðina og stýrði
veislunni. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, flutti
ræðu dómnefndar. Katrín Jakobs dóttir menntamálaráðherra
afhenti verðlaunin. Jóhann Frið geir Valdimarsson
óperusöngvari tók nokkur lög og söng af miklum krafti við
undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur pía nó leikara. Mikill
fjöldi mætti til heiðurs þeim feðgum og var kátt á hjalla.
Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Eignastýringu Lands
bankans, Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, og Hörður
Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskips.
Menn ársins heiðraðir
Benedikt Jóhannesson, útgefandi
Frjálsrar verslunar.
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar
verslunar.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda
stjóri Samtaka atvinnulífsins, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka.
Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, Einar Kárason
rithöfundur og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur.
Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Reykjavík Runway, Hulda Bjarna
dóttir, framkvæmdastjóri FKA, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins, og Guðrún Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri ConnectedWomen.com og Brandit.
Í stuttu máLi