Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 45
aLdraðir sitja eKKi
við sama borð
500 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 0 kr. í ellilífeyri frá Tr 354.388 kr. í ráðstöfunartekjur
355 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 0 kr. í ellilífeyri frá Tr 267.707 kr. í ráðstöfunartekjur
300 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 13.624 kr. í ellilífeyri 242.972 kr. í ráðstöfunartekjur
250 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 36.738 kr. í ellilífeyri 226.900 kr. í ráðstöfunartekjur
200 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 65.868 kr. í ellilífeyri 214.424 kr. í ráðstöfunartekjur
150 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 94.998 kr. í ellilífeyri 201.948 kr. í ráðstöfunartekjur
110 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 118.302 kr. í ellilífeyri 191.585 kr. í ráðstöfunartekjur
100 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 124.128 kr. í ellilífeyri 188.968 kr. í ráðstöfunartekjur
73 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 139.858 kr. í ellilífeyri 181.904 kr. í ráðstöfunartekjur
68 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 142.922 kr. í ellilífeyri 180.691 kr. í ráðstöfunartekjur
0 þús. kr. á mán. úr lífeyrissjóði = 210.992 kr. í ellilífeyri 180.691 kr. í ráðstöfunartekjur
Hér sést vel hvernig tekjutengingin skerðir ellilífeyrinn mikið. Sá sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð og fær allt sitt frá Trygginga stofnun
hefur um 35 þúsund krónur minna á mánuði í ráðstöfunartekjur en sá sem hefur 200 þúsund krónur í tekjur úr sínum lífeyrissjóði.
grunnlífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins getur núna mestur orðið 210.992 kr. á mán uði, 180.691 kr.
í ráðstöfunartekjur eftir skatta, og þá fyrir fólk sem býr eitt.
Reiknivél Tryggingastofnunar ríkisins
Við hvetjum alla til að fara inn á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins, tr.is, og skoða sín mál með reiknivél Tryggingastofnunar.
Reiknivélin er auðveld í notkun og svarar mörgum dæmum.
Aldraðir sitja ekki við sama borð þegar kem ur að ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkis ins og greiðsl um fyrir vist til hjúkrunar
heimila. Ellilífeyririnn er það tekjutengdur
að ávinningurinn af lífeyrissparnaði hefur
stórlega minnkað. Þetta veldur öldruðum
miklum áhyggjum og reiði vegna þess að
grunnhugsunin í almannatryggingakerfinu
er að meira mæði á almennu lífeyrissjóð
un um við framfærslu aldraðra. Vandinn
við núverandi kerfi er sá að ellilífeyrisþegi
með ágætan lífeyrissparnað hefur það
litlu betra en sá sem aldrei hefur greitt í
lífeyrissjóð og þiggur þess vegna ellilífeyri
að fullu hjá Tryggingastofnun. Aldraðir
eru að verða eldri og eldri og hressari og
hress ari og því verða ráðstöfunartekjur
þeirra – og tekjutengin við ellilífeyri Trygg
ingastofnunar – mjög í umræðunni á næstu
árum.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður
Landssambands eldri borgara, er harðorð
í garð stjórnvalda og segir að svo mikil
tekjutenging ellilífeyris sem nú viðgengst sé
„fátækargildra“.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
hefur boðað „nýja hugsun“, eins og hann
orðar það varðandi almannatryggingar og
hefur ríkisstjórnin afgreitt nýtt frumvarp um
það mál sem væntanlega verður lagt fram
á Alþingi á næstu dögum. Guðbjartur segir
að gert sé ráð fyrir sameiningu bótaflokka
og breyttum skerðingarmörkum í hinu nýja
frumvarpi sem kosta muni ríkissjóð verulegt
fé. Núverandi stjórn herti á tekjutengingu
ellilífeyris í júlí 2009.
„Þetta er dýrt þangað til lífeyrissjóðirnir
taka verulega stóran hluta af kostnaðinum
eftir því sem frá líður,“ sagði Guðbjartur í
viðtali við Morgunblaðið nýlega.
Vissulega er þetta umræðuefni tvíbent.
Spurningin hlýtur alltaf að vera sú hvernig
samhjálp ríkisins er byggð upp. Á hún
„Sá, sem hefur eng ar
lífeyris greiðsl ur og
fær full an ellilífeyri,
ákveður að vinna
sér inn aukalega
40 þús. krónur á
mánuði í ellinni.
Ávinn ingurinn af
því er enginn. Hann
skerðir ellilífeyrinn
og greiðir skatta af
þessum viðbótar
tekjum.“