Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 71
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 71 karllæg og hafa karlmenn oftast komið fram fyrir hönd þeirra þótt það hafi breyst tölu vert – ekki síst á seinustu árum – en í dag eru konur formenn í tvennum stærstu hagsmunasamtökum innan SA; hjá SVÞ og SI – Samtökum iðnaðarins.“ Margrét segir að Gæfusporið geri SVÞ enn meðvitaðri um að gæta þess að kynja hlutföllin séu rétt hjá samtökunum. „Ég held að sú krafa sé gerð til þeirra sem gæta hagsmuna í atvinnulífinu að þeir hafi það sjónarmið mjög ráðandi að nýttir séu hæfileikar bæði karla og kvenna; þetta er siðferðisleg skylda þótt stjórnarseta í hagsmunsamtökum falli ekki undir það lagaákvæði sem tekur gildi 1. september um jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja.“ hvatningarviðurkenning fKa til eigenda tulipop: tuliPoP gerir VÍðREiSt S igný Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, eigendur Tulipop, hlutu Hvatningarviðurkenningu FKA. Þær framleiða ýmsar vörur sem skreyttar eru fallegum fígúrum sem búa í ævintýraheiminum Tulipop og höfða til barna á öllum aldri. Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, eigendur Tulipop, hlutu Hvatningarviðurkenn­ ingu FKA. Þær framleiða ýmsar vörur sem skreyttar eru fallegum fígúrum sem búa í ævintýraheiminum Tulipop og má segja að þær höfði til barna á öllum aldri. Tulipopvörurnar eru seldar í hönnunarversl­ unum t.d. á Íslandi, Bandaríkjunum, Frakk­ landi, Hollandi, Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. „Það er mikill heiður að fá þessa viðurkenn­ ingu og örvar mann í því sem maður er að gera,“ segir Signý sem á heiðurinn af öllum teikningunum í Tulipopheiminum. „Viðurkenn­ ingin eykur trúna á mann sjálfan og fá að vera í hópi þessara kvenna enda eru öflugar konur í FKA sem hafa margar hverjar byggt upp flott fyrirtæki. Þetta er líka mikil auglýsing því það vita ekkert allir hvað Tulipop er.“ Hvað varðar heiminn sem hún skapar segir Signý að fígúrurnar séu allar svolítið brenglaðar. „Þær eru ekki allar sykursætar; þær hafa sína galla.“ Hvað með drauminn varðandi fyrirtækið? „Draumurinn er að Tulipop verði stórt, heims þekkt fyrirtæki.“ Helga segir að markmið fyrirtækisins sé að búa til skemmtilegar vörur auk þess sem miklir möguleikar séu á gerð afþrey­ ingarefnis sem byggist á Tulipop­heiminum. „Vöruúrvalið hefur þróast jafnt og þétt. Við byrjuðum á að framleiða vörur sem væri hægt að framleiða á Íslandi til að geta haft stjórn á gæðum og framleiddum lítið magn til að byrja með. Við byrjuðum á að framleiða ritfangalínu hjá Odda svo sem minnisbækur og kort. Það gekk mjög vel og notuðum við afraksturinn af því til þess að fjárfesta í næstu vörum, sem voru penna­ veski og lyklakippur. Síðan settum við á markað matarstell úr harðplasti sem hefur fengið frábærar viðtökur. Bókaútgáfan Bjart­ ur fór svo í samstarf við okkur og fengum við til liðs við okkur Margréti Örnólfsdóttur rithöfund sem skrifaði bókina Mánasöng­ varann.“ Fígúrur úr Tulipopheiminum eru þar í aðalhlutverki. Í dag eru þrír starfsmenn í fullu starfi hjá fyrirtækinu og er óhætt að segja að nóg sé að gera. Helga og Signý hafa kynnt vörur sínar á stórum vörusýningum erlendis og segir Helga að það sé frábær vettvangur til að hitta innkaupastjóra verslana en þátttaka í stórri sýningu í Frankfurt í fyrra skilaði þá fjölmörgum pöntunum. „Við ætlum að fylgja þeim árangri eftir með þátttöku aftur í ár og vonum að það gangi enn betur því nú erum við með lager í vöruhúsi á meginlandi Evrópu sem eykur líkurnar á að verslanir séu til í að panta af íslensku fyrirtæki því það vex mörgum í aug um ef maður segir að vörurnar séu sendar frá Íslandi. Það er því búið að undir­ búa jarðveginn enn betur í þetta skipti.“ Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir á verðlaunahátíðinni. „Viðurkenningin eykur trúna á mann sjálfan og fá að vera í hópi þessara kvenna enda eru öflugar konur í FKA sem hafa margar hverjar byggt upp flott fyrirtæki.“ „Sú krafa sé gerð til þeirra sem gæta hagsmuna í at­ vinnulífinu að þeir hafi það sjónarmið mjög ráðandi að nýttir séu hæfileikar bæði karla og kvenna; það er siðferðisleg skylda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.