Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 110
110 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
D
anny Boyle
á að baki níu
kvikmyndir
sem hann
hefur leikstýrt
á nítján árum,
kvikmyndir sem nánast allar
hafa verið verðlaunaðar í bak
og fyrir. Má geta þess að
síðustu tvær kvikmyndir hans,
Slumdog Millionaire og 127
Hours, eru með sextán tilnefn
ingar til óskarsverðlauna á
bakinu og fékk Slumdog Mill
i onaire átta óskarsverðlaun.
Á síðasta ári var Boyle ekki
mikið í fréttum fyrir kvikmynda
frek sín en þeim mun meira
áberandi í fjölmiðlum fyrir að
stjórna opnunarhátíð Ólympíu
leikanna í London, sem að
allra mati tókst frábærlega
og verður sú athöfn að teljast
meðal mestu leikstjórnarafreka
Boyles þótt ekki teljist hún til
kvikmynda, en leikræn var hún.
Þegar Danny Boyle tók að
sér að leikstýra opnunar há
tíð inni var hann langt kominn
með tökur á sinni nýjustu
kvikmynd, spennutryllinum
Trance. Hann lauk við tökurnar
en setti svo myndina í bið þar
til seint á síðasta ári að hann
tók til við endurvinnslu. Einnig
má nefna að áður en kom
að Trance og ólympíuleik un
um hafði hann gert garðinn
frægan á sviði með uppsetn
ingu sinni á leikgerð eftir
skáldsögunni Frankenstein í
þjóðleikhúsi Breta í London,
leiksýning sem fékk frábæra
dóma. Í aðalhlutverkum voru
Benedict Cumberbatch og
Johnny Lee Miller og fengu
þeir báðir hin eftirsóttu Olivier
leikverðlaun fyrir túlkun sína.
Þess má geta að Franken
stein var kvikmyndað beint af
sviðinu og sýnt víða um heim,
meðal annars í Kringlubíói.
Film Noir með
tilfinn ingum
Trance, sem lauslega er byggð
á breskri sjónvarpsmynd frá
árinu 2001, fjallar um Simon,
starfsmann hjá uppboðshald
ara listaverka sem auk þess
er í samstarfi við glæpagengi.
Þegar honum hefur tekist að
hverfa á braut með ómetan
legt málverk eftir Goya sem á
að fara á uppboð svíkur hann
glæpagengið og felur málverk
ið. Að vonum er glæpaforinginn
Franck ekki ánægður með
ákvörðun Simons og rotar hann
áður en Simon nær að segja
honum hvar málverkið er. Þegar
Simon rankar við sér hefur hann
misst minnið og meðal annars
gleymt hvað hann gerði við
málverkið. Franck tekur það til
bragðs að leita uppi sálfræðing
sem hefur dáleiðsluhæfileika og
fá hann til að losa um minnið á
Simon, ef hann hefur þá nokk
urn tímann gleymt hvað hann
gerði við málverkið. Verður fyrir
valinu ung kona, Elizabeth,
sem síðar reynist sjálf búa yfir
í mars verður frumsýnd nýjasta kvikmynd dannys boyles, Trance, sem
hann setti í biðstöðu meðan hann stjórnaði hinni rómuðu opnunarhátíð
Ólympíuleikanna í london.
TexTi: HilMar Karlsson
„Löngun mín
var að gera „film
noir“kvikmynd
en með miklum
tilfinn ingum, öfugt
við film noir.“
kvikmyndir
leit að stolnu málverki
með aðstoð dáleiðara
Vincent Cassell leikur glæpaforingjann Franck í Trance.