Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 110

Frjáls verslun - 01.01.2013, Page 110
110 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 D anny Boyle á að baki níu kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt á nítján árum, kvikmyndir sem nánast allar hafa verið verðlaunaðar í bak og fyrir. Má geta þess að síðustu tvær kvikmyndir hans, Slumdog Millionaire og 127 Hours, eru með sextán tilnefn­ ingar til óskarsverðlauna á bakinu og fékk Slumdog Mill­ i onaire átta óskarsverðlaun. Á síðasta ári var Boyle ekki mikið í fréttum fyrir kvikmynda­ frek sín en þeim mun meira áberandi í fjölmiðlum fyrir að stjórna opnunarhátíð Ólympíu­ leikanna í London, sem að allra mati tókst frábærlega og verður sú athöfn að teljast meðal mestu leikstjórnarafreka Boyles þótt ekki teljist hún til kvikmynda, en leikræn var hún. Þegar Danny Boyle tók að sér að leikstýra opnunar há­ tíð inni var hann langt kominn með tökur á sinni nýjustu kvikmynd, spennutryllinum Trance. Hann lauk við tökurnar en setti svo myndina í bið þar til seint á síðasta ári að hann tók til við endurvinnslu. Einnig má nefna að áður en kom að Trance og ólympíuleik un­ um hafði hann gert garðinn frægan á sviði með uppsetn­ ingu sinni á leikgerð eftir skáldsögunni Frankenstein í þjóðleikhúsi Breta í London, leiksýning sem fékk frábæra dóma. Í aðalhlutverkum voru Benedict Cumberbatch og Johnny Lee Miller og fengu þeir báðir hin eftirsóttu Olivier ­leikverðlaun fyrir túlkun sína. Þess má geta að Franken­ stein var kvikmyndað beint af sviðinu og sýnt víða um heim, meðal annars í Kringlubíói. Film Noir með tilfinn ingum Trance, sem lauslega er byggð á breskri sjónvarpsmynd frá árinu 2001, fjallar um Simon, starfsmann hjá uppboðshald­ ara listaverka sem auk þess er í samstarfi við glæpagengi. Þegar honum hefur tekist að hverfa á braut með ómetan­ legt málverk eftir Goya sem á að fara á uppboð svíkur hann glæpagengið og felur málverk­ ið. Að vonum er glæpaforinginn Franck ekki ánægður með ákvörðun Simons og rotar hann áður en Simon nær að segja honum hvar málverkið er. Þegar Simon rankar við sér hefur hann misst minnið og meðal annars gleymt hvað hann gerði við málverkið. Franck tekur það til bragðs að leita uppi sálfræðing sem hefur dáleiðsluhæfileika og fá hann til að losa um minnið á Simon, ef hann hefur þá nokk­ urn tímann gleymt hvað hann gerði við málverkið. Verður fyrir valinu ung kona, Elizabeth, sem síðar reynist sjálf búa yfir í mars verður frumsýnd nýjasta kvikmynd dannys boyles, Trance, sem hann setti í biðstöðu meðan hann stjórnaði hinni rómuðu opnunarhátíð Ólympíuleikanna í london. TexTi: HilMar Karlsson „Löngun mín var að gera „film noir“­kvikmynd en með miklum tilfinn ingum, öfugt við film noir.“ kvikmyndir leit að stolnu málverki með aðstoð dáleiðara Vincent Cassell leikur glæpaforingjann Franck í Trance.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.