Frjáls verslun - 01.01.2013, Blaðsíða 67
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 67
höFum vErið stopp oF lEngi
Af þessari upptalningu má vera ljóst að
Erna er einn þeirra aðila í íslensku við
skipt a lífi sem leitað var til eftir banka
hrunið, bæði sem óháður stjórnarmaður og
sem fjárfestir. Það er því freistandi að spyrja
hana hvernig henni þyki hafa tekist til við
að endurskipuleggja íslenskt viðskipta og
efnahagslíf. „Mér fannst ganga vel til að
byrja með. Við tókum mörg mikilsverð
skref til að koma okkur af stað og það gekk
ágætlega að byggja upp bankakerfið. Síðan
finnst mér að við höfum verið stopp. Við
sem þjóð verðum að fara að horfast í augu
við ástandið. Einn kunningi minn lýsti því
þannig að við værum með erlendan skulda
og eignahala. Hann sagði að í einfaldri
hagfræði birtist það þannig að Íslendingar
framleiddu ekki nægilega mikið til að
borga upp skuldir sínar. Ef við framleiðum
ekki nægilegan gjaldeyri til að borga af
eignum erlendra aðila hér á landi verðum
við að finna einhverja leið til að komast
út úr þessu. Við þurfum að horfast í augu
við þetta ástand og fara að finna lausn á
ástandinu. Það vorum við að gera í upphafi
með neyðarlögunum sem settu málin í
ákveðinn farveg. Það gerðum við vel en
síðan hefur ekki orðið neitt meira þrátt
fyrir tilraunir Seðlabankans til að koma
okkur í gegnum gjaldeyrishöft með fjárfest
ingaleið og öðrum úrræðum. Nú verðum
við að ráðast í að endursemja um það sem
eftir stendur og lengja í þeim skuldum sem
út af standa.“
Erna segist ekki sjá að aðild að Evrópu sambandinu sé lausn á því sem við er að eiga. „Þýskir bankar
ætlast til þess að fá borgað, hvort sem við
erum í Evrópusam bandinu eða ekki. Mér
finnst við vera stopp hvað svo sem veldur
því. Við erum með veika ríkisstjórn og það
er svo mikið af málum sem ekki er klárað.
Þess í stað erum við að rótast í öðru sem
veldur því að lítið hefur gerst síðustu tvö
ár. Má vera að núverandi ríkisstjórn sé
orðin þreytt, hugsanlega þarf að fara að
hleypa að nýju blóði. Að mörgu leyti höf
um við verið mjög heppin, ytri aðstæður
hafa hjálpað okkur, hvort sem við erum
að tala um sjávarútveg, ferðaþjónustu eða
álframleiðslu. Við getum hins vegar ekki
búist við því að það verði endalaust. Ég vil
ekki hljóma of neikvæð en við verðum að
fara að gera eitthvað.“
vErður að vEra gaman í
vinnunni
Þrátt fyrir að margir héldu að Erna væri
að draga sig út úr daglegri stjórnun um
tíma er ljóst að aldrei hefur verið meira að
gera hjá henni á því sviði. Það er freistandi
svona í lokin að spyrja hana hvers konar
stjórnandi hún sé. „Mér finnst mjög gott
að ræða við fólk og reyni að setja málin
þannig upp að það fáist sameiginlegur
skiln ingur á því hvert við erum að fara.
Maður ætlast til þess að á meðan verið er
að taka ákvörðun um að fara eitthvað þá sé
það til umræðu en eftir að ákvörðun liggur
fyrir þá fari menn þangað! Ég ætlast heldur
ekki til meira af fólki en ég myndi ætlast
til af mér sjálfri. Ég styð og stend með fólki
þó að það taki rangar ákvarðanir, til dæmis
gagnvart viðskiptavinum eða annað. Það
getur vel verið að ég sé ekki alltaf sam
mála en í 95% tilvika á fólk að vita hver
hugur minn er. Mér finnst betra að vera
hrein og bein og ræða út um hlutina. Það
er yfirleitt betra að segja fólki við hverju
maður býst, frekar en að það eigi að finna
það á sér. Það gerir það sjaldnast. En svo á
líka að vera gaman. Ég er ekki að segja að
vinnustaðurinn eigi að vera skemmtistaður
en það þarf stundum að vera gaman enda
eyðir fólk miklum tíma í vinnunni. Fólk
þarf að vera sátt hér í vinnunni og bera það
með sér þegar það kemur heim,“ segir Erna
og brosir.
„Við ákváðum að
hætta að tala bara
um bíla í öllum
fjölskylduboðum.“
Erna undirbýr að skera tertuna við 50 ára afmæli B&L árið 2004.