Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 6
6 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 E N N E M M / S ÍA / N M 6 13 7 2 FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR Í EIGNASTÝRINGU Kynntu þér fjölbreyttar leiðir í sparnaði og fjárfestingum á vib.is eða fáðu nánari upplýsingar í síma 440 4900. HLUTABRÉFASJÓÐURINN SKILAÐI 46,2% ÁVÖXTUN ÁRIÐ 2013 Síðasta ár var gjöfult á hlutabréfamarkaði og er þetta fimmta árið í röð sem Hlutabréfasjóðurinn skilar frábærum árangri. Fjárfesting í Hlutabréfasjóðnum er áhrifarík leið til þátttöku í hlutafjárútboðum og jafnframt nýtur þú virkrar eignastýringar í íslenskum hlutabréfum. Íslensk hlutabréf* 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár Hlutabréfasjóðurinn 46,2% 34,7% 27,2% 25,6% 19,8% Landsbréf - Úrvalsbréf 29,3% 25,2% 17,3% 19,6% 15,0% Stefnir - ÍS-15 43,4% 33,4% 22,6% 20,9% 17,4% Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is * Skv. sjodir.is 31. desember 2013. Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun og er ávöxtun umfram 12 mánuði umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Hlutabréfasjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. eða á vib.is Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. S vipmyndir atvinnulífsins breytast dag frá degi. Einn daginn er allt bjart en þann næsta er útlitið fremur dökkt. Einn daginn er það Landspítalinn, skuldavandi heimila og fyrir­ tækja – sem og krónískur fjárlagahalli. Næsta dag er yfirskriftin Ísland best í heimi; allir brattir og bjartsýnir. Einn daginn er okkur sagt að allt sé á uppleið og birt hafi yfir landinu, fjárfestingar séu að glæðast og stóraukinnar bjartsýni gæti á meðal almennings og forráðamanna fyrirtækja. Næsta dag kemur útspil frá ríkisstjórninni sem veldur ólgu og mótmælum á Austurvelli við þinghúsið og stemningin í samfélaginu tekur skyndilega á sig nýja mynd. Þegar mestu vind­ arnir blása heldur hinn sanni Íslendingur sig við gamla haldreipið: Þetta reddast – en það er einhvers konar blanda hæfilegs kæruleysis og bjartsýni – en hún kem ur hins vegar ekki í staðinn fyrir agaða hagstjórn ríkisstjórnar, fyrirtækja og einstaklinga þótt hún kunni að vera góð með. Kosningarnar á síðasta ári snerust um agaða og skyn samlega hagstjórn sem lyfti atvinnulífinu upp úr lognmollu og stöðnun – og ýtti undir bjartsýni, vinnu ­ vilja og framtakssemi; energí og trú. Sterkt atvinnu líf er undirstaða velferðar í landinu. Kosn ingarn ar sner­ ust líka um skattalækkanir og minni andúð í garð atvinnu lífsins svo við færum upp úr fyrsta gírn um, eins og það var orðað. Í kosningabaráttunni var minnt á galdrana varðandi skattheimtu en kúnstin sú er að eftir því sem skattprósenta er lægri þeim mun meiri verður vinnuviljinn og stærri verður kakan – og þar með skattstofninn. Undir lok kosningabaráttunnar varð umræða um skuldaleiðréttingu heimila fyrirferðar mest og margir líta á hana sem hina eiginlegu birt ingar mynd kosninganna. Ég hef verið eindreginn talsmaður þess í leiðurum Frjálsrar verslunar að við Íslendingar tileinkuðum okkur agaða og skynsamlega hagstjórn og hún væri í forgangi. Þess vegna hreifst ég af orðum Hreggviðs Jóns sonar, formanns Viðskiptaráðs, á nýafstöðnu Viðskiptaþingi um mikilvægi agaðrar hagstjórnar og að við tækjum á eigin spýtur upp Maastrich­skil ­ mála um stöðugt verðlag, jafnvægi í fjárlögum hins opin bera og hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu. Allar ríkisstjórnir ættu að stefna á stöðugt verðlag og jafnvægi í fjárlögum hins opinbera þótt þeim takist ekki oft sem skyldi. Ekki er nóg að ríkisstjórnir stefni á stöðugt verðlag – um það þarf að ríkja þjóðarsátt. Almenningur og atvinnulífið verða að vilja það í verki. Öguð hagstjórn er alltaf nauðsynleg – hver sem gjaldmiðillinn er. Fjárfestar sækjast mest eftir góðri viðskiptahugmynd en horfa mjög á pólitískt landslag og hvort vinnumarkaðir séu sveigjanlegir, hvort þar séu hóflegir og skynsamir kjarasamningar og hvort auðvelt sé að ráða og segja upp fólki án mikils kostnaðar – hvort þar sé sífelldur órói, verkföll og launa hækkanir langt umfram hagvöxt og framleiðni, þ.e. verðmætasköpun vinnuafls og fjármagns. Þjóðverjum hefur gengið vel og þar er þjóðarsátt um litla verðbólgu, hún er eitur í þeirra beinum. Þar eru hóflegar launahækkanir til langs tíma og kjarabótin kemur með auknum kaupmætti ráðstöfunartekna. Áhugi fjárfesta á Frakklandi er fremur lítill vegna þess hve vinnumarkaðurinn er ósveigjanlegur – þar er erfitt og mjög kostnaðarsamt að segja upp starfsfólki, breyta fyrir tækjum og ná fram hagræðingu. Laun eru yfir helmingur af þjóðarkökunni og þess vegna eru þau langstærsta breytan í verð bólgu ­ for múlunni. Kerfið hristist allt og skelfur þegar gerðir eru óraunhæfir kjarasamningar. Það á einnig við um önnur lönd. Ef Þjóðverjar hegðuðu sér eins og við í launahækkunum, þ.e. hækkuðu laun langt umfram hagvöxt og framleiðni, væri þar bullandi verðbólga og minni hagvöxtur. Formúlan fyrir hagvöxt á Íslandi er ekki flókin; í áratugi hefur hún byggst á sterkum útflutningsgreinum og fjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagsbatinn frá hruni hefur allur komið frá sjávar ­ útvegi, ferðaþjónustu og orkufrekum iðnaði – og hefur verið ánægjulegt að sjá hvað ferðaþjónustan vex hratt. Stóra myndin á Íslandi er ágæt ef okkur tekst að beita agaðri og skynsamlegri hagstjórn og efla atvinnu ­ vegina með skattalækkunum og standa þannig undir velferð. Okkur Íslendinga sárvantar hins vegar þjóðar ­ sátt á vinnumarkaði; að hækka ekki laun umfram hag vöxt og framleiðni. Forráðamenn fyrirtækja innan atvinnulífsins mættu raunar vera sterkari fyrirmyndir í þeim efnum og gæta hófs í launahækkunum til stjórn ­ enda til að auðveldara sé að ná sáttum á vinnumarkaði og ná fram hinum eftirsótta stöðugleika í verðlagi. Í nýlegri könnun Frjálsrar verslunar sögðust yfir 70% telja að árið 2014 yrði betra en árið 2013. Það veit á gott. Bjart framundan! Höfum það sem langtímaveðurspá þótt svipmyndir og veðurkort atvinnulífsins breytist dag frá degi. Jón G. Hauksson Í nýlegri könnun Frjálsrar versl­ unar sögðust yfir 70% telja að árið 2014 yrði betra en árið 2013. Það veit á gott. Öguð hagstjórn leiðari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.