Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 10

Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 10
10 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Reitir starfa í takt við nágrenni sitt Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnuhús- næðis. Við leigjum út yfir 130 eignir af öllum stærðum og gerðum um allt land. Við leggjum okkur fram við að vanda framkvæmdir og tökum mið af nágrenni okkar þegar við byggjum eða breytum því sem fyrir er. Þannig sjáum við til þess að þinn vinnustaður sé í takt við umhverfi sitt. ónas Ingimundarson stendur fyrir mjög athyglisverðri tónleikaröð í Salnum í Kópavogi og hafa tónleikar hans mælst mjög vel fyrir. Tónleikaröðin heitir Við slaghörpuna í hálfa öld en Jónas minnist þess að á árinu eru fimmtíu ár frá því hann hóf þátttöku í opinberu tónlistarlífi. Fyrstu tónleikarnir af sex voru sunnudaginn 19. janúar en þar fékk Jónas þær Þóru Einarsdóttur sópran og Kristbjörgu Kjeld leikkonu til liðs við sig. Fyrirkomulagið á tónleikunum er þannig að Jónas fær til sín góða gesti, einn söngvara og einn leikara sem les íslensku ljóðin á efnisskránni og þýð ­ ingar Reynis Axelssonar á erlendu ljóð unum. Jónas situr við slaghörpuna og spjallar á milli laga en hann er þekktur fyrir að segja skemmtilega frá. Þrennir tónleikar eru núna að baki en næstu þrennir verða sunnu dag inn 16. mars, 23. mars og 5. apríl og á síðast ­ nefndu tónleikunum fær Jónas hinn kunna pía nóleikara John O´Connor sem gest til sín. Það er hiklaust hægt að mæla með þessum tónleikum. Ítarlegt viðtal er við Jónas í tímaritinu Skýjum í tilefni tónleikaraðarinnar. Yfirskrift viðtalsins er: Píanóið hefur leikið á mig. Það var fyrir fimmtíu árum að verkstjórinn í saltfiskverkun í Þorlákshöfn efndi til tón ­ leika í barnaskólanum með kórnum sínum. Sonur hans var við píanóið. Þetta var opin ­ ber viðburður og upphafið að opinberu spili mínu, segir Jónas um tónleikana í Þorlákshöfn í viðtalinu við Ský. Jónas byrjaði fremur seint að læra á píanó en hann fékk píanótíma í fermingargjöf frá föðurfólki sínu. Fyrstu píanótímarnir voru hjá frú Leopoldínu Eiríks í húsi vestur á Mel um í Reykjavík. Jónas tekur fram að það eigi að segja „frú Leopoldína Eiríks“. Hún var kunnur píanókennari í höfuðstaðnum á þessum tíma. „Það er auðvitað of seint að byrja að læra 15 ára gamall, börn ættu að byrja miklu fyrr. Ég kunni ekkert þegar ég byrjaði hjá frú Leopoldínu en þetta kom fljótt. Ég hef aldrei átt í erfiðleikum með að lesa nótur, það hjálp ­ aði mikið. Það var orgel­harmoníum heima. Ég spilaði aldrei á það og ég hafði varla séð píanó,“ segir Jónas. Síðar keypti hann píanó fyrir peninga sem hann vann sér inn í saltfiskinum í Þorlákshöfn í sumarvinnunni. Foreldrar Jónasar, Ingimundur Guðjónsson og Guðrún Kristjánsdóttir, bjuggu um skeið á Selfossi þar sem söngfólk safnaðist í kring ­ um Ingimund. Hann var laginn kórstjóri þrátt fyrir litla kunnáttu. Ingimundur var til dauðadags allt í öllu við upphaf tónlistarlífs í Þorlákshöfn, organisti og kórstjóri. Þangað fluttu þeir feðgar 1955. „Ég er reyndar fæddur á Bergþórshvoli, nokkru eftir brennu,“ segir Jónas og hlær. Hann segist hafa verið söngvið barn og hlust að mikið á tónlist sem unglingur í útvarpi og af hljómplötum. „Jussi Björling og allir hinir söngvararnir urðu vinir mínir,“ segir Jónas. Þessi tónlistaráhugi varð til þess að hann fékk tímana hjá frú Leopoldínu í ferm ­ ingargjöf. Tónleikaröð Jónasar fer fram í Salnum. Sal urinn er skrifaður með stórum staf því salurinn heitir Salurinn. Jónas tók þátt í um ræðunni um að komið yrði upp sérhönn ­ uðum alvörutónleikasal þegar ákveðið var að byggja menningarhús, sem einnig átti að hýsa Tónlistarskólann í Kópavogi. Jónas var þá orðinn tónlistarráðgjafi hjá Kópavogsbæ. „Mér finnst ég eiga svolítið í þessum sal og er ánægður með að baráttan skilaði árangri, þótt ég geti ekki þakkað mér neitt um tilurð hans. Mér þykir vænt um Salinn,“ segir Jónas. Frá fyrstu tónleikunum í tónleikaröð Jónasar Ingimundarsonar í Salnum í Kópavogi en hún nefnist Við slaghörpuna í hálfa öld. Frá vinstri: Jónas, Þóra Einarsdóttir sópran og Kristbjörg Kjeld leikkona sem las í hvert sinn ljóð við viðkomandi lag. Jónas spjallaði við gesti á milli laga, útskýrði lögin og sagði frá tónskáldunum. Einstaklega skemmtilegt fyrirkomulag. „Mér finnst ég eiga svolítið í þessum sal og er ánægður með að baráttan skilaði árangri, þótt ég geti ekki þakkað mér neitt um tilurð hans. Mér þykir vænt um Salinn,“ segir Jónas.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.