Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 10
10 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Reitir starfa í takt
við nágrenni sitt
Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnuhús-
næðis. Við leigjum út yfir 130 eignir af öllum stærðum og gerðum um
allt land. Við leggjum okkur fram við að vanda framkvæmdir og tökum
mið af nágrenni okkar þegar við byggjum eða breytum því sem fyrir er.
Þannig sjáum við til þess að þinn vinnustaður sé í takt við umhverfi sitt.
ónas Ingimundarson stendur fyrir mjög
athyglisverðri tónleikaröð í Salnum í
Kópavogi og hafa tónleikar hans mælst
mjög vel fyrir. Tónleikaröðin heitir
Við slaghörpuna í hálfa öld en Jónas
minnist þess að á árinu eru fimmtíu
ár frá því hann hóf þátttöku í opinberu
tónlistarlífi. Fyrstu tónleikarnir af sex voru
sunnudaginn 19. janúar en þar fékk Jónas
þær Þóru Einarsdóttur sópran og Kristbjörgu
Kjeld leikkonu til liðs við sig. Fyrirkomulagið
á tónleikunum er þannig að Jónas fær til sín
góða gesti, einn söngvara og einn leikara sem
les íslensku ljóðin á efnisskránni og þýð
ingar Reynis Axelssonar á erlendu ljóð unum.
Jónas situr við slaghörpuna og spjallar á
milli laga en hann er þekktur fyrir að segja
skemmtilega frá. Þrennir tónleikar eru núna
að baki en næstu þrennir verða sunnu dag inn
16. mars, 23. mars og 5. apríl og á síðast
nefndu tónleikunum fær Jónas hinn kunna
pía nóleikara John O´Connor sem gest til sín.
Það er hiklaust hægt að mæla með þessum
tónleikum.
Ítarlegt viðtal er við Jónas í tímaritinu
Skýjum í tilefni tónleikaraðarinnar. Yfirskrift
viðtalsins er: Píanóið hefur leikið á mig.
Það var fyrir fimmtíu árum að verkstjórinn
í saltfiskverkun í Þorlákshöfn efndi til tón
leika í barnaskólanum með kórnum sínum.
Sonur hans var við píanóið. Þetta var opin
ber viðburður og upphafið að opinberu
spili mínu, segir Jónas um tónleikana í
Þorlákshöfn í viðtalinu við Ský.
Jónas byrjaði fremur seint að læra á píanó
en hann fékk píanótíma í fermingargjöf frá
föðurfólki sínu. Fyrstu píanótímarnir voru
hjá frú Leopoldínu Eiríks í húsi vestur á
Mel um í Reykjavík. Jónas tekur fram að það
eigi að segja „frú Leopoldína Eiríks“. Hún
var kunnur píanókennari í höfuðstaðnum á
þessum tíma. „Það er auðvitað of seint að
byrja að læra 15 ára gamall, börn ættu að
byrja miklu fyrr.
Ég kunni ekkert þegar ég byrjaði hjá frú
Leopoldínu en þetta kom fljótt. Ég hef aldrei
átt í erfiðleikum með að lesa nótur, það hjálp
aði mikið. Það var orgelharmoníum heima.
Ég spilaði aldrei á það og ég hafði varla séð
píanó,“ segir Jónas.
Síðar keypti hann píanó fyrir peninga sem
hann vann sér inn í saltfiskinum í Þorlákshöfn
í sumarvinnunni.
Foreldrar Jónasar, Ingimundur Guðjónsson
og Guðrún Kristjánsdóttir, bjuggu um skeið á
Selfossi þar sem söngfólk safnaðist í kring
um Ingimund. Hann var laginn kórstjóri
þrátt fyrir litla kunnáttu. Ingimundur var til
dauðadags allt í öllu við upphaf tónlistarlífs
í Þorlákshöfn, organisti og kórstjóri. Þangað
fluttu þeir feðgar 1955.
„Ég er reyndar fæddur á Bergþórshvoli,
nokkru eftir brennu,“ segir Jónas og hlær.
Hann segist hafa verið söngvið barn og
hlust að mikið á tónlist sem unglingur í
útvarpi og af hljómplötum. „Jussi Björling og
allir hinir söngvararnir urðu vinir mínir,“ segir
Jónas. Þessi tónlistaráhugi varð til þess að
hann fékk tímana hjá frú Leopoldínu í ferm
ingargjöf.
Tónleikaröð Jónasar fer fram í Salnum.
Sal urinn er skrifaður með stórum staf því
salurinn heitir Salurinn. Jónas tók þátt í
um ræðunni um að komið yrði upp sérhönn
uðum alvörutónleikasal þegar ákveðið var að
byggja menningarhús, sem einnig átti að hýsa
Tónlistarskólann í Kópavogi. Jónas var þá
orðinn tónlistarráðgjafi hjá Kópavogsbæ.
„Mér finnst ég eiga svolítið í þessum sal og er
ánægður með að baráttan skilaði árangri, þótt
ég geti ekki þakkað mér neitt um tilurð hans.
Mér þykir vænt um Salinn,“ segir Jónas.
Frá fyrstu tónleikunum í tónleikaröð Jónasar Ingimundarsonar í Salnum í Kópavogi en hún nefnist Við slaghörpuna í hálfa öld. Frá vinstri:
Jónas, Þóra Einarsdóttir sópran og Kristbjörg Kjeld leikkona sem las í hvert sinn ljóð við viðkomandi lag. Jónas spjallaði við gesti á milli
laga, útskýrði lögin og sagði frá tónskáldunum. Einstaklega skemmtilegt fyrirkomulag.
„Mér finnst ég eiga svolítið
í þessum sal og er ánægður
með að baráttan skilaði
árangri, þótt ég geti ekki
þakkað mér neitt um tilurð
hans. Mér þykir vænt um
Salinn,“ segir Jónas.