Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 42
42 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Margret Flóvenz segir að gæði ákvarðana ráðist meðal annars af þeim forsendum sem liggja þeim til grundvallar. Umhverfið í viðskipt­ um, og samfélagið allt reyndar, breytist hraðar en áður þekktist. Það felur meðal annars í sér að þeir sem taka lykilákvarðanir í viðskiptum eða á öðrum vettvangi verða að leggja sig eftir því að byggja þær á nýjustu og bestu upplýsingum. „Oft er reynt að bregðast við þess um aðstæðum með því að koma sér upp kerfum og aðferðum til að draga saman mikið safn gagna. Það eitt og sér að safna saman gögnum og við skiptaupplýsingum dugir hins vegar skammt ef ekki eru fyrir hendi tæki og þekking til að greina gagnasafnið og draga fram upplýsingar og einstaka mæli ­ kvarða sem skipta viðkomandi at vinnugrein eða fyrirtæki máli. Hér á gamla máltækið að sjá ekki skóginn fyrir trjánum að mörgu leyti við. Gagnamagnið eitt og sér getur komið í veg fyrir að menn greini þróun eða átti sig á mikilvægum breytum. Það skiptir því miklu máli að skilgreina hvaða upp lý s­ ingum maður er að leita eftir og hvaða upplýsingar koma manni að mestu gagni en láta ekki kerfin stýra því. Þeir sem ná árangri í að greina upplýsingar og nýta sér þær til að taka skynsamlegar og framsýnar ákvarðanir ná sér í samkeppnis­ forskot á þessum tímum þegar sífellt verða til nýjar upplýsingar og nýjar tegundir af gögnum og sífellt þarf að vera að endurskoða forsendur og ákvarðanir.“ maRgReT flÓVeNz – stjórnarformaður kPmgEndurskoðun Að vanda sig gÍSli kRiSTJÁNSSoN – blaðamaður STJÓRnUnAR- MOLi Stundum er eins og skortur á frumkvæði leggist yfir vinnustaði. Engum dettur neitt snjallt í hug og enginn þorir að nefna nýjar hugmyndir. Þetta er ekki gott. Það skortir skap andi anda á vinnustaðinn. Og hér er úr vöndu að ráða. Það er ekki hægt að skipa fólki að bæta aðeins við snilligáfuna. Engu að síður lánast sumum stjórum fremur en öðrum að skapa andrúmsloft frumkvæðis á vinnustað. Það eru stjórar sem koma hlutum svo fyrir að fólki finnist sem nú sé „veður til að skapa“ eins og skáldið sagði. En hvað er til ráða? Hér eru tíu ráð sem eignuð eru Nolan Bushnell, forstjóra Atari. 1Vinnustaðurinn er eins og auglýsing. Það skiptir miklu að vinnustaðurinn endur­ spegli þann anda sem vinnuveit­ andinn vill að ríki í fyrirtækinu. Ef áherslan er á skapandi starf er óreiða í góðu lagi. Útlit vinnustaðarins er auglýsing fyrir fyrirtækið. 2Ástríða í augunum. Það er mikilvægt að ráða ástríðu­fullt fólk. Ástríðan sést í augum þess. Ástríðufullt fólk talar líka mest um hugsjónir sínar og minna um fyrri reynslu, sem oft er vörðuð mistökum. 3Fúll á móti er mikilvægur. Vandinn í umgengni við hrokafulla beturvitrunga er að þeir hafa svo oft rétt fyrir sér. Þeir eru leiðinlegir, hlusta ekki á samstarfsfólk, en hafa mikið sjálfstraust og þora að troða hug­ myndum sínum upp á aðra. Oft eru þetta góðar hugmyndir. 4Hvað ertu að lesa? Ástríðufullt fólk les bækur, labbakútarnir lesa ekki. Því ætti fyrsta spurning við manna ­ ráðningar að vera: Hvað ertu að lesa núna? 5Réttur maður á rangri hillu. Það er ekki víst að allir í fyrirtækinu séu á réttri hillu. Því er rétt að bera úrlausnir undir fólk sem ekki hefur með þau vanda mál að gera. Oft koma óvæntir hæfileikar í ljós. 6Partí! Það á að vera skemmti legt í vinnunni. Þess vegna er nauðsynlegt að bjóða öllum í partí reglulega. Það bætir samskipti fólks og skapar skemmtilegt andrúmsloft. 7Sjálfstæði. Of þungt skipu­lag innan fyrirtækis drepur niður sköpunargáfuna. Hættan er að sjálfur reksturinn verði aðalatriðið í starfseminni. Því er gott að láta fólk vinna í sjálfstæðum hópum með frelsi til að taka eigin ákvarðanir. 8Holl mistök. Ekki heppnast allt en mistök þurfa ekki að vera alvarleg. Þess vegna á að fyrirgefa mistök og leggja áherslu á að læra af þeim. 9Fækka nei­mönnum. Það er ekki gott ef margir nei­menn safnast upp í fyrir tæki. Þeir eru hins vegar góðir í hófi til að halda fólki niðri á jörðinni. Hvað um að banna meirihluta starfsmanna að nota orðið nei? 10Leikir á vinnustað. Börn fá útrás fyrir sköpunarþrá sína í leikjum. Fullorðið fólk hættir að leika sér og missir þá oft um leið hæfileikann til að skapa. Leikir á vinnustað eru barnalegir en viðhalda skapandi hugsun. Fúll á móti er mikilvægur skoðun Investment p a s s i o n f o r www.nasdaqomx.com/listing/europe
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.