Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 62

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 62
62 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Gylfi með 540 milljónir á ári G ylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Tottenham og íþróttamaður ársins, er launahæsti knatt spyrnumaður Íslands með um 540 milljónir króna í árstekjur. Næstur honum kemur Aron Einar Gunnarsson, Cardiff og fyrirliði íslenska lands liðsins, með um 120 milljónir króna í árslaun. Kolbeinn Sigþórsson, Ajax, er með um 100 milljónir á ári. Algeng laun íslenskra knattspyrnumanna á Norðurlöndunum liggja á bilinu 20 til 40 milljónir á ári. Þetta eru laun án bónusa og annarra aukatekna. Laun íslensku leikmannanna eru samt smá ­ munir miðað við það sem þeir bestu hafa í laun en Messi og Cristiano Ronaldo eru með um 2,7 milljarða króna í laun á ári. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sem hefur haldið nokkuð fast um budduna, hefur margoft bent á að laun knattspyrnu ­ manna séu komin langt út yfir öll mörk vel sæmis. Sú var tíðin að knattspyrnan var íþrótt verka manna á Bretlandseyjum. Lágt miðaverð á kappleiki varð til þess að knattspyrnan var lengi vel eina íþróttagreinin sem þeir höfðu ráð á að fylgjast með. Á síðustu árum hefur miðaverð á leiki rokið upp úr öllu valdi í sam ­ ræmi við hækkandi laun knatt spyrnu manna – sem eru fyrir löngu komin úr öllum böndum. Laun knattspyrnumanna eru oft í brenni ­ depli. Inni á vellinum geysast um leikmenn sem eru með yfir tvo milljarða ísl. kr. í árslaun, um 167 milljónir kr. í mánaðarlaun og yfir 40 milljónir kr. í vikulaun – þrátt fyrir að eiga afar misjafna leiki: valda oft vonbrigðum. Þar má nefna Wayne Rooney, Manchester United, John Terry, Chelsea, Yaya Toure, Manchester City, Sergio Aguero, Manchester City, og Fernando Torres, Chelsea. Ofan á laun þeirra bætast svo auglýsingatekjur, sem eru mis ­ miklar. Það væri aðeins til að flækja málið að nefna til sögunnar þá Cristiano Ronaldo, Real Madrid, og Lionel Messi, Barcelona, sem eru með um 2,7 milljarða í árslaun. Þeir eru með 225 milljónir í mánaðartekjur, litlar 56 millj. kr. á viku. Þessi upphæð tvöfaldast og rúm ­ lega það þegar auglýsingatekjur bætast við. Launahæstu Íslendingarnir Launahæstu íslensku knattspyrnumennirnir eru ekki einu sinni hálfdrættingar á við þá sem hala inn mestu upphæðirnar. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham, hefur fjórfaldað laun sín á milli áranna 2012 og 2013; var með í árstekjur 540 millj. ísl. króna – 45 milljónir á mánuði, 11 milljónir á viku, 1,6 milljónir á dag. Aron Einar Gunnarsson, sem leikur með Cardiff, kemur næstur í tekjum á eftir Gylfa Þór af Íslendingunum í ensku knattspyrnunni. Hann er með um 120 millj. kr. í árslaun – 10 milljónir í mánaðarlaun og 2,5 millj. á viku. Þegar farið er yfir Ermarsundið hittum við fyrir Kolbein Sigþórsson hjá Ajax í Amster dam, sem er með um 100 milljónir kr. í árs laun, 8,3 millj. á mánuði, tvær milljónir á viku. Sagt var frá því á dögunum í Tipsbladet í Danmörku að Sölvi Geir Ottesen hefði gert ótrúlega góðan samning er hann fór frá FC Kaupmannahöfn til Ural í Rússlandi, þar sem hann fær vel yfir 80 millj. kr. í árslaun. Birkir Bjarnason, Sampdoria, og Emil Hall ­ freðsson, Hellas Verona, eru með yfir 70 milljónir í árslaun á Ítalíu. Hér eru ekki taldir með bónusar og auglý ­ singatekjur, sem eru misjafnar hjá leik ­ mönn um. Gylfi var nýlega valinn í hóp bestu knatt spyrnumanna heims, sem eru í súperliði Pepsi 2014 og leika í sjónvarps auglýsingum. Mynd af Gylfa verður á tveggja lítra Pepsi­ og Pepsi Max­flöskum. Íslenskir knattspyrnumenn í öðrum löndum eru ekki með eins há laun og áðurnefndir leikmenn – myndi eflaust svelgjast á ef þessar upphæðir yrðu nefndar í þeirra herbúðum. Í Norergi eru íslensku leikmennirnir með þetta 1,5 til 2,5 millj. kr. í laun á mánuði, fyrir skatt. Veigar Páll Gunnarsson var launahæsti Íslend ­ ingurinn í Noregi er hann lék með Stabæk 2012, með um 4,5 milljónir kr. á mán uði. Árstekjur Veigars voru um 54 milljón ir kr. en hann greiddi 24,6 milljónir kr. í skatt. Með auknum vinsældum breyttist knatt ­ spyrnan úr afþreyingu og leik yfir í viðskipta ­ vöru, sem ákveðinn snobbstimpill var þrykkt ­ ur á. Á árum áður fór ríka fólkið á veðreiðar Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Tottenham og íþrótta­ maður ársins, er launahæsti knattspyrnumaður Íslands. Hann er með um 540 milljónir króna í árstekjur og með hærri laun en allir aðrir leikmenn landsliðsins til samans. TexTi: siGMundur ó. sTeinarsson. / Myndir: ÝMsir. Hér eru ekki taldir með bónusar og auglýsinga­ tekjur, sem eru misjafnar hjá leikmönnum. Gylfi var nýlega valinn í hóp bestu knattspyrnumanna heims, sem eru í súperliði Pepsi 2014 og leika í sjónvarps­ auglýsingum. íþróttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.