Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 65
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 65
skilgreint sem vendipunktur,
þ.e. þeir sem hafa PQ 75 eða
hærra nýta hugann til að lyfta
sér upp á meðan þeir sem hafa
PQ lægra en 75 eru sífellt að
láta hann draga sig niður. 80%
einstaklinga og liðsheilda hafa
jákvæðnivísitölu lægri en 75.
Það er þess vegna sem 80%
ein staklinga og liðsheilda ná
ekki besta mögulega árangri og
hamingju.
Ræktaðu PQ
vöðvann
Höfundur tekur skýrt fram að já
kvæðnigreindarvísitalan sé ekki
meitluð í stein heldur sé hægt að
hækka hana og þar með auka
þann tíma sem hug urinn vinnur
okkur í hag og þar með auka
árangur. Í bókinni setur höfundur
fram æfingar sem eru til þess
hugsaðar að rækta „PQvöðv
ann“ eins og hann kallar það
og þar með hækka jákvæðni
greindarvísitöluna. Hann hefur
jafnframt gert rannsóknir á því
hver áhrif hækkunarinnar eru og
samkvæmt þeim er vel til þess
vinnandi að hækka jákvæðni
greindarvísitöluna.
Skýrt og einfalt
Bókin er einkar skýrt upp sett
og nálgast viðfangsefnið á
einfaldan og aðgengilegan hátt.
Höfundi tekst að leiða lesandan
um fyrir sjónir hvað það er sem
hindrar besta mögulegan árang
ur og sér honum fyrir leiðum til
að komast yfir þær hindranir.
Tekin eru raundæmi um aðila
sem hafa beitt tækninni og eru
þau dæmi lýsandi og vel skrifuð.
Matstækin sem fylgja bókinni
eru skýr og auðleysanleg og
virðast nokkuð vel geta greint
skemmdarvargana. Skýrslurnar
sem fást þegar prófin eru tekin á
netinu eru sérstaklega greinar
góðar og innihalda lykilkafla úr
bókinni og nýtast því fólki hvort
sem það hefur lesið bókina eða
ekki. Hér eru á ferðinni verkfæri
sem nýtast flestum þeim sem til
búnir eru til að skoða sjálfan sig
og gera breytingar í rétta átt til
þess að ná auknum árangri.
Shirzad Chamine.
Skýrslurnar sem
fást þegar prófin eru
tekin á netinu eru
sérstaklega greinar
góðar og innihalda
lykilkafla úr bókinni.
Ítarefni á vefnum
Á vefsíðu bókarinnar www.positiveintelligence.com má finna
mikið ítarefni. Útskýringar á hugmyndafræðinni, greinargóðar
skýringar myndir og síðast en ekki síst er þar að finna matstæki
sem bæði meta þá skemmdarvarga sem hugsanlega há þér mest í
þínu daglega lífi og eins tæki sem metur jákvæðnigreindarvísitölu-
na. Aðeins með því að gera þér grein fyrir hvað stendur í vegi fyrir
þínum hámarksárangri geturðu brugðist við og gert nauðsynlegar
breytingar til árangurs.
dómarinn (The Judge) –
Finnur að sjálfum sér, öðrum og
aðstæðum. Veldur vonbrigðum,
reiði, eftirsjá, sektarkennd,
skömm og kvíða.
Hinn ósveigjanlegi (The Stick-
ler) – Fullkomnunar og skipu
lagsáráttan fer út í öfgar.
Þóknarinn (The Pleaser) –
Reynir að fá samþykki og hrifn
ingu annarra með því að hjálpa
öðrum, þóknast þeim eða hrósa.
Missir sjónar á eigin þörfum og
verður gramur fyrir vikið.
Sá árangursdrifni (The Hyper-
Achiever) – Þörf fyrir stöðugan
árangur og sigra til að viðhalda
sjálsvirðingunni. Beinir sjónum að
ytri árangri sem leiðir til „vinnu
alka einkenna“ og þess að hann
tapar tengslum við tilfinningar
sínar og mikilvæg sambönd.
Fórnarlambið (The Victim) –
Tilfinningasamur og skapstyggur
til að fá athygli og umhyggju.
Beinir kastljósinu að tilfinningum
sínum, sér í lagi þeim neikvæðu.
Stundum píslarvottur.
Hinn rökfasti (The Hyper-
Rational) – Ofuráhersla á rökfærslu
við allar aðstæður, þar með talið
í samskiptum. Getur virst kaldur,
fjarlægur og hrokaflullur.
Hinn árvakri (The Hyper
Vigilant) – Stöðugur og mikill
kvíði í garð allra mögulegra hætta
og mistaka. Árveknin fær aldrei
hvíld.
Hinn eirðarlausi (The Rest-
less) – Eirðarleysi, stöðugt í leit að
meiri spennu í næsta verkefni eða
stöðugt upptekinn. Finnur sjaldan
ró eða sátt í þeim verkefn um sem
unnið er í hverju sinni.
Hinn stjórnsami (The Controll-
er) – Þörf til að taka stjórn í eigin
hendur og stýra aðstæðum og
fólki að eigin vilja. Mikill kvíði og
óþolinmæði þegar ekki tekst að
taka stjórn.
Flóttamaðurinn (The Avoider)
– Einblínir á öfgafullan hátt á
allt það jákvæða og þægilega.
Forðast erfið og óþægileg verk
sem og ágreining.
Með því að koma auga á hvaða
skemmdavargar eru ríkjandi í
huga okkar getum við brugðist við
þeim þegar þeir láta á sér kræla
og minni líkur á að þeir lækki
jákvæðnigreindina og komi þar
með niður á árangri okkar.
PQ-jákvæðnigreindarvísitalan
Þeir sem hafa PQ 75 eða hærra
nýta hugann til að lyfta sér
upp á meðan þeir sem hafa
PQ lægra en 75 eru sífellt að
láta hann draga sig niður. 80%
einstaklinga og liðsheilda hafa
jákvæðnigreindarvísitölu lægri
en 75. Það er þess vegna sem
80% einstaklinga og liðsheilda
ná ekki besta mögulega árangri
og hamingju.
Áhrifin
• Gerð var greining á meira en 200 vísindalegum rannsóknum
samtals á meira en 275 þúsund manns um áhrif hækkaðs PQ.
Niðurstöðurnar leiddu meðal annars eftirfarandi í ljós.
• Sölumenn með hærra PQ selja 37% meira en sölumenn með
lágt PQ.
• Starfsmenn með hátt PQ taka færri veikindadaga og eru síður
líklegir til að upplifa kulnun í starfi eða hætta.
• Nemendur sem hækka jákvæðnigreindarvísitölu sína standa
sig betur á stærðfræðiprófum.
• Samanburður á 60 liðsheildum leiddi í ljós að PQ-gildi teymis-
ins var besta vísbendingin um árangur teymisins.
• Forstjórar með hærra PQ eru líklegri til að leiða hamingjusam-
ar liðsheildir sem segja vinnuumhverfið hvetja til bættrar
frammistöðu.
• Læknar með hækkað PQ sjúkdómsgreina sjúklinga sína ná -
kvæmar og hraðar.
• Verkefnahópar með sem hækka PQ-gildi sitt standa sig 31%
betur að meðaltali þegar aðrir þættir eru jafnir.
SKEMMdARVARG ARNIR 10