Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 67

Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 67
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 67 7) Tímaskyn hverfur – Fólk upplifir tímann öðruvísi en við venjulegar aðstæður. Tíminn skiptir minna máli, bara að fá að halda áfram. 8) Að sleppa sjálfinu – Við­ fangsefnið verður æðra einstak­ lingnum. Því oftar sem fólk upp­ lifir flæði, því meira sjálfstraust fær það. aukum líkur á flæði Við höfum tilhneigingu til að vilja endurtaka athafnir sem veita ánægju og verja meiri tíma í þær. Þannig felst ákveðin hvatning í flæði. Til að geta upplifað flæði er nauðsynlegt að hafa stjórn á því hvað fær athygli manns, hverju maður gefur tíma og gefa gaum að venjum sínum eða því hvað maður venur sig á. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvað það er sem maður vill nýta orkuna og tímann í og setja það í forgang. Hversu vel manni tekst að stjórna athyglinni ákvarðar hverju maður fær áorkað. Við drögumst að því sem okkur líkar best. En þetta virkar líka þannig að okkur fer smá saman að líka vel við það sem fær athygli okkar. Eftir því sem færnin eykst, þá eykst ánægjan. Þess vegna skiptir máli að veita athygli því sem leiðir af sér góða hluti, jafnvel þó okkur líki það ekki í byrjun. Að stjórna tímanum er nátengt því að stjórna athyglinni. Við höf um tilhneigingu til að finna tíma fyrir það sem okkur þykir mikilvægt og við höfum ánægju af. Fólk sem elskar starfið sitt eyðir gjarnan meiri tíma í vinn unni á kostnað tíma með fjöl skyldunni. Margir kvarta yfir þessu en í raun er þetta oft ómeðvitað val. Vinn an skapar meira flæði en annað sem maður gæti verið að gera og þess vegna fær hún forgang. Til að verja meiri tíma með fjölskyldunni þarf að skapa aðstæður til að upplifa flæði á þeim vettvangi. Það er mikilvægt að þekkja sinn takt og fylgja honum og ráðstafa tíma sínum þannig að maður geti sem oftast og best upplifað flæði. Þannig má t.d. auka jafn­ vægi milli starfs og einkalífs. Venjur skapast af því hvert við höfum beint athyglinni og það ræðst mikið af því hvað okkur var kennt í æsku. Þetta endurspeglast í aga, dyggðum og mannkostum, til dæmis gagnvart vinnunni og því sem maður hefur ánægju af. Mynstrið liggur í því sem mótaði viðhorf manns í æsku. En margt af því sem átti við þá hefur runn ið sitt skeið og hver kynslóð temur sér nýjar hefðir og venjur. Oft getur þurft ærið átak til að breyta gömlum venjum og tileinka sér nýjar og betri. Engin ástæða er til að dvelja við gaml­ ar venjur sem hvorki skila þér árangri né ánægju ef annað og betra er í boði. Veldu það sem hentar þér, burt séð frá því hvað hentaði foreldrum þínum eða forfeðrum þeirra. Það getur verið árangursríkt að svara spurningunum svo sem: Hvaða hlutir skipta mig mestu máli? Að hvaða fólki dáist ég? Hvernig manneskja vil ég alls ekki vera? Hvað gildum mun ég ekki fórna undir neinum kringumstæðum? Ekki endilega spyrja, hver er ég? heldur ákveða, hver vil ég vera. mikilvægi flæðis fyrir stjórnendur Starf stjórnenda er krefjandi og þeim því mikilvægt að há marka orku sína. Ef fólk hefur ekki ángæju af því sem það starfar við þá er ólíklegt að það upplifi flæði í vinnunni. Það dregur úr líkum á góðum árangri. Sumir vilja meina að það sé ómögulegt að lifa af sem stjórnandi nema að hafa ánægju af starfinu og finna með því tilgang. Án þess verði starfið of stressandi, vinnudag urinn of langur og freistingin til að eyða meiri og meiri tíma í aðra dægrastyttingu innan eða utan vinnustaðarins of sterk. Rannsóknir hafa sýnt að fullorðnir sem upplifa flæði oft eru hamingjusamari og eyða umtalsvert meiri hluta af vinnu ­ tímanum en aðrir við störf sín, frekar en að slúðra við vinnu ­ félaga, lesa blöðin eða vafra á netinu. Því hefur verið haldið fram að jafnvægi milli vinnu og einka ­ lífs sé allt að því goðsögn þegar stjórnendur eru annars vegar. Því sé það stjórnendum mikil vægt, sem hafa tvöföldu hlut verki að gegna sem leiðtog­ ar og fjöl skyldufeður/mæður, að ná að hámarka orku sína. Í því felst að forgangsraða þannig að athyglin sé á þáttum sem veita orku, hvort sem er á vinnustað eða utan hans. Þeir stjórnendur sem reglulega upplifa flæði skila meiri afköstum og hafa meiri ánægju af starfi sínu held­ ur en þeir sem gera það ekki. Þannig gefur starfið þeim orku frekar en að gera þá úrvinda. flæði á vinnu­ staðnum Líta má á mikilvægi flæðis fyrir stjórnendur frá tveimur hliðum, annars vegar út frá stjórnand­ anum sjálfum og hins vegar út frá undirmönnum hans. Það er stjórnandanum mikilvægt að hafa framtíðarsýn og finna tilgang í því sem hann er að fást við. Jafnframt er mikilvægt að leiðtoginn skapi aðstæður á vinnu staðnum fyrir samstarfs­ menn sína til að þeir finni tilgang í störfum sínum og geti upplifað flæði. Csikzentmihalyi nefnir dæmi um hvernig stjórnend ur geta nýtt flæði til að byggja upp fyrirtæki sem hvetja starfsfólk til að leggja sig fram og ílengj- ast í starfi. Það þarf að huga að þrennu: 1) Að gera vinnuumhverfið eins aðlaðandi og mögulegt er, bæði vinnustaðinn sjálf an og til dæmis það að komast til og frá vinnu. 2) Að glæða störfin tilgangi og gildi. Það er munur á vinnu og köllun. Flestir hafa þörf fyrir að vinna fyrir mál- stað, ekki aðeins fyrir laun. 3) Að umbuna einstakling um sem finna ánægju í starfinu sínu. Að laða það besta fram í fólki er ekki gert í þeim eina tilgangi að auka hagn- að. Heldur til að gera fólki keift að vaxa sem einstakling- ar og auka hamingju. Csikzentmihalyi heldur því fram að það sé ógerningur að skapa umhverfi sem hvetur til flæðis, án skuldbindingar frá æðstu stjórnendum. Manneskjulegt og heilbrigt starfsumhverfi er líklegra til að ýta undir góð samskipti og samstarf sem hvetur til nýsköpunar, umbóta og lærdóms. Ef verkefnið felur í sér jákvæðan tilgang og fólk hefur tækifæri til að láta gott af sér leiða er líklegt að aukin afköst náist og laun skipti minna máli. Hugum að þessu þegar við viljum koma meiru í verk, hafa aukna orku og eiga aukinn frítíma. Veljum vel. Hæfni og áskor un mætast í hæfilegum hlutföllum þannig að áskorunin er örlítið meiri en hæfnin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.