Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 76
76 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
Við höldum okkur við upprunann: Úrval og áreiðanleiki eru kjör orðin,“ segir Gunnar Ingi
Sigurðs son, framkvæmdastjóri Hag
kaupa, sem nú eru í 5. sæti listans.
„Við keppum við keðjurnar en á
öðrum forsendum og höldum okkar
íslensku einkennum. Við erum með 50
60.000 vöruliði, fjórtán innkaupasvið,
rúmgóðar búðir og höfum þrjár þeirra
opnar allan sólarhringinn. Fólk kann að
meta þetta,“ segir Gunnar.
Hann nefnir líka að viðskiptavinum
er boðið að skila og skipta. Það er að
hans mati ein skýring á að Hagkaup
færast upp listann.
Þetta hefur þó allt í för með sér
að vöruverð er aðeins hærra en hjá
lág verðsverslunum þar sem úrval er
minna og afgreiðslutími skemmri.
„Markmið okkar er að vera aldrei meira
en 10% frá lægsta verði en úrv al ið hjá
okkur er líka 800% meira en hjá lág
verðs keðjunum,“ segir Gunnar.
5. Sæti
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa:
Meira úrval
„Við keppum við keðjurn
ar en á öðrum forsendum
og höldum okkar íslensku
einkennum. Við erum með
5060.000 vöruliði, fjórtán
innkaupasvið, rúmgóðar
búðir og höfum þrjár þeirra
opnar allan sólarhringinn.“
6. Sæti
Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar:
Markviss vinna
Samkeppnin er mjög hörð. Það er nýr leikur á hverjum degi. Blóð, sviti og tár og eins gott að vakna ferskur á
morgnana,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrar
stjóri Krónunnar. Krónan er í sjötta sæti
vinsældalistans.
Kristinn þakkar árangurinn því að baráttan
alla daga við að ná til viðskiptavinanna skilar
árangri. Hann nefnir sem dæmi app þar sem
fólk getur skráð hjá sér innkaupalista og
farið með appið í snjallsímanum í búðina eða
sent listann til annarra í fjölskyldunni.
„Þetta virðist njóta vinsælda meðal neyt
enda,“ segir Kristinn en samt er það verð,
gæði, þjónusta og úrval sem ræður úrslitum.
„Við bættum þjónustuna á kössunum. Við
erum með stórar og bjartar verslanir og
leggjum áherslu á ferskar vörur. Við erum
að berjast í því á hverjum degi að bæta
þjónustuna,“ segir Kristinn.
„Hvað verð varðar erum við á hælunum
á Bónus en úrvalið er líka meira hjá okkur,“
segir Kristinn Skúlason.
„Þetta virðist njóta vinsælda
meðal neyt enda,“ segir Krist
inn. „En samt er það verð, gæði,
þjónusta og úrval sem ræður
úrslitum.“
Vinsælasta fyrir tækið