Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 80
80 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 M agnús Geir Þórðarson er nýr útvarpsstjóri og hans bíður erfitt en spennandi verkefni. Hann tekur við RÚV á frekar erfiðum tímum fjárhagslega og eftir miklar uppsagnir þar á bæ. En hvað mun hann gera? Hvernig mun hann hrista upp í þessari rótgrónu stofnun sem ýmsir spyrja sig hvort sé tímaskekkja í frjálsri flóru fjölmiðla? Breytir hann ímyndinni, vinnu brögðum fréttastofu, dagskrárgerðinni eða sjálfri dagskránni til að auka vinsældir stofnunarinnar? Hingað til hefur hann náð mikl um árangri sem leikhússtjóri og rifið upp aðsókn t.d. að Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvað hann gerir og hvernig hann tekur á mál um innanhúss – eitt er víst; með honum koma ferskir vindar. Hann er þeirrar gerðar að hann lætur verkin tala frekar en að lýsa því í smáatriðum hvað hann ætli sér að gera. Það kemur í ljós. Hann setti upp fyrsta verk sitt í Borgarleikhúsinu aðeins níu ára með Ragnari Kjartanssyni. Magnús segir að ósamstaða starfsmanna sé eitur í sínum beinum. „Ég legg mikið upp úr því að byggja upp samheldinn hóp sem vinnur saman af metnaði með skýra framtíðarsýn. Um leið og ég geri miklar kröfur legg ég ríka áherslu á að það sé gaman í vinnunni og að maður nálgist hluti jákvætt á lausnamiðaðan og uppbyggilegan hátt. Vandamálavæðing, kvart og ósamstaða er eitur í mínum beinum,“ segir hann og bætir við að agi og skipulag sé nauð synlegt til að njóta frelsis til að skapa og þróa verkefni áfram. „Í Borgarleikhúsinu settum við okkur þá reglu að segja alltaf „JÁ“. Ég vil að allur starfs mannahópurinn segi „já“ við góðum hug myndum og vinni þannig að því að góðar hug myndir fái vængi. Ég er keppnismaður en til að vinnu staðurinn geti farið í keppnisgírinn og fagnað áfanga sigrum þurfa markmiðin að vera klár.“ Horfið frá leyndarmálastefnu Magnús segir að stíll hans í umgengni við aðra sé sá að hann reyni einfaldlega að vera manneskja sem komi af virðingu fram við aðra. „Leiðtogi á að vera hvetjandi og upp ­ byggi legur á sama tíma og hann miðlar skýrri framtíðarsýn. Ég held að einn af mínum styrkleikum sé frekar jákvætt lífsviðhorf. Ég geri kröfur, en vil líka að fólki líði vel. Það þarf gott upplýsingaflæði og það er mikil ­ vægt að fólk fái og nái að tala mikið saman. Ég hef lagt mikið upp úr því að hverfa frá leyndarmálastefnu til opins samtals. Í Borgar ­ leikhúsinu höfum við þurft að leggja hart að okkur. Á síðustu sex árum höfum við staðið frammi fyrir niðurskurði á hverju ári en með mikilli vinnu allra höfum við komið í veg fyrir uppsagnir, fækkun uppsetninga eða lokun sviða – við höfum nefnilega þvert á móti sótt á. Á bak við árangurinn er einstaklega sam ­ heldinn og sterkur starfsmannahópur sem nýtur þess sem hann er að gera,“ segir hann. lærir betur að treysta öðrum Öll starfsemi Borgarleikhússins var stokkuð upp árið 2008 þegar Magnús stýrði allsherjar stefnumótunarvinnu með starfsfólki sínu. Samsetning verkefna var stokkuð upp, list ­ ræn stefna yfirfarin, allt skipulag og fjármál endurskoðuð, markaðsmálin unnin frá grunni og mannauðsmál yfirfarin. Þetta skil aði betra leikhúsi, meiri aðsókn og betri líðan starfsfólks og varð til dæmis til þess að hægt var að setja risavaxið verkefni eins og Mary Poppins á fjalirnar, vinsælustu sýningu Íslands sögunnar. Fjöldi kortagesta, sem var áður árlega milli fimm hundruð og þúsund manns, er núna um tólf þúsund. „Ég hef með tímanum lært að dreifa betur ábyrgð og treysta fólki betur til að klára málin á eigin spýtur. Á undanförnum misserum hef ég verið að læra betur að slökkva á símanum og skilja við vinnuna í nokkra klukkutíma á sólarhring – og um leið að skilja betur að samstarfsfólkið þarfnast hins sama. Við vilj um að starfsfólk upplifi lífsfyllingu, eigi ham ­ ingju ríkt fjölskyldulíf samhliða vinnu sem það brennur fyrir,“ segir Magnús Geir. Magnús Geir stjórnaði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár áður en hann tók við Leikfélagi Reykjavíkur, Borgarleikhúsinu, árið 2008. Hlutverk RÚV eru mörg og stofnunin stór. Stjórn RÚV kaus hann einróma til starfsins en Magnús sat sjálfur í stjórninni frá 2011 þar til nú. Leikhúsunum sem Magnús hefur stýrt umbylti hann á marga vegu. Hann sneri á stuttum tíma við gríðarlegum taprekstri Leikfélags Akureyrar og sló öll sölumet í sögu leikfélagsins. Í Borgarleikhúsinu stórjók hann aðsókn og margfaldaði tekjurnar. Borgarleikhúsið er núna langstærsta leikhús landsins með tvöfalt fleiri áhorfendur en Þjóðleikhúsið, eða um 215 þúsund á ári. Þorgerður katrín gunnarsdóttir: leiðtogi með skýra sýn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formað ur stjórnar LR, hefur frá því hún var mennta ­ málaráðherra haft samskipti við Magnús: „Hann er leiðtogi sem hefur skýra sýn og veit að leiðin að markmiðinu sem hann hefur sett sér er liðsheildin. Magnús er afar frjór, skapandi og praktískur. Hann lætur sam starfsmenn sína og hugmyndir þeirra njóta sín. Hann tekur utan um fólkið sitt. Hann er skipulagður, næmur á nýjungar og þorir að fara ótroðnar slóðir. Kannski tókst honum svona vel upp vegna þess að listamaðurinn er aldrei langt undan,“ segir hún og að hluti af stjórnunarstíl Magnúsar sé gleði og húmor. „Maður er einfaldlega þakklátur að fá að vera í liðinu hans en þetta var ekki endilega auðvelt í leikhúsinu í upphafi, þar sem allir telja sig vita hvernig á að gera hlutina. En með sjarma sínum og sköpunarkrafti, skýrri framtíðarsýn og gleði var fólk nokkuð fljótt að átta sig á að Magnús Geir er einfaldlega „með þetta“, eins og krakkarnir segja. Enda Magnús flinkur að tala fólk inn á hluti og útskýra sam hengið. Ætli góður sölumaður leggist ekki ofan á alla hina eiginleikana,“ segir Þorgerður. Magnús Geir og Ragnar Kjartansson myndlistar­ maður settu upp Línu langsokk í Iðnó, þá 9 ára. Magnús leikstýrði og Ragnar lék löggu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.