Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 81

Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 81
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 81 guðrún Ásmundsdóttir: Hörð lína undir ljúfu yfirbragði Undir ljúfu yfirbragði má finna gallharðan stjórnanda. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona fékk Magnús til að leikstýra sýningu sinni „Heilagir syndarar“ árið 1998. Upprifjun hennar á því varpar ljósi á stjórnandann Magnús, sem þá var 25 ára. „Hann var afskaplega ljúfur og þægilegur en mjög harður ef upp komu einhver vafaatriði. Ég var hissa á því hvað það var hörð lína undir ljúfu yfirbragði. Við sáum fljótt að við gátum ekk ert spilað með þennan unga mann. Við leikararnir og reynsluboltarnir gátum ekkert tekið af honum völdin,“ segir Guðrún en Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður og sonur hennar, setti upp Línu langsokk í Iðnó með Magnúsi. Þeir voru þá níu ára. Magnús leikstýrði og Ragnar lék löggu. Pétur Blöndal: Stofnuðum leikfélag Íslands Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls og fyrrverandi blaðamaður, stofnaði Leik félag Íslands með Magnúsi haustið 1995 ásamt tveimur öðrum. „Magnús Geir hringdi í mig og bauð mér að taka þátt í að heims frumsýna Stone Free eftir Jim Cart wright í Borgarleikhúsinu. Magnús var sá eini okkar sem hafði reynslu af leikhúsrekstri. Við ákváðum að nefna leikhúsið stóru nafni, Leikfélag Íslands, sem allir yrðu að taka alvarlega, og að leggja allt undir. Það voru engar málamiðlanir í leikaravali. Margir reyndir og þekktir leikarar og tónlistarmenn voru fúsir að veðja á Magnús, sem hikaði ekki við að breyta sýningunni frá lokaæfingu til frumsýningar, þar með talið lokaatriðinu. Og leikskrárnar voru fluttar á bretti inn um bakdyrnar á meðan fyrstu gestunum var hleypt inn í forsalinn. Stone Free varð mest sótta sýning ársins 1996 og þegar hún fór af fjölunum var það fyrir fullu húsi. Markið var sett hátt. Ég held að kostnaður fram að frumsýningu hafi numið yfir tíu milljónum en það var mjög lærdómsríkt að fylgjast með Magnúsi vinna. Daglega hélt hann fund með öllum listrænum stjórnendum sýn ingar innar sem voru formfastari en sjálfir ríkisstjórnarfundirnir, það fór enginn tími til spillis. Þarna áttaði ég mig fyrst á því að galdrar leikhússins felast ekki í því að fá leikara til að flytja texta á sviði. Það er öll umgjörðin sem skapar galdurinn og leyniformúla Magnúsar er að hafa auga fyrir því.“ „Á síðustu sex árum höf­ um við í Borgarleikhúsinu staðið frammi fyrir niður­ skurði á hverju ári en með mikilli vinnu allra höfum við komið í veg fyrir upp­ sagnir, fækkun uppsetninga eða lokun sviða – við höf­ um nefnilega þvert á móti sótt á.“ Ferillinn Magnús Geir er stúdent frá MR. Hann nam leikstjórn við The Bristol Old Vic Theatre School 1995, stundaði mastersnám í leikhúsfræðum frá The University of Wales 2003 og lauk MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Uppsetning hans á Óliver hlaut Grímuverðlaunin sem áhorfendasýning ársins 2005. ÍMARK valdi Magnús Markaðsmann ársins 2008 og Félag viðskipta- og hagfræðinga veitti honum Íslensku þekkingarverðlaunin og valdi hann Viðskiptafræðing ársins 2010. Sama ár kaus ÍMARK Borgarleikhúsið Markaðsfyrirtæki ársins. Í fyrra hlaut Magnús Geir riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Endurtekur hann leikinn hjá RÚV? Samsetning verkefna í Borgarleikhúsinu var stokkuð upp undir stjórn Magnúsar, listræn stefna yfirfarin, allt skipulag og fjármál endurskoðuð, markaðsmálin unnin frá grunni og mannauðsmál yfirfarin. Endurtekur hann leikinn hjá RÚV?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.