Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 95

Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 95
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 95 1. Fyrir hverju ætlar þú að spara? Sparnaður hefur alltaf markmið. Takmarkið getur verið að eiga fyrir næsta sumarfríi, kaupa íbúð, eða að byggja upp eignasafn til framtíðar. Þess vegna borgar sig að setja niður skýr markmið um reglubundinn sparn að, til hvers á að spara, hve mikið og á hvað löng­ um tíma. Í kjölfarið geturðu valið sparnaðar­ leiðir sem henta best þínu markmiði. Að greiða niður skuldir er líka sparnaður Niðurgreiðsla skammtímaskulda er ein skyns­ amlegasta leiðin til að spara. Þannig geturðu lækkað verulega vaxtagreiðslur af lánum á borð við yfirdrátt eða greiðslukortaskuldir og sparað umstalsvert fé. Sparnaður ver þig fyrir óvæntum uppákomum Varasjóður getur komið í veg fyrir óvænt útgjöld; viðgerðir og viðhald, ófyrirséð kaup á nýjum heimilistækjum eða annað sem getur sett fjárhag heimilisins úr skorðum. Með því að vera viðbúinn því óvænta kemstu hjá því að greiða vexti af lánum auk þess sem varasjóðurinn safnar vöxtum á meðan hann er óhreyfður. Upphæðin þarf ekki að vera há Það er reginmisskilningur að ekki sé hægt að spara nema þú sért skuldlaus og það séu háar upphæðir afgangs um hver mánaðamót. Reglubundinn sparnaður getur verið af mörgum stærðum og gerðum og lágar upp­ hæðir sem lagðar eru fyrir reglulega geta verið upphafið að traustu eigna safni þegar fram í sækir. Þá er oft hægt að draga úr útgjöldum til að ná fram sparnaðarmark­ miðum og þannig treysta fjárhag heimilisins til lengri tíma. áhætta getur verið í lagi ef þú hefur nægan tíma Sparnaðarleiðir sem bera mikla ávöxtun fela yfirleitt í sér meiri áhættu og sveiflur. Ef þú fjárfestir til langs tíma getur verið í lagi þótt ávöxtunin sveiflist því sveiflurnar jafnast til lengri tíma. Þess vegna er þumalputtareglan sú að velja tryggari ávöxtunarleiðir ef sparað er til skamms tíma, en leyfa meiri áhættu þegar sparað er til lengri tíma. Þú færð hærri vexti með því að binda féð Það eru til fjölmargar gerðir sparnaðarleiða sem henta ólíkum markmiðum. Ef þú hyggst ekki nota sparnaðinn um langan tíma borgar sig að binda féð. Sparireikningar geta verið bundnir allt frá sjö dögum til 60 mánaða og eru í boði bæði verðtryggðir og óverðtryg­ gðir. Skuldbindingunni fylgja hærri vextir sem hækka eftir því sem peningarnir eru bundnir lengur. Það borgar sig að eiga lífeyrissparnað þegar starfsævinni lýkur Þótt þú greiðir í lögbundinn lífeyrissjóð af öllum tekjum verða lífeyrisgreiðslurnar lægri en meðallaunin yfir ævina, og geta lækkað um allt að helming þegar eftirlaunaaldurinn hefst. Þess vegna borgar sig að kynna sér viðbótarlífeyrissparnað til að tryggja áfram­ haldandi lífsgæði þegar starfsævinni lýkur. 2. Viðbótarlífeyrissparnaður tryggir lífsgæði Hvað er viðbótarlífeyrissparnaður? Viðbótarlífeyrissparnaður er sparnaður sem þú leggur inn mánaðarlega til að tryggja lífs­ gæði þegar starfsævinni lýkur. Sparnaðurinn er viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað og er þín eign. Þú ræður hvernig þú ráðstafar hon­ um eftir að þú nærð 60 ára aldri. Viðbótar­ lífeyrissparnaður erfist að fullu. Þegar þú ferð á eftirlaun lækka tekjurnar Allir launþegar greiða í lögbundinn lífeyris­ sparnað. Þegar þú lýkur störfum eru lífeyris­ greiðslur aðeins hluti af þeim meðallaunum sem þú hafðir um ævina, en tekjurnar geta lækkað um allt að helming þegar þú ferð á eftirlaun. Viðbótarlífeyrissparnaður er mjög góð leið til að brúa þetta bil. Það borgar sig að byrja snemma Ávöxtun, vextir og vaxtavextir hafa margföld unaráhrif og hækka hratt eftir því sem árin líða. Fyrsta greiðslan í viðbótarlífeyrissparn­ aðinn er sú dýrmætasta vegna þess að sú greiðsla á eftir að ávaxta sig í áratugi og margfaldast á endanum. Viðbótarlífeyrissparnaður er launahækkun Launin hækka um 2% þegar þú byrjar að spara Þegar þú greiðir 2% af laununum þínum í viðbótarlífeyrissparnað greiðir vinnuveitandi þinn 2% framlag á móti. Launin þín hækka því um 2% um leið og þú byrjar að spara og þitt framlag tvöfaldast. Þannig má segja að þú fáir 100% ávöxtun af framlaginu þínu um leið og þú leggur það inn. Skattalegt hagræði viðbótarlífeyrissparn- aðar Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur né eignaskattur af inneign í viðbótarlífeyrissparn­ aði. Upphæðin fer óskattlögð inn í sparn­ aðinn, en tekjuskattur er greiddur við úttekt og nýta má persónuafslátt við útgreiðslur. Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu og inneign er óaðfararhæf, en þá er ekki hægt að ganga að sparnaðinum við gjaldþrot. Út­ greiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar hafa ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.