Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 95
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 95
1.
Fyrir hverju ætlar þú að spara?
Sparnaður hefur alltaf markmið. Takmarkið
getur verið að eiga fyrir næsta sumarfríi,
kaupa íbúð, eða að byggja upp eignasafn
til framtíðar. Þess vegna borgar sig að setja
niður skýr markmið um reglubundinn sparn að,
til hvers á að spara, hve mikið og á hvað löng
um tíma. Í kjölfarið geturðu valið sparnaðar
leiðir sem henta best þínu markmiði.
Að greiða niður skuldir er líka sparnaður
Niðurgreiðsla skammtímaskulda er ein skyns
amlegasta leiðin til að spara. Þannig geturðu
lækkað verulega vaxtagreiðslur af lánum á
borð við yfirdrátt eða greiðslukortaskuldir og
sparað umstalsvert fé.
Sparnaður ver þig fyrir óvæntum
uppákomum
Varasjóður getur komið í veg fyrir óvænt
útgjöld; viðgerðir og viðhald, ófyrirséð kaup á
nýjum heimilistækjum eða annað sem getur
sett fjárhag heimilisins úr skorðum. Með því
að vera viðbúinn því óvænta kemstu hjá
því að greiða vexti af lánum auk þess sem
varasjóðurinn safnar vöxtum á meðan hann
er óhreyfður.
Upphæðin þarf ekki að vera há
Það er reginmisskilningur að
ekki sé hægt að spara nema
þú sért skuldlaus og það séu
háar upphæðir afgangs um
hver mánaðamót. Reglubundinn
sparnaður getur verið af mörgum
stærðum og gerðum og lágar upp
hæðir sem lagðar eru fyrir reglulega
geta verið upphafið að traustu
eigna safni þegar fram í sækir. Þá
er oft hægt að draga úr útgjöldum
til að ná fram sparnaðarmark
miðum og þannig treysta fjárhag
heimilisins til lengri tíma.
áhætta getur verið í lagi ef þú hefur
nægan tíma
Sparnaðarleiðir sem bera mikla ávöxtun fela
yfirleitt í sér meiri áhættu og sveiflur. Ef þú
fjárfestir til langs tíma getur verið í lagi þótt
ávöxtunin sveiflist því sveiflurnar jafnast til
lengri tíma. Þess vegna er þumalputtareglan
sú að velja tryggari ávöxtunarleiðir ef sparað
er til skamms tíma, en leyfa meiri áhættu
þegar sparað er til lengri tíma.
Þú færð hærri vexti með því að binda féð
Það eru til fjölmargar gerðir sparnaðarleiða
sem henta ólíkum markmiðum. Ef þú hyggst
ekki nota sparnaðinn um langan tíma borgar
sig að binda féð. Sparireikningar geta verið
bundnir allt frá sjö dögum til 60 mánaða og
eru í boði bæði verðtryggðir og óverðtryg
gðir. Skuldbindingunni fylgja hærri vextir sem
hækka eftir því sem peningarnir eru bundnir
lengur.
Það borgar sig að eiga lífeyrissparnað
þegar starfsævinni lýkur
Þótt þú greiðir í lögbundinn lífeyrissjóð af
öllum tekjum verða lífeyrisgreiðslurnar lægri
en meðallaunin yfir ævina, og geta lækkað
um allt að helming þegar eftirlaunaaldurinn
hefst. Þess vegna borgar sig að kynna sér
viðbótarlífeyrissparnað til að tryggja áfram
haldandi lífsgæði þegar starfsævinni lýkur.
2.
Viðbótarlífeyrissparnaður
tryggir lífsgæði
Hvað er viðbótarlífeyrissparnaður?
Viðbótarlífeyrissparnaður er sparnaður sem
þú leggur inn mánaðarlega til að tryggja lífs
gæði þegar starfsævinni lýkur. Sparnaðurinn
er viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað og er
þín eign. Þú ræður hvernig þú ráðstafar hon
um eftir að þú nærð 60 ára aldri. Viðbótar
lífeyrissparnaður erfist að fullu.
Þegar þú ferð á eftirlaun lækka tekjurnar
Allir launþegar greiða í lögbundinn lífeyris
sparnað. Þegar þú lýkur störfum eru lífeyris
greiðslur aðeins hluti af þeim meðallaunum
sem þú hafðir um ævina, en tekjurnar geta
lækkað um allt að helming þegar þú ferð á
eftirlaun. Viðbótarlífeyrissparnaður er mjög
góð leið til að brúa þetta bil.
Það borgar sig að byrja snemma
Ávöxtun, vextir og vaxtavextir
hafa margföld unaráhrif og hækka
hratt eftir því sem árin líða. Fyrsta
greiðslan í viðbótarlífeyrissparn
aðinn er sú dýrmætasta vegna
þess að sú greiðsla á eftir að
ávaxta sig í áratugi og margfaldast
á endanum.
Viðbótarlífeyrissparnaður er
launahækkun
Launin hækka um 2% þegar þú byrjar að
spara
Þegar þú greiðir 2% af laununum þínum í
viðbótarlífeyrissparnað greiðir vinnuveitandi
þinn 2% framlag á móti. Launin þín hækka
því um 2% um leið og þú byrjar að spara og
þitt framlag tvöfaldast. Þannig má segja að
þú fáir 100% ávöxtun af framlaginu þínu um
leið og þú leggur það inn.
Skattalegt hagræði viðbótarlífeyrissparn-
aðar
Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur né
eignaskattur af inneign í viðbótarlífeyrissparn
aði. Upphæðin fer óskattlögð inn í sparn
aðinn, en tekjuskattur er greiddur við úttekt
og nýta má persónuafslátt við útgreiðslur.
Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu og
inneign er óaðfararhæf, en þá er ekki hægt
að ganga að sparnaðinum við gjaldþrot. Út
greiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar hafa ekki