Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 96
96 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
áhrif á greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins
(þ.e. vegna ellilífeyris, örorkulífeyris eða
tekju tryggingar) eða greiðslur frá Atvinnu
leysistryggingasjóði.
Upphæðin margfaldast um leið
Vegna þess að framlagið þitt er
dregið frá áður en tekjuskattur er
reiknaður lækka útborguð laun
aðeins um hluta af því sem leggst
við sparnaðinn. Þegar mótframlag
vinnuveitanda bætist við getur
upphæðin sem leggst inn á sparn
aðarreikninginn verið margföld sú
upphæð sem þú leggur til.
3.
Viðbótarlífeyrissparnaður til
lækkunar húsnæðislána:
Aðgerðir stjórnvalda
Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem koma til
framkvæmda á þessu ári og gera fólki kleift
að nýta viðbótarlífeyrissparnað til lækkunar á
höfuðstól íbúðalána. Að öllu óbreyttu verður
að ætla að þessi aðgerð gagnist flestum sem
skulda af húsnæði. Mælt er með því að fólk
kynni sér skuldaúrræði stjórnvalda vel þegar
þau hafa verið útfærð. Er stefnt að því að
tillögur ríkisstjórnarinnar komi til framkvæmda
á miðju þessu ári. Enn á eftir að útfæra þær
betur og samþykkja lagafrumvörp þeim
tengd á Alþingi.
lánsfjárhæð lánstími Fjöldi ára sem eftir er Vextir
Mánaðarleg auka-
innborgun í þrjú ár
Vaxtasparnaður
20.000.000 kr. 40 ár 35 ár 4,15% 42.000 kr. 3.939.928 kr.
20.000.000 kr. 25 ár 20 ár 5,10% 42.000 kr. 2.131.015 kr.
Áhrif aukainnborgunar á lán
Tillaga ríkisstjórnarinnar um
viðbótarlífeyrissparnað:
Skattleysi takmarkast við
500 þús. kr. á ári á heimili
Tillaga ríkisstjórnarinnar um viðbótar lífeyrissparnað
• Skattfrjáls viðbótarlífeyrissparnaður nýttur til innborgunar á lán. Þeim sem skulda hús
næðislán verður heimilt að nýta greiðslur sem annars rynnu inn í viðbótarlífeyrissparn
að (viðbótarsparnað, séreignarsparnað) hjá líf eyrissjóðum, bönkum eða öðrum
vörsluaðil um til þess að greiða inn á húsnæðislán.
• Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum er gert ráð fyrir að 6% iðgjaldi (4% iðgjald launþega
og 2% mótframlag launagreiðanda) verði ráðstafað inn á höfuðstól viðkomandi láns.
(Ath. iðgjald launþega er að hámarki 2% í dag, en frádráttur í skattalögum var lækk
aður tímabundið úr 4% í 2% frá árinu 2012. Frádráttarbært iðgjald launþega hækkar
aftur í 4% frá og með 1. júlí 2014.)
• Þeir sem eru ekki að greiða inn í viðbótarsparnað geta nýtt sér úrræðið með því að
stofna samning um viðbótarsparnað.
• Skattleysi takmarkast við 500 þúsund kr. á ári fyrir hvert heimili. Hjón geta þannig t.d.
greitt 250 þúsund hvort (eða 100 og 400) en einstaklingur sem býr einn 500 þúsund.
Úræðið gildi í þrjú ár.
• Aðgerðin takmarkast við þá sem skulduðu húsnæðislán fyrir 1. desember 2013.
• Sá hópur sem hefur þegar fengið niðurfell ingu skulda getur nýtt sér þessa leið, þann
ig gagnast aðgerðin sem flestum.
• Í skýrslu sérfræðingahópsins kemur fram að mögulegt sé að yfirfæra hugmyndina
um ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar yfir á þann hóp sem ekki á íbúðarhúsnæði,
t.d. með því að þeir sem það kysu fengju vörsluaðilum viðbótarsparnaðar það til
ávöxtunar en hefðu síðan heimild til að taka það sem safnast hefði á 35 árum út án
skattlagn ingar til að greiða útborgun í íbúðarhúsnæði. Sérfræðingahópurinn leggur til
að nefnd um framtíðarskipan húsnæðismála skoði nánari útfærslu á hugmyndinni. Stefnt
er að því að þetta komi til framkvæmda um mitt ár 2014. Gert er ráð fyrir að greiðslur
fari í gegnum vörsluaðila viðbótarlíf eyrissparnaðar, þ.e. m.a. lífeyrissjóði og banka.
fjÁrMÁl