Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 104

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 104
104 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 SEX FLUGLEGGIR MILLI ÁFANGASTAÐA INNANLANDS is le ns ka /s ia .is F LU 6 78 42 0 2’ 14 Flugfélag Íslands mælir með Flugfrelsi ef þú átt oft erindi út á land eða til borgarinnar. Nýttu þér frelsið til að fljúga innanlands á hagstæðari kjörum. FLUGFELAG.IS SEX FYRIR 68.100 Ekkert breytingarg jald Ekkert afbókunarg jald Takmarkað sætaframboð Hvert Flugfrelsi gildir fyrir einn farþega Bókanlegt í síma 570 3030 Útflutningsrisarnir Marel og Össur komust í gegnum efna hags ­ þrengingar Íslands í framhaldi af hruninu árið 2008og má jafnvel segja að rekstrar ­ grund völlur fyrirtækjanna hafi styrkst vegna efnahagslegu hamfaranna, öfugsnúið sem það má virðast. Ástæðan er að stór hluti af hagnaði fyrirtækjanna myndast á erlendri grundu í erlendri mynt. Hagnaður frá þeirri veltu í erlendri mynter umreiknaður í krónur. Eftir að íslenska krónan veiktist árið 2008, eftir margra ára styrkingu, varð hagnaður sem skapaðist á erlendri grundu verðmeiri. Rekstur Marels gekk þó ekki nægjanlega vel á árinu 2013. Tekjur félagsins lækkuðu fyrstu níu mánuði ársins samanborið við ár­ inu 2012 og hagnaður dróst töluvert saman. Framlegð félagsins hefur síðustu ár verið að dragast saman og hefur það komið fram í gengi hlutabréfa félagsins. Þessi þróun hefur endurspeglast í gengi hlutabréfa félagsins undanfarið og er hér sýnt hvernig hún hefur verið árin 2012 og 2013. Eins og sést á myndinni hefur ávöxtun hluta bréfa félagsins verið, ólíkt flestum öðrum skráðum hlutafélögum á íslenskum markaði, slök. Í framhaldi af tilkynningu uppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung 2013 lækkaði gengi hlutabréfa þess í lægstu slóðir síðastliðin tvö ár. Í upphafi nóvembermánaðar tilkynnti félagið svo að stjórn þess hefði ráðið Árna Odd Þórðarson sem forstjóra, en hann hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2005 og lengst af sem stjórnarformaður. Forvitnilegt verður að sjá hvort Árni Oddur nær að bæta rekstur félagsins en hlutabréf þess hækkuðu í framhaldi af ráðningu hans, sem gefur vís ­ bendingu um að fjárfestar vænti betri af komu undir hans stjórn. Rekstur Össurar hefur verið tiltölulega stöð ­ ugur undanfarin ár og hefur gengi hlutabréfa félagsins endurspeglað væntingar sem hafa sveiflast með óreglubundnum hætti. Gengi hlutabréfa félagsins tók töluverða dýfu haust ið 2013 þegar óvissa ríkti um skráningu félags ins í Kauphöll Íslands. Afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi síðasta árs var hins vegar töluvert betri en væntingar flestra og hækk aði gengi bréfa þess töluvert í framhaldi af uppgjörinu. Er markaðsvirði Össurar nú hærra en það hefur nokkru sinni verið og fyrstu vikur ársins 2014 gefa til kynna að sú hrina hækkana sé ekki búin að renna sitt skeið. Hlutabréf Marels og Össurar eru tiltölulega hátt metin miðað við núverandi hagnað. Má áætla að almennt sé gert ráð fyrir að tekjur þessara fyrirtækja eigi eftir að aukast meira og hraðar en hjá flestum öðrum skráðum fé lögum. Í tilfelli Marels má gera ráð fyrir að væntingar séu að einhverju leyti í gengi hlutabréfa félagsins,að það nái á nýjan leik ekki einungis sömu afkomu og hún var fyrir nokkrum árum heldur gott betur. Væntingar um vöxt Össurar eru ekki jafnmiklar en að ­ haldsaðgerðir samhliða aukinni sölu veita fjár festum í dag von um að afkoma félagsins haldi áfram að batna næstu misseri. Eldri frumútboð Það félag sem hækkaði næstmest á árinu 2013 í Kauphöllinni var smásölurisi Íslands, Hagar. Virði félagsins hækkaði strax eftir frumútboð þess þegar það var skráð í Kaup ­ höllina og hækkuðu hlutabréf þess auk þess um 39% árið 2012. Félagið er með þá yfirlýstu stefnu að halda arðgreiðslum í hófi og leggur þess í stað meiri áherslu á að greiða niður skuldir þess. Það hefur orðið til þess að fjármagnskostnaður félagsins er stöðugt að minnka að því marki að félagið mun með sama áframhaldi vera með fjármagnstekjur en ekki fjármagnsgjöld eftir nokkur ár. Hag ræðingaraðgerðir félagsins virðast hafa heppnast vel og er það til að mynda að vinna í því að nýta fermetra verslana sinna enn betur. Reksturinn gekk árið 2013 það vel að félagið þurfti í tvígang að senda út já kvæða afkomuviðvörun áður en endanleg árs hlutauppgjör voru birt, því reksturinn var töluvert umfram yfirlýstar væntingar. Fjár festar voru í raun stöðugt að uppfæra mat sitt á virði félagsins í takti við stöðugt betri framtíðarhorfur í rekstri þess og hækkuðu hlutabréf félagsins jafnt og þétt allt árið um 69%. Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa Haga hafi hækkað mikið árin 2012 og 2013 eru þau þó ekki hátt verðlögð miðað við hagnað þess. Það á eftir að koma í ljós hvort aukning hagnaðar sé varanleg og einnig hvort vöxtur hagnaðar haldist á næstu árum. Verðlagning bréfanna gefur ekki slíkt til kynna enda takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Auk þess gæti aukin sam­ keppni farið að eiga sér stað ef efnahagsbati landsins verður varanlegur næstu árin. Fasteignafélagið Reginn hefur veitt eigendum sínum afar góða ávöxtun síðan frumútboð þess fór fram um mitt sumar 2012. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 36% það árið og önnur 41% árið 2013. Hlutabréf félagsins eru hátt metin sé miðað út frá innra virði félagsins. Slíkt virði getur þó verið erfitt að meta en óljóst mat á fasteignum þess veldur því að allar skekkjur, smávægilegar sem þær virðast vera, hafa mikil áhrif á skráð innra virði félagsins. Sé til dæmis verðmæti fasteigna í safni félagsins varlega áætlað er eigið fé þess vanmetið. Sé einungis litið til hagnaðartalna er félagið ekki hátt metið. Því er það rekstur félagsins sem hefur til lengri tíma áhrif á virði hlutabréfa þess. Með aukinni eftirspurn á fasteignum samhliða fólks fjölgun og takmörkuðum fjárfestingum í stórum fasteignum (eftir offjárfestingu áranna fyrir hrun) hefur Reginn góða möguleika á að auka arðsemi sína næstu misseri. Erfitt er þó að spá hversu mikil aukning á arðsemi er nú þegar verðlögð í gengi bréfa félagsins. fjÁrMÁl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.