Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 106

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 106
106 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Rekstur Eimskips árið 2013 gekk tiltölulega illa. Gerði það að verkum að gengi félagsins var tiltölulega stefnulaust þó að það hafi í lokin hækkað á milli ára. Misvægi á innflutn ­ ingi og útflutningi olli félaginu erfiðleikum. Fjárfestar virðast þó gera ráð fyrir að um tíma bundna erfiðleika í rekstri sé að ræða. Gengi hlutabréfa Eimskips fór niður í rúm ­ ar 220 krónur í kjölfar uppgjör þess á þriðja ársfjórðungi. Síðustu vikur ársins hækk aði gengi hlutabréfanna þó um tæp 20%. Skýr ­ ingin er hugsanlega sú að síðustu mánuði ársins styrktist íslenska krónan. Slíkt hefur í dag jákvæð áhrif á rekstur félagsins því að styrking krónunnar eykur kaupgleði land ans, enda ættu aðfluttar vörur að lækka í verði. Væntingar um aukinn innflutning vegna áhrifa af endurgreiðslu verðtryggðra lána, sem ríkisstjórnin hefur boðað að hefjist sumarið 2014, gætu einnig aukið innflutning. Slíkt drægi úr misvægi á inn­ og útflutningi sem hefur leikið rekstur Eimskips grátt undanfarin misseri. Hverfi það misvægi ykist hagnaður félagsins sem ætti að endurspeglast í gengi hlutabréfa þess. Hlutabréf í Fjarskiptum (betur þekkt sem Voda fone) og Marel voru einu bréfin sem skráð voru í Kauphöllinni sem veittu nei ­ kvæða ávöxtun árið 2012. Versta ávöxtunin var hjá Fjarskiptum, sem lækkuðu um rúm 16% á milli ára. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að stór ástæða þess er leki sem átti sér stað í gagnagrunni fyrirtækisins. Útboðs ­ gengi félagsins var 31,5 krónur í desember 2012 og hækkaði gengi þess raunar í rúmlega 35 krónur í apríl árið 2012. Miðað við óbreyttan hagnað voru hlutabréf félagsins verð lögð nokkuð hátt. Það er kaldhæðni að lækkunin skuli hafa átt sér stað í lok ársins því einungis nokkrum vikum áður hafði fyrir tækið birt afar gott árshlutauppgjör, sem hefði að ósekju mátt koma í kjölfar jákvæðra afkomuviðvarana eins og stjórn Haga gerði í tvígang á árinu. Þriðji ársfjórðungur Fjarskipta var sá besti í sögu fyrirtækisins eftir að það var skráð á markað. Það er sérstaklega eftir tektarvert að nú, þegar viðhald loftneta líður undir lok og útsendingar sjónvarps verða einungis í gegnum tæknilausnir fjar ­ skiptafyrirtækja með tilheyrandi áskriftum og myndleigum, er hugsanlegt að hagnaður Fjarskipta aukist mikið næstu mánuði. Veitti síðasta árshlutauppgjör vísbendingu um að slík þróun væri að eiga sér stað hjá félaginu. Afkoma Fjarskipta ræðst mikið af velgengni í gegnum sjónvarpsþjónustu og frekari hag ræðingu í rekstri, til dæmis samstarf við önnur fjarskiptafyrirtæki, en Fjarskipti til ­ kynntu í nóvember að félagið hygðist stofna nýtt rekstrarfélag í samstarfi við Nova um far símadreifikerfi til að lækka kostnað beggja félaga. Versta ávöxtunin var hjá Fjar ­ skiptum, sem lækkuðu um rúm 16% á milli ára. Það þarf ekki að hafa mörg orð um að stór ástæða þess er leki sem átti sér stað í gagnagrunni fyrirtækisins. Hástökkvarinn Samhliða fjölgun ferðamanna til Íslands hef ­ ur hagur Icelandair vænkast. Ávöxtun sem fékkst á hlutabréf félagsins var dágóð fyrstu tvö ár þessa áratugar, það er árin 2010 og 2011. Árið 2012 hækkaði gengi hlutabréfanna hins vegar um 62% og 121% árið 2013. Önnur leið til að líta á þessa ávöxtun er að 100 krónur sem voru fjárfestar í félaginu í ársbyrjun 2012 voru orðnar að 355 krónum í árslok 2013. Gengi hlutabréfanna er ekki hátt miðað við núverandi hagnað en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að gengi flug félaga getur breyst með undraverðum hraða. Slíkar breytingar eru þó oftast tengdar efna hagsleg ­ um áhrifum út um allan heim en ekki aðstæð ­ um sem nú ríkja á Íslandi, en sumir hafa reyndar orðið áhyggjur af því að landið sjálft þoli ekki allan þennan ágang ferða manna um náttúru þess. Gengi flugfélaga hefur alltaf verið sveiflu ­ kennt. Því má búast við áframhaldandi sveiflum í gengi hlutabréfa Icelandair. Það þýðir ekki nauðsynlega að það muni falla næstu mánuði. Raunar gæti minni vöxtur haft jákvæð áhrif á rekstur félagsins en of hraður vöxtur kemur stundum niður á rekstri félaga sem þurfa að aðlagast breyttum (jákvæðum) skilyrðum hratt, sem kemur niður á aðhaldi rekstrar. Gengi flugfélaga hefur alltaf verið sveiflu kennt. Því má búast við áframhaldandi sveiflum í gengi hlutabréfa Icelandair. Þau eru á leiðinni í Kauphöllina árið 2014 Nokkur félög eru á leið í skráningu í Kauphöllina og má í því sam bandi nefna fasteignafélagið Reiti, trygg ­ ingarfélagið Sjóvá og fjarskipta félagið Skipti. Ávöxtun hlutabréfa verður tæpast jafn góð næstu ár og hún hefur verið undan far in ár. Verðmat sumra hlutabréfa er í hærri kantinum og hugsanlega þyrfti að taka meira tillit til áhættu í verðmötum þeirra. Umræða um bólu á hins vegar ekki við á íslenskum hlutabréfamarkaði. Valdi afkoma skráðra fyrirtækja í Kaup höllinni vonbrigðum árið 2014 lækkar gengi hluta ­ bréfa íslenskra félaga. Ef afkoman verður í takt við væntingar, sem gera al mennt ekki ráð fyrir innistæðu lausum vexti hagnaðar, má gera ráð fyrir áfram haldandi viðunandi ávöxtun íslenskra hlutabréfa. fjÁrMÁl 800 900 1000 1100 1200 1300 Íslenska OMXI6 hlutabréfavísitalan árin 2012 og 2013 800 900 1000 1100 1200 1300 Íslenska OMXI6 hlutabréfavísitalan árin 2012 og 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.