Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 107

Frjáls verslun - 01.01.2014, Qupperneq 107
Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður og framkvæmdastjóri Sam taka fjárfesta, segir að 20% fjármagnstekjuskattur sem og auð legðarskattur síðustu ára hafi dregið úr sparn­ aði og bankainn stæður einstaklinga í bankakerfinu hafi minnkað ár frá ári. Þ að kemur sífellt betur í ljós, sem alltaf hefur verið haldið fram, að fjármagnstekju skatt­ urinn og auð legðar skatturinn, en hann verður lagður á í síðasta sinn í sumar, hafa dregið úr sparnaði,“ segir Vilhjálmur Bjarna son, alþingismaður og fram kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Bankainnstæður ein ­ stakl inga hafa dregist saman, hvort heldur mælt á hlaupandi eða föstu verðlagi.“ Vilhjálmur segir að bankainn ­ stæður hafi aukist verulega í lok ársins þegar fé var fært af m.a. peningamarkaðssjóðum yfir á hefðbundna bankareikninga, sem og þegar einhverjir náðu að selja hlutabréf í tíma og koma fénu í skjól innan bankanna. „Eina brjóst vörn sparifjáreigandans í bankakerfinu var lengi vel verð ­ tryggð innlán,“ segir Vilhjálmur. Núverandi ríkisstjórn ákvað síðastliðið haust að framlengja ekki auðlegðarskattinn og verð ur skatturinn því lagður á í síðasta sinn á komandi sumri. „Þessi skattur hefur frá byrjun verið mjög umdeildur og þótt ósanngjarn. Það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem kom auðlegðarskattinum á árið 2010 og var lagt upp með að um tímabundinn skatt yrði að ræða til fjögurra ára. Engu að síður undraðist ég hve margir gagnrýndu það hart þegar þessi tímabundni skattur vinstri stjórn ­ arinnar var ekki fram lengd ur – og hrópuðu eftir það að hann yrði áfram.“ Vilhjálmur segir að fjármála kerfið sé hluti af innviðum sér hvers samfélags. Miðlun fjár ­ magns frá lánveitendum til lán ­ taka með skilvirkum hætti sé einn af grundvallarþáttum kerfisins. „Lánveitendur, þ.e. sparifjár­ eigendur, vilja ávaxta fé sitt í skamman tíma eða lengur og vilja að sjálfsögðu fá gjald fyrir það. Þetta gjald heitir vextir.“ Að sögn Vilhjálms grundvallast vextir á nokkrum þáttum og sé þessa helst að nefna: • Raunvexti vegna seinkunar á neyslu og hamingju. • Verðbólguálag til að standa jafnt að vígi vegna óvissu um verðlagsþróun. • Áhættuálag vegna útlánataps. • Álag vegna óþæginda af bindingu. • Álag vegna skattlagningar á vaxtatekjur og eignarskatts, eins og „auðlegðarskatts“. Vilhjálmur segir ennfremur að það hafi verið óheillaskref hjá síðustu ríkisstjórn að tvöfalda fjármagnstekjuskattinn og hækka hann í skrefum úr 10% í 20%. Hann segir að hækkunin hafi verið í nokkrum skrefum. fjármagnstekjuskattur Skattlagning fjáreignatekna einstaklinga utan rekstrar hefur þróast sem hér segir: • 10% af fjáreignatekjum; til 30. júní 2009 • 15% af fjáreignatekjum; frá 1. júlí 2009 til 31. des. 2009 • 18% af fjáreignatekjum; frá 1. jan. 2010 til 31. des. 2010 • 20% af fjáreignatekjum; frá 1. jan. 2011 – Eignarskattur var afnuminn hér á landi um 2000 en það voru síðustu leifar af tíund frá 1097. Tíund var í raun 1% eignar skattur. Auðlegðarskattur „Auðlegðarskattur“ hefur þróast sem hér segir: • Á eignir í árslok 2009 – 1,25% af auðlegðar skatts ­ stofni einstaklings yfir kr. 90.000.000 og hjóna yfir kr. 120.000.000. • Á eignir í árslok 2010 – 1,5% af auðlegðarskattsstofni ein ­ staklings yfir kr. 75.000.000 og hjóna yfir kr. 100.000.000. • Á eignir í árslok 2011, 2012 og 2013 – • 1,5% af auðlegðarskatts ­ stofni einstaklings yfir kr. 75.000.000 að kr. 150.000.000 og hjóna yfir kr. 100.000.000 að kr. 200.000.000. • 2% af því sem umfram er kr. 150.000.000 hjá einstaklingi og kr. 200.000.000 af sam ­ eiginlegum auðlegðar skatts ­ stofni hjóna. „Hin stóra spurning varðandi „auðlegðarskatt“ er hvenær skatt lagning verður eignarnám. Þegar skattlagning er orðin meiri en 100% af tekjum er hægt að tala um eignarnám,“ segir Vilhjálmur. „Til viðbótar við skattlagningu sem hér er lýst bættist við 0,376% skattur á skuldir fjármála fyrir ­ tækja um síðustu áramót. Bankar innheimta þennan skatt en það eru viðskiptavinir bankanna sem greiða hann. Þetta er auk inn kostnaður fyrir bankana sem lendir annaðhvort á lántak end ­ um eða lánveitendum; spari ­ fjáreigendum, – en líklegast á báðum þessum hópum.“ Þegar fjármagnstekjuskattur var lagður á árið 1995 var skatt ­ hlutfallið ákveðið 10% vegna þess augljósa vandamáls að það var ekki hægt að aðskilja raunvexti og verðbólguálag. Í lítilli verðbólgu verður skatt ­ lagning mjög nærri skatthlutfalli af launatekjum. Svona skattlagning á sparifé, sem ég hef lýst hér, ber það með sér að sparifjáreign einstaklinga sé efnahagsvandamál sem sporna þurfi gegn. Svo er augljóslega ekki. Skattlagningin er að mínu mati rányrkja og eignarnám.“ Skatturinn vegur að sparnaði Sparifé einstaklinga rýrnar af skattlagningu: TexTi: jón G. HauKsson / Mynd: Geir ólafsson o.fl. Raunv extir 2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16% 18% 20% 1% 59,22% 96,92% 133,21% 168,15% 201,82% 234,29% 265,61% 295,86% 325,08% 353,33% 2% 39,61% 58,46% 76,60% 94,07% 110,91% 127,14% 142,81% 157,93% 172,54% 186,67% 3% 33,07% 45,64% 57,74% 69,38% 80,61% 91,43% 101,87% 111,95% 121,69% 131,11% 4% 29,80% 39,23% 48,30% 57,04% 65,45% 73,57% 81,40% 88,97% 96,27% 103,33% 5% 27,84% 35,38% 42,64% 49,63% 56,36% 62,86% 69,12% 75,17% 81,02% 86,67% 6% 26,54% 32,82% 38,87% 44,69% 50,30% 55,71% 60,94% 65,98% 70,85% 75,56% 7% 25,60% 30,99% 36,17% 41,16% 45,97% 50,61% 55,09% 59,41% 63,58% 67,62% 8% 24,90% 29,62% 34,15% 38,52% 42,73% 46,79% 50,70% 54,48% 58,14% 61,67% 9% 24,36% 28,55% 32,58% 36,46% 40,20% 43,81% 47,29% 50,65% 53,90% 57,04% 10% 23,92% 27,69% 31,32% 34,81% 38,18% 41,43% 44,56% 47,59% 50,51% 53,33% Verðbólga Skatthlutfall fjáreignatekna miðað við mismunandi raunvexti og verðbólgu og 20% fjáreignatekjuskattSkatthlutfall fjáreignatekna miðað við mismunandi raunvexti og verðbólgu og 20% fjáreignatekjuskatt. raunvextir Rauði liturinn táknar hreina eignaupptöku. Vilhjálmur Bjarnason, alþingis­ maður og framkvæmdastjóri Sam taka fjárfesta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.