Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 109

Frjáls verslun - 01.01.2014, Side 109
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 109 3. Er hægt að sjá í stefnu ríkisstjórnarinnar hug myndir um leiðir út úr gjaldeyris ­ höftunum? Fullsnemmt er að dæma verk ríkisstjórnarinnar í þessum efn ­ um. Nauðsynlegt er að endur ­ skoða núverandi áætlun um los un gjaldeyrishafta. Stjórn völd vinna að nýrri áætlun og ég bind vonir við að hún verði mark viss ­ ari en sú sem fylgt hefur verið hingað til. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur: Krónuhafar kasti krónunum 1. Erlendar krónueignir, upp gjör þrotabúa bankanna, verðtrygging, gjaldeyrishöft. Þetta er eins og óleysanlegur hnútur. Hvernig er hægt að höggva á hann? Þessir þættir hanga saman enda fara höftin ekki fyrr en búin hafa verið gerð upp. Ábyrgðarhluti væri að aflétta þeim að óbreyttri verðtryggingu. Kannski er spurn ­ ingin ekki um að höggva á hnút heldur fremur að standa þannig að málum að kröfuhafar sjái hagsmuni í að skiljast sem fyrst við umtalsverðan hluta um ­ ræddra eigna og bjarga þannig því sem eftir stæði. 2. Hvað myndi gerast ef höftin væri afnumin fyrirvaralaust á morgun? Virðist ekki þurfa mikla spámenn til að sjá hættu á að við slíkar aðstæður félli gengi krónunnar með þekktum afleiðingum fyrir verðbólgu og þætti sem hún verkar á. 3. Er hægt að sjá í stefnu ríkis­ stjórnarinnar hug myndir um leiðir út úr gjaldeyris höfun um? Já, ekki verður annað ráðið af orðum forystumanna ríkis ­ stjórn arinnar við ýmis tækifæri en þeir vilji móta hvata til að ljúka uppgjörum búa hinna föllnu banka og skapa á þann veg skilyrði fyrir því að aflétta höftunum. Sem dæmi má nefna yfirlýsingar um að full trúar ríkis valds setjist ekki að samn ­ ingaborði með kröfu höf um og ráðagerðir um að tak marka þann tíma sem bú föllnu bankanna geta verið í slita ferli áður en kemur til nauða samninga eða gjaldþrots. Ásgeir Jónsson hagfræðingur: Seðlabankinn eyði króunum 1. Erlendar krónueignir, upp ­ gjör þrotabúa bankanna, verð ­ trygging, gjaldeyrishöft. Þetta er eins og óleysanlegur hnútur. Hvernig er hægt að höggva á hann? Þetta eru þrjú ólík mál með þrjár ólíkar lausnir. Uppgjör þrotabúana: kröfuhafar skili krónunum sínum til eyðing ar í Seðlabankanum með samningum. Verðtrygging: Hún verður til staðar svo lengi sem íslenska krónan er til staðar. Vandinn snýr að verðbólgunni en ekki lána ­ forminu nema að litlu leyti Gjaldeyrishöft: Verður að eins leyst með þverpólitísku átaki þar sem þjóðin þarf að vera tilbúin til þess að taka á sig skamm ­ tímaskell fyrir lang tímaábata. 2. Hvað myndi gerast ef höftin væri afnumin fyrirvaralaust á morgun? Gengi krónunnar myndi falla verulega og vextir skuldabréfa hækka. 3. Er hægt að sjá í stefnu ríkis stjórnarinnar hug myndir um leiðir út úr gjaldeyris ­ höftunum? Nei. gylfi magnússon hagfræðingur: Störukeppni ekki lausnin 1. Erlendar krónueignir, upp gjör þrotabúa bankanna, verðtrygging, gjaldeyrishöft. Þetta er eins og óleysanlegur hnútur. Hvernig er hægt að höggva á hann? Það er hægt að losna við gjald ­ eyrishöftin að mestu á stuttum tíma. Snjóhengjurnar eru þrjár og það er hægt að taka á þeim með 1) skynsamlegum samningum um uppgjör föllnu bankanna, þannig að krónueignir þeirra geti ekki streymt úr landi yfir gjald eyrismarkaðinn nema á mjög löngum tíma, um leið þarf að endurfjármagna nýja Lands ­ bankann að hluta, og 2) aðrar krónueignir erlendra aðila verði settar til hliðar og einnig hleypt úr landi á löngum tíma, og 3) innlendum aðilum hleypt með fé úr landi í nokkrum skrefum. Það má hugsa sér ýmsar útfærslur á þessu en vandinn er engan veginn óleysanlegur. Förum þó vart aftur í algjörlega frjálsa fjármagnsflutninga, a.m.k. ekki með krónuna sem gjaldmiðil. Verðtryggingin er einkum pólitískt vandamál, aðalvandinn er hin óstöðuga króna og sá vandi er óleystur. 2. Hvað myndi gerast ef höftin væri afnumin fyrirvaralaust á morgun? Það myndu verða verulegar sveiflur á gengi krónunnar í ein ­ hvern tíma, síðan myndi geng ið ná einhvers konar jafn vægi aftur, þó mjög óstöðugu. Hætt við miklum sveiflum í verð lagi og kaupmætti á með an og bæði heimili og fyrirtæki gætu lent í verulegum vand ræð um, m.a. vegna lána. Einhver atvinnu ­ starf semi myndi fara í þrot sem myndi auka atvinnuleysi um skeið. Önnur koll steypa sem þessi myndi ekki auka líkurnar á að fjárfestar fengju áhuga á Íslandi á næstu árum. 3. Er hægt að sjá í stefnu ríkisstjórnarinnar hug myndir um leiðir út úr gjaldeyris ­ höftunum? Sú stefna hefur a.m.k. ekki verið birt opinberlega. Störukeppni er ekki lausnin en væntanlega og vonandi hafa menn betri hugmyndir en það. ólafur Ísleifsson. Ásgeir Jónsson. Gylfi Magnússon. Verðtryggingin er eink ­ um pólitískt vandamál, aðal vandinn er hin óstöð uga króna og sá vandi er óleystur. 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.