Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 112

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 112
112 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 skemmti leg. Það var í eigu er­ lendra aðila sem höfðu stofnað síma fyrirtæki á fleiri mörkuðum og sendu hingað til lands hóp manna sem þjálfaði okkur upp. Það var síðan mjög spennandi að fá aftur tækifæri til að byggja fyrirtæki upp frá grunni árið 2006 þegar við hófum undirbún inginn að Nova. Tækniframfarirnar hafa síðan orðið svo miklar að núna þjóna 140 starfsmenn okkar yfir 100 þúsund viðskiptavin um. Það hefði ekki verið hægt áður fyrr – það hefði þurft a.m.k. 250 starfsmenn! Hraðinn á þess ­ um markaði er meiri í dag en nokkru sinni fyrr og nú þegar flestir eru komnir með snjall­ síma og farsímakerfin eru orðin háhraða netkerfi er allt hægt. Að mörgu leyti er það aðeins hug myndaflugið sem takmarkar okkur,“ segir Liv. Í stjórn ólíkra félaga Í fyrra fór Liv í stjórnunarnám í IESE Business School í Barce­ lona og hætti í stjórn Telio eftir þriggja ára stjórnarsetu. Hún er stjórnarformaður WOW air og í stjórn CCP og 66°Norður. Þetta virðist ærið nóg fyrir konu með stóra fjölskyldu. Streitan er þó langt frá því að ná fyrri stigum segir Liv. „Ég hef alltaf unnið mjög mikið og þekki ekki annað. Í dag finnst mér ég hafa meiri tíma en þegar maður var nýkominn úr námi, hóf sambúð, keypti fyrstu íbúðina, börnin fæddust, heimilið stækkaði og maður var að koma sér fyrir á vinnumarkaðnum. Þetta var alveg rosalegt prógramm fyrir tíu árum en í dag er álagið ekk­ ert í líkingu við það,“ segir hún brosandi. „Fyrstu þrjú árin með Nova var auðvitað brjáluð vinna hjá okkur öllum í fyrirtækinu en í dag hef ég reynt stjórnenda­ teymi með mér svo þetta gengur vel upp, bæði í vinnunni og hjá mér sjálfri. Stjórnarseta í ólíkum fyrir tækjum er síðan tækifæri fyrir mig til að miðla reynslu en ekki síst til að halda áfram að læra nýja hluti.“ FERILLINN Liv, sem fæddist árið 1969, er stúdent frá Menntaskól- anum í Kópavogi og lauk viðskiptafræði frá HÍ 1995. á námsárunum vann hún fjölbreytt störf. Sumarvinn- an var til dæmis í hvalnum í Hvalfirði, á sjúkrahúsinu á Siglufirði og í Tyrklandi. Hún var au pair bæði í dan- mörku og Bandaríkjunum og vann hjá Citibank í Lond- on í eitt ár að loknu námi. Liv vann einnig hjá Slátur- félagi Suðurlands, Tali og tók þátt í sameiningu Tals og Íslandssíma og starfaði í framhaldinu sem fram- kvæmdastjóri hjá og Voda- fone. Liv var framkvæmda- stjóri símafyrirtækisins Sko og hefur verið forstjóri Nova frá árinu 2006. „Ég man að það truflaði mig mikið að sérstaklega væri auglýst eftir kvenkyns stjórnar­ manni.“ Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, vildi í upphafi vinna sem lyfjafræðingur á rannsókn ar stofu. Hún fékk ekki starfið, varð stjórn andi og að lokum forstjóri. „Ég legg áherslu á að vinna með fólki sem ég treysti og sem treystir mér. Ég hlusta á fólk og þegar það hefur sagt sína skoðun og rökstutt hana á ég oftast auðvelt með að taka ákvörðun,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, sem hefur verið í stjórnunarstöðum í lyfja ­ iðnaði í þrjátíu ár. Hún segir að hún hafi þó í upphafi viljað vinna á rannsóknarstofu. Örlögin höguðu því þannig að hún fékk ekki starfið sem hún sóttist eftir og settist í stjórnunarstöður og að lokum í stól forstjóra og segist aldrei hafa viljað breyta um kúrs. Mfs:// Vildi vinna á rannsóknarstofunni Guðbjörg, sem vann sitt fyrsta sumarstarf í frystihúsi, er menntaður lyfjafræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún segist vera komin á toppinn núna. „Ég er komin á þann aldur að ég fer frekar að hægja á mér,“ segir Guðbjörg á sinn hægláta hátt og brosir en hún hefur stjórnað fyrirtækinu með öðrum forstjórum um allan heim þótt hún hafi aðset­ ur hér á landi. Aðspurð hver hafi hvatt hana til dáða í lífinu þarf hún að hugsa sig svolítið um. „Þannig lagað voru það allir í kringum mig en líklega mikið til bara ég sjálf.“ En við viðtöku viðurkenningarinnar nefndi Guðbjörg oftar en einu sinni að Vigdís Finnbogadóttir væri henni mikil fyrirmynd. „Það hefur verið mitt mottó að maður gæti náð eins langt og maður vill. Ég hef haft þá reglu að segja frekar já en nei þegar ég er beðin um eitthvað sem krefst ábyrgðar, vinnu eða hugrekkis. Maður á að takast á við áskoranirnar og ég hef verið heppin að vera vinnusöm að upplagi og heilsuhraust,“ segir þessi heiðurskona að lokum. Guðbjörg Edda var ráðin markaðsstjóri lyfjafyrirtækisins Delta árið 1983 og síðar aðstoðarforstjóri, 1999­2002, en þá tók hún við sem framkvæmdastjóri hjá Actavis. Árið 2008 varð hún aðstoðarforstjóri félagsins þar til 2010 þegar hún tók við sem forstjóri félagsins á Íslandi. Guðbjörg situr í stjórn­ um Össurar, Auðar Capital, Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsstofu. Guðbjörg Edda fékk Þakkarviðurkenningu FKA: Fékk ekki draumastarfið – varð síðar forstjóri „Ég hef haft þá reglu að segja frekar já en nei þegar ég er beðin um eitthvað sem krefst ábyrgðar.“ Guðbjörg Edda Egg erts­ dótt ir, forstjóri Actavis á Íslandi, hefur verið í stjórnunarstörf um í þrjátíu ár. Hún hóf ferilinn hjá Delta. fka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.