Frjáls verslun - 01.01.2014, Blaðsíða 120
120 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
RAdISSON BLU HÓTEL SAGA
Nýjar áherslur fyrir fundi
Hótel Saga er með nýjar áherslur fyrir fundi sem kallast „Experience Meetings“ en þar er öll
umgjörð til þess fallin að fundurinn verði eins árangursríkur og mögulegt er.
TexTi: Hrund HauKsdóTTir Myndir: Geir ólafsson
Að sögn Valgerðar Óm arsdóttur skipar mat urinn
stóran sess í „Experience Meet
ings“ en unnið er með „Brain
Food“hug takið þar sem ein
göngu er notast við ferskt og
gott hráefni í hæsta gæðaflokki:
„Við leitumst við að nota
aðal lega hráefni sem framleitt
er í næsta nágrenni. Þetta
er fjöl breytt fæða, með lágu
fitu og sykurinnihaldi og allt
yfir farið af næringarfræðingi.
Fisk ur, gróft korn, ávextir og
grænmeti er haft í réttum hlut
föllum til þess að stuðla að
stöð ugum blóðsykri og minnka
streitu, sem hefur jákvæð áhrif
á fundargesti og um leið ár
angur fundarins. Það eru hæg
heima tökin við að nálgast
hráefnið hér á landi og ekki
síst í Bændahöllinni á Hótel
Sögu. Þjónustan skipar einnig
gríðar lega stóran sess, ekki
ein göngu meðan á fundinum
stend ur heldur frá því að fyrstu
upplýsinga er leitað. Bók unar
deildin hefur farið í gegn um
mikla þjálfun til að aðstoða
fundar skipuleggjendur við að fá
sem mest út úr sínum fundum.
Arne jacobsen-andinn í
fundarsölum
Radisson Blu Hótel Saga býður
upp á vel búna ráðstefnu og
fundarsali sem henta jafnt
fyrir stóra sem smáa viðburði.
Þar er m.a. að finna húsgögn
eftir danska hönnuðinn Arne
Jacobsen, s.s. Oxfordstólana
og hinn fræga stól Svaninn,
sem upphaflega var hannaður
fyrir Radisson Blu Royalhó tel
ið í Kaupmannahöfn. Allir eru
salirnir búnir besta fáan lega
tækjakosti, s.s. skjá vörpum,
þráðlausu neti og streymi bún
aði, því á allt að ganga snurðu
laust fyrir sig. Við sjáum um
að allt sé eins og best hentar
hverju sinni.
Sérhæft starfsfólk
Sérhæft starfsfólk í ráðstefnu
deild leggur metnað sinn í að
veita gestum úrvalsþjónustu
og veitingar við hæfi. Tekið
er á móti ráðstefnuhöldurum
áður en sjálf ráðstefnan hefst,
farið yfir allar óskir og séð
til þess að allt standist upp
á punkt og prik. Lykilorðin í
þjónustunni eru fagmennska
og sveigjanleiki. Allt sem þarf
er eitt símtal til okkar og við
finnum hvað hentar hverju
sinni.“
„Radisson Blu Hótel
Saga býður upp á vel
búna ráðstefnu og
fundarsali sem henta
jafnt fyrir stóra sem
smáa viðburði.“
Valgerður ómarsdóttir, sölu og markaðsstjóri Radisson Blu Hótels Sögu.
rÁðSTEfNur