Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 122

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 122
122 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Ráðstefna þjóðleikhúsa í Varsjá EFTIRMINNILEG RÁÐSTEFNA: T inna Gunnlaugsdóttir sótti ráðstefnu þjóð ­ leik húsa í Evrópu í Varsjá í Póllandi haustið 2009. Boðið var til ráðstefnunnar að frum kvæði Þjóðleikhússins í Pól landi, Teatr Narodowy, en þátt takendur voru frá um 50 lönd um, allt frá National Theatre í London, Dramaten í Svíþjóð og Nationalteatret í Osló til ríkis ­ rekinna þjóðleikhúsa í Suður­ og Austur­Evrópu. Ráðstefnan stóð í tvo daga og voru flutt fjölmörg framsöguerindi og boðið upp á umræður. „Þetta var einstaklega áhuga ­ verð og upplýsandi ráðstefna þar sem rætt var um hugmyndina að baki opinberri aðkomu að rekstri listastofnana sem grund ­ vallast almennt og undan tekn ­ ingar laust á þeim skiln ingi í viðkomandi landi að menn ing og listir séu hluti af velferðar ­ samfélaginu og þar með sé það í hlutverki hins opinbera að tryggja rekstur lykilstofnana í hverri grein. Hugsjónin er sú að gott aðgengi að menningu og listum auki lífsgæði á hverj ­ um stað, skilning, víðsýni og samfélagslega meðvitund og sé í raun grunnurinn í öllum menn ingarsamfélögum. Þar með er ekki verið að halda því fram að listirnar geti ekki þrifist án opinbers stuðnings, aðeins það að án þeirrar kjölfestu sem miðlægar menningarstofnanir veita væri flóran mun fátækari og brotakenndari auk þeirrar hættu að fagleg sjónarmið vikju fyrir markaðslegum forsendum. Það var eiginlega alveg maka ­ laust að fá þennan skilning okkar hér heima staðfestan en um leið að fá innsýn í hve ólík rekstrarmódelin geta verið. Það er einstaklega gagnlegt að fá stundum að skoða stærri mynd en þá sem blasir við okkur hér heima og spegla það sem við erum að gera í hliðstæðum, ekki bara listrænt, eða með því að sækja sýningar erlendis, heldur einnig út frá öðrum sjónar horn ­ um. Þarna gafst fágætt tæki færi til að heyra reynslusögur og spegla vandamál og ógnanir ekki síður en tækifæri og nýsköp un. Það kom á daginn að það er ótúlega margt sammerkt og að við stöndum jafnfætis því sem best gerist annars staðar, þó að það sé vissulega á minni skala, sérstaklega þegar kemur að opin berri fjármögnun. Það er þó alltaf jafngaman að sjá viðbrögð fólks við þeirri staðreynd að hér er menningaráhugi meiri og almennari en víðast hvar annars staðar. Það speglast meðal annars í leikhúsaðsókn, en ekki nokkurt þjóðleikhús í Evrópu getur státað af því að aðsókn samsvari því að þriðjungur þjóð ­ arinnar sæki leikhúsið árlega en á síðasta ári sóttu ríflega hundrað og tíu þúsund manns sýningar Þjóð leikhússins. Þessi áhugi er okkar stærsta auðlegð og í raun algjör grundvöllur að því hversu blómlegt leikhúslífið er á Íslandi.“ Tinna Gunnlaugsdóttir sótti ráðstefnu þjóðleikhúsa í Evrópu í Varsjá í Póllandi haustið 2009. „Það kom á daginn að það er ótúlega margt sammerkt og að við stöndum jafnfætis því sem best gerist annars staðar, þó að það sé vissulega á minni skala.“ rÁðSTEfNur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.