Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 136
136 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014
Brjóta ísinn í upphafi
VEISLUSTJÓRN:
G
ísli Einarsson, rit
stjóri Landans og
fréttamaður RÚV
á Vesturlandi,
tekur reglulega að
sér veislustjórn.
„Ég reyni nú yfirleitt að vera
fynd inn en það er ekki mitt að
dæma hvernig það tekst,“ segir
Gísli, sem er þekktur fyrir húmor
í fréttamannsstarfinu.
„Hlutverk veislustjórans felst
svolítið í að brjóta ísinn í upphafi
og helst með einhverri fyndni.
Síðan er það hlutverk mitt sem
veislustjóri að halda utan um
dagskrána þannig að þetta renni
frekar smurt og fari ekki úr bönd
unum hvað varðar tímann eða á
einhvern annan hátt. Það er til
dæmis mikilvægt að þetta dragist
ekki á meðan á borðhaldi stendur
því þá yrði þetta bara leiðinlegt.
Ég reyni að keyra dagskrána svo
lítið þétt áfram en spila þetta samt
af fingrum fram í hvert skipti.“
Gísli segir að starf veislustjórans
snúist jú um að hjálpa fólki að
skemmta sér. „Stundum þarf
ég að vera sem mest til hlés ef
það er mikil dagskrá og ekki
mikil þörf fyrir mig og þá felst
kúnstin kannski í að hemja sig.
Það kemur svo líka auðvitað
fyrir að það er lítil dagskrá og
þá þarf maður að teygja lopann
og spinna kannski á staðnum.
Aðal málið er að spila þetta eftir
aðstæðum og reyna að lesa sal
inn í hvert skipti. Þetta eru engin
geimvísindi. Þetta snýst um að
maður er manns gaman. Hlut verk
veislustjórans er fyrst og fremst að
halda utan um þetta. Oftast nær
þarf veislustjórinn kannski ekki
að hafa mikið fyrir því vegna þess
að sem betur fer er það þannig að
þegar fólk fer út að skemmta sér
þá er það í þeim gírnum.“
Hlutverk veislustjórans
felst svolítið í að brjóta
ísinn í upphafi og halda
síðan utan um dag
skrána þannig að hún
renni frekar smurt og
fari ekki úr böndum.
Y
rsa Sigurðardóttir
rit höfundur var
ein hverju sinni í
hátíðarkvöldverði
í Bristol í tengslum
við bókamessu um glæpasögur
og stigu nokkrir vel máli farnir
rithöfundar í pontu og héldu
létt ar ræður svo hlegið var að.
Svo var komið að norska glæpa
sagnahöfundinum Karin Fossum.
„Ég man ekki alveg efnistökin
en hún byrjaði á að segja frá
bílferð þar sem hún ók fram á
dauða kanínu á veginum; hún
sagði þannig frá að salurinn
sá drifhvítt, blóði drifið dýrið
fyrir sér. Ræðan var annars svo
áhrifarík að ég keypti bók eftir
hana daginn eftir.
Fossum er með fremur mik inn
norskan hreim og hún var mjög
alvarleg miðað við ræðu mennina
sem höfðu talað á undan henni
og grínuðust mikið. Þetta var í
rauninni mjög drunga leg ræða
innan um grínræð urnar.“
Yrsa ferðast mikið og kemur
m.a. fram á bókamessum víða
um heim. Hún hefur því hlustað
á margan fyrirlesarann.
„Mér finnst voðalega þægilegt
þegar ræðumaðurinn les ekki
beint af blaði og ég þoli ekki ef
lesið er beint af glærum.
Þegar ég held fyrirlestra reyni
ég að hafa hrynjandi í því sem
ég segi; að þetta hangi saman og
eitt leiði af öðru.“
Gísli Einarsson er þekktur veislustjóri.
Yrsa Sigurðardóttir. Eftirminnileg ræða í hátíðarkvöldverði í Bristol.
Karin Fossum byrjaði
ræðuna á því að segja
frá bílferð þar sem
hún ók fram á dauða
kanínu á veginum.
Ræðan var svo áhrifa
rík að ég keypti bók
eftir hana daginn eftir.
rÁðSTEfNur
Örlög kanínunnar
EFTIRMINNILEGUR RæÐUMAÐUR