Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 136

Frjáls verslun - 01.01.2014, Síða 136
136 FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 Brjóta ísinn í upphafi VEISLUSTJÓRN: G ísli Einarsson, rit ­ stjóri Landans og fréttamaður RÚV á Vesturlandi, tekur reglulega að sér veislustjórn. „Ég reyni nú yfirleitt að vera fynd inn en það er ekki mitt að dæma hvernig það tekst,“ segir Gísli, sem er þekktur fyrir húmor í fréttamannsstarfinu. „Hlutverk veislustjórans felst svolítið í að brjóta ísinn í upphafi og helst með einhverri fyndni. Síðan er það hlutverk mitt sem veislustjóri að halda utan um dagskrána þannig að þetta renni frekar smurt og fari ekki úr bönd ­ unum hvað varðar tímann eða á einhvern annan hátt. Það er til dæmis mikilvægt að þetta dragist ekki á meðan á borðhaldi stendur því þá yrði þetta bara leiðinlegt. Ég reyni að keyra dagskrána svo ­ lítið þétt áfram en spila þetta samt af fingrum fram í hvert skipti.“ Gísli segir að starf veislustjórans snúist jú um að hjálpa fólki að skemmta sér. „Stundum þarf ég að vera sem mest til hlés ef það er mikil dagskrá og ekki mikil þörf fyrir mig og þá felst kúnstin kannski í að hemja sig. Það kemur svo líka auðvitað fyrir að það er lítil dagskrá og þá þarf maður að teygja lopann og spinna kannski á staðnum. Aðal málið er að spila þetta eftir aðstæðum og reyna að lesa sal ­ inn í hvert skipti. Þetta eru engin geimvísindi. Þetta snýst um að maður er manns gaman. Hlut verk veislustjórans er fyrst og fremst að halda utan um þetta. Oftast nær þarf veislustjórinn kannski ekki að hafa mikið fyrir því vegna þess að sem betur fer er það þannig að þegar fólk fer út að skemmta sér þá er það í þeim gírnum.“ Hlutverk veislustjórans felst svolítið í að brjóta ísinn í upphafi og halda síðan utan um dag ­ skrána þannig að hún renni frekar smurt og fari ekki úr böndum. Y rsa Sigurðardóttir rit höfundur var ein hverju sinni í hátíðarkvöldverði í Bristol í tengslum við bókamessu um glæpasögur og stigu nokkrir vel máli farnir rithöfundar í pontu og héldu létt ar ræður svo hlegið var að. Svo var komið að norska glæpa ­ sagnahöfundinum Karin Fossum. „Ég man ekki alveg efnistökin en hún byrjaði á að segja frá bílferð þar sem hún ók fram á dauða kanínu á veginum; hún sagði þannig frá að salurinn sá drifhvítt, blóði drifið dýrið fyrir sér. Ræðan var annars svo áhrifarík að ég keypti bók eftir hana daginn eftir. Fossum er með fremur mik inn norskan hreim og hún var mjög alvarleg miðað við ræðu mennina sem höfðu talað á undan henni og grínuðust mikið. Þetta var í rauninni mjög drunga leg ræða innan um grínræð urnar.“ Yrsa ferðast mikið og kemur m.a. fram á bókamessum víða um heim. Hún hefur því hlustað á margan fyrirlesarann. „Mér finnst voðalega þægilegt þegar ræðumaðurinn les ekki beint af blaði og ég þoli ekki ef lesið er beint af glærum. Þegar ég held fyrirlestra reyni ég að hafa hrynjandi í því sem ég segi; að þetta hangi saman og eitt leiði af öðru.“ Gísli Einarsson er þekktur veislustjóri. Yrsa Sigurðardóttir. Eftirminnileg ræða í hátíðarkvöldverði í Bristol. Karin Fossum byrjaði ræðuna á því að segja frá bílferð þar sem hún ók fram á dauða kanínu á veginum. Ræðan var svo áhrifa ­ rík að ég keypti bók eftir hana daginn eftir. rÁðSTEfNur Örlög kanínunnar EFTIRMINNILEGUR RæÐUMAÐUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.