Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 143

Frjáls verslun - 01.01.2014, Page 143
FRJÁLS VERSLUN 1. 2014 143 „Mikið er í húfi fyrir leikstjór ann George Clooney þegar The Monuments Men verður frumsýnd.“ ekkI eR allt Gull Sem GlóIR Í Hollywood snýst allt um peninga og er ekkert til sparað þegar gera á kvikmynd sem ætlað er að ná mikilli aðsókn. Stundum tekst ætl unarverkið og þá er gróðinn ævintýralegur, en stundum mis ­ tekst og þá getur tapið verið gífurlegt. áður en 47 ronin með keanu reeves í aðalhlutverki var frumsýnd um jólin var langmesta tap ársins í fyrra á The lone ranger sem kostaði 250 milljónir dollara fyrir utan tugi milljóna dollara sem fóru í markaðssetningu. aðeins brot af þessari upphæð skilaði sér til baka. að vísu kom í ljós síðari hluta ársins að Evrópubúar tóku The lone ranger mun betur og er sú útkoma vinsældum Johnnys depps í Evrópu að þakka. En svo kom 47 ronin, sem virðist ætla að taka fram úr The lone ranger hvað varðar tap. Það sem er eftirtektarvert er að fram leið ­ endur 47 ronin gerðu ráð fyrir miklu tapi og voru því búnir að afskrifa eitthvað í sambandi við myndina áður en sýningar hófust. Og meira að segja í Japan, þar sem myndin gerist fyrr á öldum, var dræm aðsókn. mikið tap varð á fleiri Hollywoodkvikmyndum í fyrra og hér eru þær sem koma í næstu sætum á eftir 47 ronin og The lone ranger á taplistanum í bandaríkjunum: ender’s game. kvikmynd sem átti að feta í fótspor Hunger gam ­ es­myndanna og var stefnt á sama áhorfendahóp. myndin kolféll og ungstirnið asa butterfield féll af stalli. The fifth estate. Wikileaks­kvikmyndin náði þeim vafasama titli að vera minnst sótta kvikmynd ársins af þeim kvikmyndum sem voru frumsýndar í fleiri en 1.500 sýningarsölum í bandaríkjunum. Jack the giant Slayer. gerð eftir klassísku ævintýri. myndin náði að vísu sæmilegri aðsókn, sem komst nálægt þeim 200 milljónum dollara sem settar voru í hana, en þegar óhemjudýr markaðssetn ­ ing er tekin með varð tapið 90 milljónir dollara. r.i.P.D. Trú universal á myndinni var ekki meiri en svo að nánast engin markaðssetning fór í gang þrátt fyrir að í aðalhlutverkum væru ryan reynolds og Jeff bridges. Oldboy. Endurgerð á klassískri kóreskri kvikmynd fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, leikstjóranum Spike lee til mikillar armæðu og kenndi hann víst flestum um nema sjálfum sér. after earth. Will Smith og sonur hans Jaden hefðu átt að tryggja vinsældir en staðreyndin var enn eitt tap á kvikmynd sem m. night Shyamalan leikstýrir. myndin náði sæmilegri aðsókn en ekki nálægt framleiðslukostnaði og markaðssetningu. bullet to the head. Sylvester Stallone má muna sinn fífil fegri. Stórtap varð á myndinni þrátt fyrir að kostnaður væri í lágmarki miðað við aðrar Stallone­hasarmyndir. machete kills. framhald hinnar vinsælu machete sem gerði hinn grófa karakterleikara danny Trejo að kvikmyndastjörnu. leikstjór­ inn robert rodriguez ætlaði að endurtaka leikinn en annað kom á daginn, nánast enginn vildi vita meira um machete. Keanu Reeves er eini bandaríski leikarinn í 47 Ronan, kvikmynd sem líklegast verður sú kvikmynd sem mest tap varð á, en hún var frumsýnd vestan hafs um jólin. Leikstjórinn George Clooney við upptökur á The Monuments Men. Nú erum við búnir að lagfæra þau atriði sem ekki virtust hafa heppn ast nógu vel og ekkert því til fyrirstöðu að sýna myndina.“ George Clooney var ekki í vandræðum með að fá þá leik ara sem hann vildi í helstu hlut verkin og sá leikari auk hans sem mest mæðir á er Matt Dam on. Fer hann fyrir sjö manna hópi sem Clooney einblínir á. Í öðrum burðarhlutverkum eru Bill Murray, John Goodman, Bob Balaban, Jean Dujardin, Hugh Bonneville og Cate Blanc hett. Í heild var bjargað ótrúlega miklum fjölda listaverka og ann arra stolinna muna úr fórum nasista. Hópurinn, sem taldi í heild á annað hundrað manns, lauk sínu verki með miklum ágætum, en eins og sagan segir okkur eru ennþá ófundin fjölmörg verðmæt listaverk sem að mestu voru í eigu gyðinga. Leikstjórinn George Clooney The Monuments Men er fjórða kvikmyndin sem George Clooney leikstýrir. Strax í upp ­ hafi leikferils síns var Clooney ákveð inn í að láta til sín taka sem leikstjóri. Eftir að hann var laus úr hinni vinsælu sjónvarps ­ þáttaröð ER fór hann að huga að verkefnum og fyrsta kvik myndin í hans leikstjórn er Confession of a Dangerous Mind (2002) sem fékk mjög góða dóma hjá gagnrýnendum og ágæta aðsókn. Myndin er byggð á ævi sjónvarpsmanns­ ins Chucks Barris, sem hélt því fram að hann væri njósnari fyrir CIA. Clooney lék sjálfur lítið hlutverk en aðalhlutverkið var í höndum Sams Rockwells. Fjölmiðlun var aftur viðfangsefni Clooneys í næstu kvikmynd, Good Night and Good Luck (2005), og nú voru það kaflar úr ævi sjónvarpsfréttamanns ­ ins Edwards Murrows, sem David Strathairn lék. Sú kvik ­ mynd hlaut einnig frábærar viðtökur gagnrýnenda og góða aðsókn og var tilnefnd til sex óskarsverðlauna. Það var mikill skellur fyrir Cloo ney þegar þriðja kvikmynd hans Leatherheads kolféll og hljóp víst léttur piringur í þenn­ an annars skapgóða mann þegar viðtökurnar voru ljósar enda hafði Clooney ekki vanist öðru en velgengni á þessum vettvangi. Fjórða kvikmyndin, pólitíska spennumyndin The Ides of March (2011), fékk aftur á móti góðar viðtökur og óskarstilnefningu til Clooneys fyrir handritið. Hann gat því brosað á ný. Mikið er í húfi fyrir leikstjór ­ ann George Clooney þegar The Monuments Men verður frumsýnd og má segja að framtíð hans sem kvikmynda­ leikstjóri byggist á viðtökum myndarinnar, en The Monu­ ments Men er langdýrasta kvik­ mynd sem hann hefur leik stýrt. Ef allt fer á versta veg getur George Clooney alltaf huggað sig við að vera enn þann dag í dag einn eftirsótt asti kvikmynda­ leikari samtímans, leik ari sem yfirleitt skilar hlut verki sínu með mikilli prýði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.