Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 17
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 sterkari erfðabreytileikans, rs2200733. Efniviður og aðferðir: Gerð var erfðamengisskönnun með 316.000 SNP flögu (Illumina BeadChip) til kortlagningar á arf- gerð. Upplýsingar um svipgerð voru fengnar úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Til voru upplýsingar um bæði arfgerð og svipgerð fyrir 719 sjúklinga með gáttatif. Af þeim reyndust 34 vera arf- hreinir fyrir rs2200733 en 190 arfblendnir. Meðalaldur við greiningu gáttatifs var 69,9 ár hjá þeim sem voru ekki berar en lækkaði um 1,9 ár fyrir hvora samsætu. Það voru marktæk tengsl milli rs2200733 og gáttatifs án tillits til undirliggjandi hjartasjúkdóms eða háþrýstings en þau voru þó sterkari þar sem þessir áhættuþættir voru ekki fyrir hendi (p=0,042; OR 1,35). Tíðni erfðabreytileikans var einnig hærri meðal þeirra sem höfðu endurtekin köst gáttatifs miðað við þá sem höfðu aðeins greinst með eitt kast (p=0,0045; OR 1,47). Ályktanir: Erfðabreytileikinn rs2200733 á litningi 4q25 eykur líkur á gáttatifi. Þeir sem hafa erfðabreytileikann greinast með sjúkdóminn fyrr á ævinni en þeir sem hafa hann ekki. Jafnframt hafa þeir síður aðra áhættuþætti þó tilvist erfðabreytileikans auki líkur á gáttatifi í öllum xmdirhópum þessarar takttruflunar. Arfberar þessa breytileika virðast frekar vera í hættu á end- urteknum köstum gáttatifs. E 7 Kransæðaþræðingar á íslandi og í Svíþjóð árið 2007 Guðný Stella Guðnadóttir1, Bo Lagerqvist2, Kristján Eyjólfsson', Sigurlaug Magnúsdóttir', Axel Sigurðsson1, Torfi Jónasson1, Sigurpáll Scheving1, Þorbjöm Guðjónsson1, Ragnar Danielsen1, Guðjón Karlsson1, Karl Andersen1, Tage Nilsson2, Þóra Bjömsdóttir1, Unnur Sigtryggsdóttir1, Gestur Þorgeirsson1, Stefan James2, Þórarinn Guðnason1 ‘Landspítala, 2Uppsala Clinical Research Center, Uppsölum thorgudn@landspitali.is Inngangur: Verulegur munur er á tíðni kransæðaþræðinga milli landa en munurinn á ábendingum og niðurstöðum kransæða- þræðinga er minna þekktur. Efniviður og aðferðir: Kransæðaþræðingar voru skráðar framsýnt í gæðaskrána Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry á íslandi og í Svíþjóð frá 1.1. til 31.12. 2007 og þau gögn rannsökuð. Niðurstöður: Á íslandi voru gerðar 544/100.000 kransæðaþræð- ingar á íbúa, en 402/100.000 í Svíþjóð (p<0,001). Konur voru 29% á íslandi en 34% í Svíþjóð (p<0,01) og sjúklingamir vom 64 á móti 66 ára (miðgildi). Ábendingar fyrir kransæðaþræðingum á íslandi og í Svíþjóð vora stöðug hjartaöng í 39% á móti 23%, óstöðug hjartaöng í 29% á móti 39% og bráð kransæðastífla í 9% á móti 16% tilvika (öll p<0,001). Á íslandi vora fleiri með háþrýsting 63% á móti 53%, fleiri reyktu 22% á móti 16% og fleiri notuðu blóðfitulyf 63% á móti 53% (öll p<0,01). Sykursýki var fátíðari í íslenska hópnum 14% á móti 18% (p<0,01). Einnar æðar sjúkdómur var fátíðari á íslandi 23% á móti 28% (p<0,01) en höfuðstofnsþrengsli voru algengari á íslandi 10% á móti 8% (p<0,01). í báðum löndum var þriðjungur kransæðaþræð- inga án marktækra þrengsla. Kransæðaþræðing var gerð frá náraslagæð í 99% tilvika á íslandi en 66% í Svíþjóð (30% radial- is). Fylgikvillar voru svipaðir, um 1% á þræðingastofu og 2-3% á legudeild. Engin dauðsföll urðu á þræðingastofu vegna krans- æðaþræðinga 2007. Ályktanir: Þetta er fyrsta rannsóknin sem ber saman allar krans- æðaþræðingar á heilu ári í tveimur löndum. Marktækt fleiri kransæðaþræðingar era gerðar á íslandi, en þó ekki að óþörfu, því alvarlegur kransæðasjúkdómur greinist hér oftar. Hærra hlutfall þræðinga á íslandi er vegna stöðugs kransæðasjúkdóms og hlutfallslega færri konur eru þræddar á Islandi en í Svíþjóð. Árangur og fylgikvillar eru svipaðir í löndunum tveimur. E 8 Greining á endurþrengslum í stoðnetum með aðferð- um án inngripa Sigurdís Haraldsdóttir1-3, Þórarinn Guðnason1, Jónína Guðjónsdóttir2, Axel F. Sigurðsson1, Sam Lehnian1, Kristján Eyjólfsson1, Sigurpáll Scheving1, Udo Hoffmamv1, Bima Jónsdóttir2, Karl Andersen1-3 'Hjartadeild Landspítala, 2Læknisfræðilegri myndgreiningu, Domus Medica, 3læknadeild HÍ, 'Massachusetts General Hospital, Boston, Bandaríkjunum sih17@hi.is Inngangur: Endurþrengsli í stoðneti koma fram hjá 20-30% sjúk- linga á fyrstu 6-12 mánuðum eftir kransæðavíkkun. Greining fer yfirleitt fram með nýrri kransæðaþræðingu sem er inngrips- mikil greiningaraðferð. Markmið verkefnisins var að kanna á framsæjan hátt hvort nota mætti 64-sneiða tölvusneiðmynd (64- TS) til að greina endurþrengsli í stoðnetum og bera hæfni þess saman við klínískt mat og þolpróf. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og fjórtán sjúklingar sem fóru í kransæðavíkkun og fengu stoðnet vora teknir inn á tímabilinu maí 2005 til júlí 2006. Sjúklingar með bráða krans- æðastíflu, fyrri sögu um kransæðasjúkdóm, nýmabilun og skuggaefnisofnæmi vora útilokaðir. Sex mánuðum eftir krans- æðavíkkun voru sjúklingar kallaðir inn í klínískt mat, þolpróf, 64-TS (Toshiba Multi-Slice Aquilion 64, snúningstími 0,4-0,45 sek., rúmupplausn 0,5 mm, 135 kV, 350 mA) og fóru að því loknu í kransæðaþræðingu. Niðurstöður: Samtals 93 sjúklingar með 140 stoðnet voru metn- ir með 64-TS. Miðtími frá kransæðavíkkun að 64-TS voru 205 dagar (Ql:188, Q3:231) og frá 64-TS að endurþræðingu fjórir dagar (Ql:3, Q3:5). Meðalaldur var 63±10 ár (spönnun 39-83 ár) og 79% sjúklinga voru karlar. Tuttugu og fjórir sjúklingar (26%) reyndust hafa endurþrengsli samkvæmt endurþræðingu. Næmi, sértækni, jákvætt og neikvætt forspárgildi og nákvæmni 64-TS fyrir greiningu endurþrengsla reyndist 27%, 95%, 67%, 78% og 77%. Fjórtán (10%) stoðnet voru ómetanleg vegna mynd- galla. Þvermál stoðnets, hjartsláttartíðni, líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) og þykkt stoðnetsenda spáðu marktækt fyrir um gæði tölvusneiðmynda. Klínískt mat og þolpróf höfðu lægri nákvæmni (61% og 63%). Ályktanir: Greiningarhæfni 64-TS er takmörkuð en betri en hjá klínísku mati og þolprófi. Næmi er lágt og því er ekki hægt að mæla með 64-TS sem skimunaraðferð sex mánuðum eftir krans- æðavíkkun. LÆKNAblaðið 2008/94 1 7

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.