Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 43
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 þeirra sem var með sleglatif eða sleglahraðtakt voru betri en hjá þeim sem höfðu rafleysu eða rafvirkni án dæluvirkni. V 43 Er munur á klínískum áhættuþáttum gáttatifs og gáttaflökts? Rúna Björg Sigurjónsdóttir1, Hilma Hólm1'2, Davíð O. Amar1 'Lyflæknasviði I Landspítala, 2Islenskri erfðagreiningu davidar@landspitali.is Inngangur: Þótt gáttatif og gáttaflökt hafi mismunandi raflífeðl- isfræðileg grunnferli eru viss klínísk tengsl milli þessara tveggja takttruflana. Þannig geta gáttatif og gáttaflökt sést hjá sama sjúklingnum á mismunandi tímum og einkenni eru oft svipuð. Að auki hafa nýlegar rannsóknir sýnt að tveir erfðabreytileikar á litningi 4q25 tengjast verulega aukinni áhættu á bæði gáttatifi og gáttaflökti. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort munur væri á klínískum áhættuþáttum þessara hjartsláttartrufl- ana. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og sjúkra- skrár þeirra sem greinst höfðu með gáttatif og gáttaflökt á Landspítalanum voru skoðaðar. Leitað var eftir upplýsingum um fyrri eða samhliða greiningu háþrýstings og/eða undirliggj- andi hjartasjúkdóms (kransæðasjúkdóms, hjartalokusjúkdóms eða hjartabilunar). Niðurstöður: Meðalaldur 674 einstaklinga með gáttatif var 67 ár og meðalaldur 85 einstaklinga með gáttaflökt 66 ár (p=ns). Hjartasjúkdómur hafði greinst hjá alls 280 (41,5%) einstakling- um með gáttatif en 53 (62,4%) einstaklingum með gáttaflökt (p<0,0001). Háþrýstingur greindist hjá 369 (54,7%) einstakling- um með gáttatif en aðeins hjá 35 (41,2%) sjúklingum með gátta- flökt (p<0,05). í gáttatifshópnum voru 195 (28,9%) hvorki með háþrýsting né hjartasjúkdóm en 23 (27,1%) af þeim sem voru með gáttaflökt (p=ns). Ályktanir: Tíðni undirliggjandi hjartasjúkdóms var hærri hjá sjúklingum með gáttaflökt heldur en sjúklingum með gáttatif. Á móti var háþrýstingur algengari meðal þeirra sem höfðu gáttatif. Þótt sömu erfðabreytileikar á litningi 4q25 auki hættu á bæði gáttatifi og gáttaflökti þá gefa þessar niðurstöður vísbend- ingu um að klínískir áhættuþættir þessara takttruflana geti verið mismunandi. V 44 Ættlægni skyndidauða af völdum hjartasjúkdóma Þorgeir Gestsson1, Anna Helgadóttir2, Kristleifur Kristjánsson2, Guðbjöm F. Jónsson2, Gestur Þorgeirsson1 'Lyflæknasviði I Landspítala, 2íslenskri erfðagreiningu thorgeirgestsson@gmail.com, gesturth@landspitali.is Inngangur: Á höfuðborgarsvæðinu deyja árlega um 60 manns skyndidauða utan sjúkrahúsa. Um 75% þeirra dauðsfalla er vegna hjartasjúkdóms. Markmið rannsóknarinnar er að rann- saka þátt ættlægni í skyndidauða af völdum hjartasjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru skýrslur neyðarbíls um hjartastoppstilfelli utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu á árunum 1987-2005. Upplýsingar um 770 tilfelli skyndidauða af völdum hjartasjúkdóms voru sendar dulskráðar í tölfræðilega rannsókn á skyldleika einstaklinganna. Hjartastopp af öðrum ástæðum voru útilokuð. Meðaltalsskyldleikastuðull var reiknaður út fyrir sjúklingahóp- inn og út frá því reiknuð hlutfallsleg áhætta á skyndidauða fyrir skyldmenni sjúklings. Marktækni þessara gilda var fundin með því að bera saman sömu gildi fyrir þúsund viðmiðunarhópa, sem voru paraðir við sjúklingahópinn með tilliti til fæðingarárs, fæðingarstaðar og kyns. Utreikningarnir byggðust á ættfræðigagnagrunni íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður: Alsystkini voru með hlutfallslega áhættu 1,85 [1,17-2,95; p gildi 0,009]. Fyrir fyrstu gráðu ættingja í heild var áhættan 2,03 [1,34-3,00; p gildi 0,001]. Ályktanir: Líkur á skyndidauða hjá fyrstu gráðu ættingjum einstaklinga sem höfðu farið í hjartastopp voru um helmingi meiri en hjá viðmiðunarhópnum. Reikna má með auknum skyldleika innan hóps sjúklinga, sem hefur farið í hjartastopp, miðað við handahófsvalinn viðmiðunarhóp, þar sem þekktir eru ættlægir sjúkdómar sem geta valdið skyndidauða. Þeirra helstur er kransæðasjúkdómur. Þó virðist skyldleiki þessa hóps hugsanlega meiri heldur en sambærilegar tölur hafa sýnt um skyldleika fólks með kransæðasjúkdóm eingöngu. Til stendur að bera saman erfðaefni þessa þýðis við erfðaefni hóps sjúklinga með kransæðasjúkdóm í því skyni að finna meingen sem veldur auknum líkum á skyndidauða. V 45 Broddþensluheilkenni. Sjúkratilfelli Bjöm Gunnarsson1, Gunnar Þór Gunnarsson2, Sigurður Einar Sigurðsson1, Þórir Sigmundsson1, Jón Þór Sverrisson2 ‘Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri bjorngun@fsa.is Inngangur: Ómskoðvm á hjarta er oft afar gagnleg rannsókn hjá sjúklingum í alvarlegur losti. Við greinum frá sjúklingi með óvenjulega sjúkdómsmynd þar sem þetta var raunin. Sjúkratilfelli: Sextíu og átta ára gömul kona var lögð inn á sjúkrahús vegna slappleika. Hún hafði neytt áfengis í óhófi og ekki farið fram úr rúmi í margar vikur. Saga var um háþrýst- ing, þvagsýrugigt, þunglyndi og áfengissýki. Hún var verulega þreytuleg við komu en ekki bráðveik að sjá. Hjartarafrit sýndi gáttatif, 120-130/mín. TnT mældist <0,01 pg/ml (0,0-0,1). Meðferð fólst meðal annars í áframhaldandi gjöf þ-blokka. Eftir tæplega sólarhringslegu fór konan skyndlega í sleglahraðtakt (Torsade de pointes). Skömmu eftir að grunnendurlífgun hófst fór hún í hægan sínus-takt, en nokkrum mínútum síðar í sleglatif sem svaraði rafmeðferð. Blóðþrýstingur mældist 70/50 mmHg. Hjartarafrit sýndi sínus-takt 65/mín., 1 gráðu AV-leiðslurof, lág- spennt rit og QTc 528ms. Aðeins kom fram mjög væg hækkun á hjartaensímum. Ómskoðun á hjarta var framkvæmd (mynd 1A). Konan var meðhöndluð með levósímendan í tvo sólarhringa og dóbútamíni í þrjá sólarhringa. Magnesíum og kalíum voru gefin í æð og ekki bar á frekari hjartsláttaróreglu. Tveimur sólarhring- LÆKNAblaðíó 2008/94 43 L

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.