Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 41
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
FYLGIRIT 57
(LLT) hjá þeim sem aldrei hafa reykt.
Efniviður og aðferðir: Unnið var úr gögnum frá 12 löndum
sem tóku þátt í alþjóðlegu rannsókninni Burden of Obstructive
Lung Disease (BOLD (www.kpchr.org/boldcopd)). Þátttakendur
voru 40 ára og eldri og var framkvæmd öndunarmæling eftir
berkjuvíkkandi lyf. Einnig svöruðu þeir spumingum um
lungnaheilsu. Öndunarmæling var framkvæmd á staðlaðan
hátt af þjálfuðu starfsfólki. Greining á langvinnri lungnateppu
var byggð á FEVl/FVC hlutfalli eftir berkjuvíkkun samkvæmt
leiðbeiningum GOLD. Reykleysi var skilgreint sem reykingar
minna en 20 pakkar af sígarettum um ævina.
Niðurstöður: Reyklausir (n=3169) voru 42,3% af BOLD þýðinu.
Af þeim uppfylltu 12,7% skilyrði fyrir langvinnri lungnateppu á
stigi I eða hærra, 6,8% höfðu væga (GOLD stig I) og 5,9% höfðu
klínískt marktæka óafturkræfa lungnateppu (GOLD stig II eða
hærra). Reyklausir voru 33,7% af öllum með langvinna lungna-
teppu I og 23,4% af öllum með langvinna lungnateppu II+. Að
meðaltali vom reyklausir með langvinna lungnateppu eldri,
minna menntaðir, höfðu meiri öndunarfæraeinkenni og oftar
læknisgreindan hjartasjúkdóm og/eða háþrýsting samanborið
við reyklausa án lungnateppu. Þeir sem reyktu höfðu langvinna
lungnateppu á hærra stigi en þeir sem ekki höfðu reykt.
Ályktanir: Reyklausir eru umtalsverður hluti af einstaklingum
með langvinna lungnateppu og hafa þeir annað klínískt mynst-
ur en þeir sem hafa reykt.
V 38 Skert fráblástursgeta og bólguboðefni (CRP og IL-6)
Sigurður James Þorleifsson1, Ólöf Birna Margrétardóttir1, Gunnar
Guðmundsson12, ísleifur Ólafsson3, Bryndís Benediktsdóttir1, Christer
Janson4, Þórarinn Gíslason,;l
•Læknadeild HI, 2lungnadeOd, 3klínískri lífefnafræðideild Landspítala,
4Respiratory Medicine and Allergology, Háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð
ggudmund@landspitali.is
Inngangur: Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti teppusjúk-
dóma í lungum svo sem langvinnrar berkjubólgu, lungnaþembu
og lokastigs astma. Rannsóknir hafa sýnt að C-reactive protein
(CRP) og Interleukin-6 (IL-6) hækka við marga langvinna
bólgusjúkdóma. Möguleg tengsl CRP og langvinnrar lungna-
teppu hafa áður aðeins verið metin í útvöldum sjúklingahópum
og lítið er vita um samband IL-6 og langvinnrar lungnateppu.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggðist á slembiúrtaki 938
karla og kvenna, 40 ára og eldri, sem búsett voru á höfuðborg-
arsvæðinu. Þetta var hluti af alþjóðlegri rannsókn á algengi
langvinnrar lungnateppu (http://www.kpchr.org/boldcopd)
þar sem fráblástursgeta var mæld fyrir og eftir gjöf berkju-
víkkandi lyfs. Að auki var styrkur CRP og IL-6 mældur í sermi.
Niðurstöður: Fjögur hundruð og þrír karlar og 355 konur tóku
þátt (81% þátttökuhlutfall) þar sem meðalaldur var 57,7 (±12,7)
ár. Mælingum á CRP og IL-6 í sermi var skipt í fjóra jafnstóra
hópa ([CRP: <0,75; 0,75-1,27; 1,27-3,25 og >3,25 mg/L], [IL-6:
<1,51; 1,51-2,82; 2,82-4,69 og >4,69 pg/mL]). Alls uppfylltu
130 einstaklingar (18%) skilyrði fyrir GOLD stig I eða hærra.
Bæði CRP og IL-6 tengdust lægri gildum á FEVj og FVC. Þeir
einstaklingar sem voru í hæstu fjórðungum CRP og IL-6 höfðu
7,5% og 3,9% lægri gildi af spáðu FEV,% þegar leiðrétt hafði
verið fyrir reykingum, aldri og líkamsþyngd. Einstaklingar
sem reyndust hafa há gildi bæði á CRP og IL-6 voru með 10%
skerðingu af spáðum gildum fyrir FEVj og FVC. Há CRP gildi
höfðu sterkari tengsl við lægri FEV, gildi í körlum (-11,4%) en í
konum (-0,4%).
Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að bæði CRP og IL-6 eru
marktækt tengd lægri fráblástursgildum í þessu slembiúrtaki
úr almennu þýði og styður það hugmyndir um mikilvægi
almennrar bólgusvörunar í langvinnri lungnateppu.
V 39 Kransæðavíkkanir á íslandi og í Svíþjóð árið 2007
Þórarinn Guðnason1, Guðný Stella Guðnadóttir1, Bo Lagerqvist2, Kristján
Eyjólfsson1, Sigurpáll Scheving', Axel Sigurðsson', Þorbjörn Guðjónsson1,
Ragnar Danielsen1, Torfi Jónasson1, Guðjón Karlsson', Karl Andersen1,
Sigurlaug Magnúsdóttir1, Tage Nilsson2, Þóra Björnsdóttir', Unnur
Sigtryggsdóttir1, Gestur Þorgeirsson1, Stefan James2
'Landspítala, 2Uppsala Clinical Research Centre, Uppsölum, Svíþjóð
thorgudn@landspitali. is
Inngangur: Tíðni kransæðavíkkana er mismunandi eftir lönd-
um en munurinn á ábendingum og árangri er minna þekktur.
Efniviður og aðferðir: Kransæðavíkkanir voru skráðar framsýnt
í gæðaskrána Swedish Coronary Angiography and Angioplasty
Registry á íslandi og í Svíþjóð frá 1.1. til 31.12. 2007 og þau gögn
rannsökuð.
Niðurstöður: Tíðni kransæðavíkkana var 214/100.000 íbúa á
íslandi en 204/100.000 í Svíþjóð (p=ns) og ábendingar voru:
stöðug hjartaöng í 40% tilvika á íslandi og 24% í Svíþjóð
(p<0,01), óstöðug hjartaöng í 36% á móti 45% (p=ns) og bráð
kransæðastífla í 20% á móti 27% (p<0,001). Konur voru 21%
á íslandi og aldur 63 ár (miðgildi), en í Svíþjóð 28% og aldur
66 ár. Á íslandi reyktu 29% á móti 19% (p<0,001), háþrýsting
höfðu 62% á móti 52% (p<0,01), blóðfitulyf tóku 61% á móti 53%
(p<0,05) og sykursýki höfðu 16% á móti 19% (p=ns). Árangur
kransæðavíkkana var góður í 94% tilfella og 1,5 stoðnet notuð
að meðaltali á víkkun í báðum löndum. Stoðnet voru notuð í
88% víkkana á íslandi en 84% í Svíþjóð (p=ns) en lyfjastoðnet í
23% á móti 19% (p<0,05). Notkun ósæðarpumpu, gangráða og
segareksvarnartækja var eins. Notkun innæðaómunar (IVUS)
var 0,5% á íslandi en 3% í Svíþjóð (p<0,01) meðan flæðismæl-
ingum (FFR) var beitt í 0,2% á móti 10% tilvika (p<0,001). Á
þræðingarstofu var gangur fylgikvillalaus í 95% tilvika á íslandi
en í 97% í Svíþjóð og á legudeild í 93% og 93% tilvika (p=ns fyrir
bæði). Dauðsföll vegna kransæðavíkkana voru 0% á íslandi og
0,07% í Svíþjóð (p=ns).
Ályktanir: Hér eru í fyrsta sinn bornar saman allar krans-
æðavíkkanir á heilu ári í tveimur löndum. Hlutfall kvenna
meðal sjúklinga er fóru í kransæðavíkkun er lægra á íslandi en
í Svíþjóð. Fjöldi, árangur og fylgikvillar víkkana eru sambæri-
legir, en innæðaómun og flæðismælingar eru meira notaðar í
Svíþjóð. Á íslandi er stöðug hjartaöng oftar ástæða víkkunar,
meira er um áhættuþætti hjá sjúklingum og lyfjastoðnet eru
oftar notuð.
LÆKNAblaðið 2008/94 41