Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 38
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 Diagnostics), myeloperoxidasi (ELISA, Assay Design Inc.)/ IL-lb, IL-6, IL-8, MCP-1, VEGF, IFN-, TNF-, IL-18 og VCAM-1 (Bioplex Cytokine Assay, BioRad). Niðurstöður: Tíu sjúklingar duttu út á tímabilinu og því voru samtals 104 sjúklingar með 157 stoðnet metnir. Miðtími frá kransæðavíkkun að endurþræðingu voru 203 dagar (Q1-Q3: 185-233). Meðalaldur var 63±10 ár (spönnun 39-83 ár) og 79% sjúklinga voru karlar. Tíðni áhættuþátta var eftirfarandi: háþrýstingur 61%, háar blóðfitur 49%, sykursýki 14% og reyk- ingar 22%. Lyfjahúðuð stoðnet voru notuð í 35% sjúklinga. Tuttugu og átta sjúklingar (27%) reyndust hafa endurþrengsli. Það var ekki marktækur munur á áhættuþáttum hjá sjúklingum með endurþrengsli samanborið við sjúklinga án endurþrengsla. Ennfremur reyndust engin tengsl milli styrks bólgumiðla og tíðni endurþrengsla samkvæmt kransæðaþræðingu. Ályktun: Ofannefndir bólgumiðlar spá ekki fyrir um tilkomu endurþrengsla í stoðnetum. V 30 Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi Hannes Sigurjónsson'. Bjarni G. Viðarsson1, Þórarinn Arnórsson1, Bjarni Torfason1'2, Tómas Guðbjartsson1'2 ’Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HI hannes@lsh. is, tomasgud@landspitali. is Inngangur: Fyrsta kransæðahjáveituaðgerðin á Islandi var gerð árið 1986 og tveimur áratugum síðar hafa verið gerðar rúmlega 3000 slíkar aðgerðir á Landspítala. Ekki eru til rannsóknir á ár- angri þessara aðgerða hér á landi og tilgangur rannsóknarinnar að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á íslandi frá júní 2002 til febrúar 2005. Sjúklingum sem gengust undir aðra aðgerð samtímis kransæðahjáveitu (til dæmis loku- aðgerð) var sleppt. Alls voru 307 sjúklingar teknir með í rartn- sóknina (meðalaldur 67 ár, 79% karlar), 218 sem gengust undir hefðbundna aðgerð með aðstoð hjarta- og lungnavélar (CABG) og 89 sem fóru í aðgerð á sláandi hjarta (OPCAB). Þessir hópar voru síðan bomir saman með tilliti til fylgikvilla eftir aðgerð. Niðurstöður: Áhættuþættir voru mjög sambærilegir fyrir bæði CABG og OPCAB-hóp, en tæplega tveir þriðju sjúkling- anna voru í NYHA-flokki III/IV, 7% með EF <30% og marktæk vinstri höfuðstofnþrengsl voru til staðar hjá 41% sjúklinga. Sama átti við um aldur, fjölda æðatenginga (3,4) og EuroSCORE (4,8). Aðgerðir á sláandi hjarta tóku lengri tíma (215 á móti 191 mínútu, p<0,01) og blæðing í þeim var aukin í samanburði við hefðbundna aðgerð og munaði 498 ml (p<0,001). Tíðni endur- aðgerða vegna blæðinga og magn blóðgjafa var þó sambærileg í báðum hópum en hjartadrep í aðgerð var algengara í CABG hópi (18% á móti 9%, p<0,05) líkt og aftöppun fleiðruvökva (17% á móti 7%, p=0,03). Aftur á móti var tíðni gáttatifs (53%) og heila- blóðfalls (2%) sambærileg í báðum hópum, einnig legutími (10 dagar). Ekki var heldur marktækur munur á skurðdauða (<30 dagar) á milli hópa en hann var 2,6% fyrir hópinn í heild. Ályktanir: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi er góður og sambærilegur við stærri hjartaskurðdeildir erlendis, þar með talinn skurðdauði. Blæðing er aukin eftir aðgerðir á sláandi hjarta en tíðni hjartadreps heldur lægri samanborið við CABG. V 31 Æðaþelsfrumur örva vöxt og sérhæfingu brjósta- þekjufrumna í þrívíðri frumuræktun Sævar Ingþórsson, Valgarður Sigurðsson, Magnús Karl Magnússon, Þórarinn Guðjónsson Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum og blóðmeinafræðideild Landspítala og líffærafræði læknadeildar HI saevari@hi.is Inngangur: Vaxandi þekking á vefjamyndun líffæra bendir til þess að æðaþelsfrumur spili stórt hlutverk í þroskun og sérhæf- ingu vefja. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að æðaþel gegni lykilhlutverki í stofnfrumuvist (niche) í ýmsum líffærum. Lítið er hins vegar vitað um áhrif æðaþels á sérhæfðar þekjufrumur (kirtilþekju- og vöðvaþekjufrumur) og stofnfrumur í brjóstkirtli. Nauðsynlegt er að auka þekkingu á vefjamyndun í brjóstkirtli þar sem líklegt er að sú vitneskja auðveldi frekari kortlagningu fyrstu skrefa brjóstakrabbameinsmyndunar. Markmið rann- sóknarinnar er að þróa vefjaræktunarlíkan sem líkir eftir aðstæðum í brjóstkirtli og meta nýtingu slíks líkans til að kanna áhrif æðaþelsfrumna á vöxt og formgerð sérhæfðra þekju- frumna og stofnfrumna í brjóstkirtli. Efniviður og aðferðir: Ferskar æðaþelsfrumur og þekjufrum- ur voru einangraðar úr brjóstaminnkunaraðgerðum sam- kvæmt stöðluðum aðferðum. Einnig var notast við brjósta- þekjufrumulínurnar D382 og MCFlOa (kirtilþekjufrumulínur). Þekjufrumum var steypt ásamt æðaþeli í grunnhimnuefni og áhrif æðaþels á formgerð og stærð frumuþyrpinga metin. Til að meta áhrif leysanlegra þátta voru frumurnar ræktaðar aðskild- ar með Transwell filtrum ásamt því að notuð voru hindrandi mótefni gegn vaxtarþáttunum hepatocyte growth factor (HGF) og epidermal growthfactor (EGF). Niðurstöður: í samrækt með kirtilþekjufrumum stuðlaði æðaþel að myndun kirtilberja og aukningu á fjölda kirtilberja. Kirtilberin mynda miðlægt hol líkt því sem sést í brjóstkirtl- inum Þessi holmyndun eykst mikið í samrækt með æðaþeli. Sambærilegar niðurstöður fást í samrækt með D382 og MCFlOa, þó er holmyndun ekki eins áberandi og hjá primary frumunum. Æðaþelsfrumur örva vöxt vöðvaþekjufrumna en formgerð er óbreytt miðað við viðmiðunarrækt. Þegar frumurnar voru sam- ræktaðar aðskildar með Transwell filtrum hafði æðaþelið einnig vaxtarhvetjandi áhrif. Ályktanir: Þessar rannsóknir sýna að æðaþelsfrumur hvetja vöxt og sérhæfingu brjóstaþekjufrumna í þrívíðri rækt og er lík- legt að þessum áhrifum sé meðal annars miðlað af leysanlegum vaxtarþáttum frá æðaþeli. 38 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.