Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 33
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
FYLGIRIT 57
voru 35 og konur 32. Svörun spumingalista var 80%. Ekki náðist
eftirfylgd hjá fjórum sjúklingum. Flestir sjúklinganna, eða 31,
höfðu blóðdílasótt (idiopathic thrombocytopenic purpura) og
voru 30 á sterameðferð fyrir aðgerð. Miltistaka skilaði fullum
bata hjá 60% (18/30) og nokkrum bata hjá 23% (7/30). Fimm
sjúklingar vom með hnattrauðkomablóðleysi (spherocytosis)
og fengu allir fullan bata. Enginn þriggja sjúklinga með sjálf-
næmisrauðalosblóðleysi (autoimmune hemolytic anemia) fékk
bata. Hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma var erfiðara að
meta árangur. Sjúklingar voru bólusettir gegn pneumókokkum
í 92% (61/66) tilvika. Endurbólusetning hafði verið gerð hjá
44% (14/32). Einungis 41% (14/34) töldu sig hafa fengið góða
fræðslu um hugsanlegar afleiðingar miltisleysis.
Alvarlegir bráðir fylgikvillar komu fram hjá 16% (10/64)
sjúklinga. Einn sjúklingur með útbreitt lungnakrabbamein og
blóðflögufæð lést stuttu eftir aðgerð. Síðkomnir fylgikvillar
komu fram hjá fimm sjúklingum. Tveir fengu pneumókokka-
sýklasótt, annar þeirra var óbólusettur og hinn hafði ekki fengið
endurbólusetningu á tilskildum tíma.
Ályktanir: Miltistaka skilar góðum langtímaárangri hjá sjúkling-
um með blóðdílasótt og hnattrauðkornakvilla. Tíðni fylgikvilla
er há. Vinnureglur um undirbúning, bólusetningar, eftirfylgd og
fræðslu sjúklinga gætu fækkað fylgikvillum og bætt útkomu.
V 17 Þróun meltuónota hjá íslendingum á tíu ára tímabili
Linda B. Ólafsdóttir1, Bjami Þjóðleifsson2, Hallgrímur Guðjónsson2
’Sjálfstætt starfandi í Reykjavík, 2Landspítali
Hnda04@ru.is
Tilgangur: Meltuónot (functional dyspepsia) eru algengur
sjúkdómur og eru einkennin oft langvarandi. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að kanna þróun meltuónota hjá íslendingum
á 10 ára tímabili og kanna tengsl þeirra við einkenni frá öðrum
líffærakerfum og við lyf.
Efniviður og aðferðir: Spumingalisti var sendur til 2000 manna
úrtaks íslendinga á aldrinum 18-75 ára árið 1996. Tíu árum
síðar, 2006, var rannsóknin endurtekin á sama úrtaki íslendinga
og að auki úrtaki um 300 einstaklinga á aldrinum 18-27 ára.
Spurningalistinn innihélt 46 spumingar um einkenni frá melt-
ingarfæmm og 42 spumingar um einkenni sem tengdust öðrum
líffærakerfum og einnig lýðfræðilegum og sállíkamlegum þát-
tum.
Niðurstöður: Árið 1996 var svarhlutfall 67% sem er um 1%
íslensku þjóðarinnar á aldrinum 18-75 ára. Árið 2006 var svar-
hlutfallið um 50% sem sýnir svipaða þróun í svörum og í öðram
póstlistarannsóknum á íslandi. Meltuónot voru greind með
einkennalista sem innihélt 19 mismunandi einkenni.
Árið 1996 voru 17,8% með meltuónot (15,3% karla, 24,0%
kvenna) en 22,4% árið 2006 (17,1% karla, 26,9% kvenna).
Meltuónot eru marktækt algengari hjá yngri einstaklingum.
Ekki era tengsl milli þyngdar og meltuónota. Einstaklingar með
meltuónot eru marktækt líklegri til að missa úr vinnu vegna
veikinda en aðrir. Tengsl eru á milli töku aspiríns, parasetamóls
og verkjalyfja almennt og gigtarlyfja og einkenna meltuónota.
Tengsl era á milli kviðverkja í æsku og einstaklinga með
meltuónot. Einstaklingar með meltuónot leita oftar til læknis en
aðrir og oftar vegna kviðverkja.
Ályktanir: Meltuónot eru algeng á íslandi. Einstaklingar sem
greindir era með meltuónot eru líklegir til að hafa sömu ein-
kenni eftir 10 ár. Ekki er munur á milli kynja. Meltuónot hafa
áhrif á lífsgæði einstaklinga, þeir nota heilbrigðiskerfið í meira
mæli en aðrir, bæði á sviði lækninga og lyfjanotkunar.
V 18 Faraldsfræðileg rannsókn á brjóstsviða á íslandi, tíu
ára eftirfylgni
Linda B. Ólafsdóttir', Hallgrímur Guðjónsson2, Bjami Þjóðleifsson2
'Sjálfstætt starfandi í Reykjavík, 2Landspítali
Iinda04@ru.is
Tilgangur: Brjóstsviði er algengur kvilli í þróuðum löndum
og er hann oft langvarandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna þróun brjóstsviða hjá íslendingum á 10 ára tímabili og
kanna tengsl við einkenni frá öðrum líffærakerfum og við lyf.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til 2000 manna
úrtaks Islendinga á aldrinum 18-75 ára árið 1996. Rannsóknin
var endurtekin 2006 á sama úrtaki og að auki úrtaki um 300
einstaklinga á aldrinum 18-27 ára. Spurningalistinn innihélt 46
spumingar um einkenni frá meltingarfærum og 42 spurningar
um einkenni sem tengdust öðrum líffærakerfum, lýðfræðilegum
og sállíkamlegum þáttum.
Niðurstöður: Árið 1996 var svarhlutfall 67% en 50% árið 2006.
Brjóstsviði var greindur með sjálfsmati einstaklinga. Árið 1996
sögðust 43,1% einstaklinga vera með brjóstsviða en 45,1%
2006. Tveir þriðju sem skráðu brjóstsviða 1996 voru einnig með
brjóstsviða 2006, ekki var munur á aldri. Nær allir sögðu að lyf
við brjóstsviða hefðu áhrif á einkennin. Fjórðungur er á stöðugri
lyfjameðferð við brjóstsviða. Aðrir taka lyf við einkennum
brjóstsviða í hvert skipti. Lyfjanotkun við brjóstsviða eykst með
hækkandi aldri. Marktæk tengsl reyndust á milli brjóstsviða og
meltuónota hjá einstaklingum bæði 1996 og 2006. Einstaklingar
með of háan eða of lágan líkamþyngdarstuðul eru líklegri til að
fá brjóstsviða en aðrir. Einstaklingar með brjóstsviða eru líklegri
en aðrir að fara til læknis og fara oftar. Reykingar auka tíðni
brjóstsviða. Þriðjungur telur brjóstsviða hafa áhrif á matarlyst
og 20% segjast sleppa ákveðnum fæðutegundum og áfengi.
Helmingur telur brjóstsviða hafa áhrif á svefn.
Ályktanir: Brjóstsviði er algengur á íslandi. Líkur eru á að ein-
staklingar með brjóstsviða séu með sömu einkenni eftir 10 ár.
Brjóstsviði hefur áhrif á lífsgæði einstaklinga og notkun þeirra á
heilbrigðiskerfinu og lyfjum er meiri en annarra.
LÆKNAblaðið 2008/94 33