Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Síða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Síða 21
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 Niðurstöður: í 66% tilvika voru sýni tekin með berkjuspeglun áður en skurðaðgerð var framkvæmd, án þess að fullnægjandi greining fengist. Algengustu ábendingar sýnatöku með skurð- aðgerð voru ósk um sérhæfða greiningu (61%) og útilokun sýk- inga og illkynja vaxtar (18%). Tíðni fylgikvilla (100% á móti 16%, p<0,0001) og dánartíðni (33% á móti 1,4%, p=0,02) var marktækt hærri meðal sjúklinga sem voru í öndunarbilun fyrir aðgerð en þeirra sem ekki voru í öndunarbilun. Ákveðin vefjafræðileg greining fékkst í 80% tilvika. í kjölfar aðgerðarinnar breyttist klínísk greining í 74% tilfella. Þar af var gerð stærri breyting á greiningu í 63% tilfella en í 37% tilfella var gerð minniháttar breyting. Meðferð var breytt í 57% tilvika. Hjá 63 sjúklingum var vitað um gang sjúkdóms fyrsta árið eftir meðferð. Reyndist klínískur bati vera hjá 57% sjúklinga, líðan var óbreytt hjá 32% sjúklinga og 17% voru verri. Ályktanir: Greiningargeta sýnatöku úr lungum með skurð- aðgerð er ágæt. I kjölfar aðgerðarinnar breyttist klínísk grein- ing hjá meirihluta sjúklinga. Meirihluti sjúklinga ná bata eftir aðgerð. í ljósi hærri dánartíðni og aukinnar tíðni fylgikvilla hjá sjúklingum með öndunarbilun ætti að íhuga vandlega kosti og galla aðgerðarinnar hjá þeim. E 17 Faraldsfræði æðabólgusjúkdóma á íslandi 1996-2006 Tekla Hrund Karlsdóttir', Ragnar Freyr Ingvarsson* 2, Árni Jón Geirsson2, Kristján Steinsson2, Jóhannes Bjömssonu, Björn Rúnar Lúðvíksson1-2 'Læknadeild HÍ, 2Landspítala rafn@hi.is rfi@heimsnet.is Inngangur: Æðabólgusjúkdómar eru oft lífshættulegir með afar ólíkar birtingarmyndir og meingerðir. Orsakavaldur þessara margvíslegu sjúkdóma er í flestum tilfellum óþekktir og geta þeir lagst á alla aldurshópa. Almennt er hér um sjaldgæfa sjúk- dóma að ræða en slíkt hefur þó ekki verið kannað í heild sinni á Islandi fram að þessu, að risafrumuæðabólgu undanskilinni*. Okkar markmið var að kanna algengi æðabólgusjúkdóma, ann- arra en risafrumuæðabólgu, á íslandi á árunum 1996-2006. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk. Leitað var samkvæmt greiningarkóðum í sjúkraskrárgrunni Landspítala og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar auk þess sem leitað var í gagnagrunni Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Safnað var saman upplýs- ingum um eftirtalda æðabólgusjúkdóma; Kawasakisjúkdóm (KD), Henoch-Schönlein purpura (HSP), Wegenershnúðager (WG), smásæja fjölæðabólgu (microscopic polyangitis, MPA), Churg-Strauss heilkenni (CSS), ósæðarbogaheilkenni (Takayasu, TA), drepæðabólgu (Polyarteritis nodosa, PAN) og einangraða slagæðabólgu (isolated necrotísing arteritis, INA). Sjúkraskrá þeirra sem greindust með æðabólgusjúkdóm á þessu tímabili voru skoðaðar og upplýsingar um sjúkdómsmynd, rannsóknir og afdrif voru skráð. Niðurstöður: Fjöldi (%) Meóalaldur Kynjahlutfall (kk:kvk) Á lífi Kawasaki sjúkdómur 18 (18,2%) 29,9 mán. (2-122 mánaöa) 5:1 18/18 Henoch-Schönlein purpuri 32 (32,3%) 17 ára (0,25-79) 1:1 31/32 Wegenershnúðager 23 (23,2%) 56,3 ára (23-87) 1:2 22/23 Smásæ fjölæöabólga 3 (3%) 52,7 ára (20-70) 0:3 2/3 Churg Strauss heilkenni 7(7%) 52,1 ára (33-72) 1:2 7/7 ÓSceðarbogaheilkenni 2 (2%) 70 ára (64-72) 0:2 2/2 Drepæðabólga 6(6%) 47 ára (15-71) 2:1 4/6 Einangruö slagæöabólga 8(8%) 55 ára (42-65) 3:5 8/8 Samtals 99 94/99 Ályktanir: Frumkomnar æðabólgur eru sjaldgæfir sjúkdómar á íslandi. Tíðni KD, HSP, WG virðist sambærileg því sem þekkist á Vesturlöndum en CSS, PAN, TA, MPA virðist heldur sjaldgæf- ari. Horfur verða að teljast góðar þar sem einungis fimm af 99 greindum með æðabólgusjúkdóm hafa látist. Heimild: * Baldursson O, et al. Giant cell arteritis in Iceland. An epidemiologic and histopathologic analysis. Arthritis Rheum 1994; 37:1007-12. E 18 Ónæmissvar við brátt hjartadrep Emil Ámi Vilbergsson1-3, Dagbjört Helga Pétursdóttir1, Inga Skaftadóttir1, Guðmundur borgeirsson23, Bjöm Rúnar Lúðvíksson13 'Ónæmisfræðideild, 2lyflæknasviði I Landspítala, ’læknadeild HÍ dagbhp@iandspitati.is bjornlud@landspitali.is Inngangur: Brátt hjartadrep er lífshættulegt ástand sem krefst skjótrar og réttrar meðferðar. Meðferð felst í því að opna lok- aðar kransæðar með segaleysandi lyfjameðferð eða víkkun. Nýlegar rannsóknir hafa bent til að vefjaskaða hjartadreps megi að hluta til rekja til ræsingar á bólgusvari ónæmiskerfisins. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort finna mætti merki um ræsingu ónæmissvars við brátt hjartadrep. Efniviður og aðferðir: Öllum einstaklingum með brátt hjarta- drep er komu á bráðamóttöku Landspítala frá janúar til júlí 2002 var boðin þátttaka. Þátttakendum var skipt í fjóra hópa eftir því hvaða meðferðarúrræði voru veitt: 1) engin meðferð, 2) segaleysandi meðferð er leiddi til opnunar æðar, 3) segaleys- andi meðferð sem opnaði ekki æðina og 4) æð er opnuð með percutaneous coronary intervention (PCI). Blóðsýni voru fengin við komu og 24 klukkustundum frá komu. Ræsing hvítra blóðkoma var metin með frumuflæðisjá þar sem tíðni og flúrljómun yf- irborðssameindanna CD4, CD8, CD25, CD14, CD54, HLA-DR, CR-1 voru greind. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fengust 16 einstaklingar til þátttöku. Hjá 10 af 16 tókst að enduropna kransæð. Hlutfall LÆKNAblaðið 2008/94 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.