Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 30
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 Alvarlegir fylgikvillar geta verið ásvelging með endurteknum lungnabólgum og vannæring. Sjúkratilfelli: Um er að ræða tvö tilfelli þar sem framkvæmdar voru í fyrsta skipti á íslandi aðgerðir á ZS með sveigjanlegri holsjá. Fyrra tilfellið er 87 ára gömul kona með háþrýsting og byrjandi elliglöp. Hún var innlögð vegna endurtekinnar lungna- bólgu beggja vegna sem talin var vera vegna ásvelgju. Saga var um hægt versnandi kyngingarerfiðleika og hafði hún að mestu nærst á fljótandi fæðu síðastliðinn tvö ár og lést um rúm 10 kg. Framkvæmd var kyngingarrannsókn með skuggaefni og kom í ljós stór (6 cm) ZS. Var henni ekki treyst í aðgerð í svæfingu en ákveðið að gera aðgerð í holsjá. Eftir aðgerð gat hún nærst á eðlilega hátt og líkamsþyngd tók að aukast. Seinna tilfellið er 71 árs gamal karlmaður með sögu um vanstarfsemi á skjaldkirtli, kransæðasjúkdóm og væga langvinna nýrnabilun. Síðastliðin fimm ár hafði hann hægt vaxandi kyngingarerfiðleika og var farinn að sneiða hjá ákveðinni fæðu en þyngd var þó stöðug. Hann hafði orðið stöðuga tilfinningu um aðskotahlut í hálsi, bakflæði á fæðu í munn og hósta. Röntgenrannsókn leiddi í Ijós 4 cm stóran ZS. Holsjáraðgerð var gerð og gekk án fylgikvilla. Einkenni hurfu eftir aðgerð. Umræða: Hingað til hafa aðgerðir á ZS á íslandi verið fram- kvæmdar í opnum aðgerðum á hálsi eða með stífum holsjám í svæfingu. Víða erlendis hefur frá árinu 1995 færst í vöxt að þess- ar aðgerðir séu framkvæmdar með sveigjanlegum holsjám þar sem sjúklingi eru gefin róandi lyf. Kostur þessarar aðferðar er að komast má hjá svæfingu auk þess sem aðgerðin er einföld og innlagnar á sjúkrahús í mörgum tilfellum ekki þörf. Oft eru þess- ir sjúklingar mjög aldraðir og algengt að þeir þjáist af öðrum sjúkdómum sem gerir svæfingu og aðgerð áhættusama. V 9 Afnæmingarmeðferð á íslandi 1977-2006 Yrsa B. Löve1, Björn Rúnar Lúðvíksson', Davíð Gíslason1, Unnur Steina Björnsdóttir2, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1, Inga Skaftadóttir1 'Landspítali, 2HÍ yrsa@landspitali.is Inngangur: Tíðni ofnæmis hefur farið ört vaxandi á síðustu áratugum. Afnæmingarmeðferð (specific immunotherapy, SIT) er eina meðferðin sem mögulega er talin geta læknað ofnæmi varanlega. Meðferðin hefur tíðkast á Islandi í um þrjá áratugi. Samantekt á fjölda einstaklinga sem fengið hafa afnæming- armeðferð og á árangri meðferðarinnar á Islandi hefur ekki áður verið gerð. Meðferðin felst í því að gefnar eru sprautur sem inni- halda lausn með ofnæmisvakanum í. Lausnin er gefin undir húð í vaxandi skömmtum þar til viðhaldsskammti er náð en þá tekur við viðhaldsmeðferð sem gefin er á sex vikna fresti og stendur í um þrjú ár. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra sem fengið hafa afnæmingarmeðferð á göngudeild ofnæmis á Landspítala. Upplýsingar voru sóttar í sjúkraskrár og tölvukerfi Landspítala. Heildarfjöldi, kyn og aldur við upphaf meðferðar var skráð sam- kvæmt upplýsingum úr sjúkraskrá. Niðurstöður: Á 30 ára tímabili, 1977-2006, fengu alls 289 ein- staklingar afnæmingarmeðferð á göngudeildinni. Af þeim voru 164 karlar (57%) og 125 konur (43%). Aldursskipting hópsins var þannig að flestir hófu meðferð á aldrinum 11-20 ára (138, eða 48,6%), því næst á aldrinum 21-30 ára (84 eða, 29,6%) og 31- 40 ára (39, eða 13,7%). Fimm voru 10 ára og yngri. Einn var yfir fimmtugu. Nánast allir fengu meðferð vegna grasofnæmis. Ályktanir: Afnæmingarmeðferð við ofnæmissjúkdómum er viðurkennd aðferð til meðhöndlunar á ofnæmi og hefur fest sig í sessi hér á landi. Hún er mest notuð meðal unglinga og ungra fullorðinna, sem samrýmist vel gangi ofnæmissjúkdóma, en þeir valda mestum einkennum hjá þessum sömu aldurshópum. Hærra hlutfall karla en kvenna fékk meðferðina. Tíðni ofnæmis er heldur hærri hjá drengjum en stúlkum, en þessi munur eyðist er kemur fram á fullorðinsár. V 10 Bælivirkni TGF-þ1 og anti-TNFa tengist bælingu á helstu hjálparviðtökum T-frumna Brynja Gunnlaugsdóttir1'2-3, Laufey Geirsdóttir1, Bjöm Rúnar Lúðvíkssonu ■Ónæmisfræðideild, 2rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum Landspítala, ’læknadeild HÍ brynja@iandspitati.is bjomlud@landspitali.is Inngangur: Boðefnið Transforming growth factor betal (TGF- pl) mótar ræsingu og sérhæfingu T-frumna. Almennt eru áhrifin ónæmisbælandi en bælivirknin minnkar ef T-frumur fá boð um að ónæmisvakinn sé hættulegur (danger signal). Ekki er vitað hvort og þá hvernig TGF-þl hefur áhrif á samskipti T-frumna við sýnifrumur. Stöðugleiki þessara samskipta ræðst af inn- limun helstu lykilsameinda og himnufleka inn í snertiflötinn sem nefnist immunological synapse (IS). Rannsóknartilgátan er sú að TGF-þl hamli gegn uppbyggingu og/eða virkni IS og að boð sem miðla hættuboðum til T-frumna vinni gegn þessum áhrifum TGF-pi. Efniviður og aðferðir: Óreyndar T-frumur (CD3+) úr nafla- strengsblóði og óræstar (CD4+CD25-) T-frumur úr bláæðablóði voru einangraðar. T-frumumar voru örvaðar um T-frumuvið- takann með sértæku mótefni. Anti-CD28 var bætt í valdar ræktir til að veita viðbótarörvun. Einnig var TGF-pi, TNFa og anti- TNFa (infliximab) bætt í valdar ræktir. T-frumum var safnað 15 mínútum, tveimur klukkustundum eða fjórum dögum eftir ræs- ingu. Tjáning á CD4, CD8 og himnuflekum var metin. Myndun og virkni IS var metin út frá hlutfalli T-frumna sem paraðist við anti-CD3 húðaðar plastkúlur. Niðurstöður: TGF-pi hafði marktæk bælandi áhrif á tján- ingu CD4 og CD8. Þessi áhrif voru þó eingöngu til staðar við lágmarksörvun og hurfu ef viðbótarörvun eða TNFa var einnig til staðar. Áhugavert var að anti-TNFa meðferð leiddi einnig til bælingar á CD4 en ekki CD8 við sömu skilyrði. Að lokum benda fmmniðurstöður okkar til þess að bælivirkni TGF-þl tengist bælingu á myndun hinmurafta án þess að það endurspeglist í minnkaðri bindingu við gervi-sýnifrumur af sömu stærð. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að bælivirkni TGF-þl sé að hluta til komin vegna áhrifa á tjáningu CD4 og CD8 sem em lykilsameindir í samskiptum T-frumna við sýnifmmur og 30 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.