Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 35
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 síðar er konan við góða heilsu og einkenni æsivaxtar hafa að hluta til gengið til baka. S-VH gildi hafa lækkað úr 21,4 ng/ml í 0,8 ng/ml (0,5-5 ng/ml) og IGF-1 er nú eðlilegt. Alyktanir: Þetta tilfelli sýnir að æxli utan heiladinguls geta framleitt vaxtarhormónakveikju og valdið æsavexti. Um afar sjaldgæft fyrirbæri er að ræða og aðeins nokkrum tugum til- fella hefur verið lýst til þessa. Hjá sjúklingum með æsavöxt er mikilvægt að hafa krabbalíki í lungum í huga, sérstaklega ef niðurstöður myndgreiningarrannsókna á heiladingli eru ekki afgerandi. V 22 Algengi og nýgengi samfallsbrota í hrygg meðal sjötíu og fimm ára kvenna Díana Óskarsdóttir11 Gunnar Sigurðsson1-2'3 'Læknadeild HÍ, 2innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala, 3Hjartavemd mariah@landspitali.is Inngangur: Samfallsbrot í hrygg eru ein algengustu beinþynn- ingarbrot meðal kvenna eftir 65 ára aldur. Algengi þeirra er hins vegar ekki ljóst þar sem einungis hluti þessara einstaklinga er greindur með brot. Konur með samfallsbrot eru í aukinni hættu á frekari brotum. Með nýjustu dual energy X-ray absorp- tiometry (DEXA) tækjum er hægt að meta útlit hryggjarliðbola með álíka gæðum og með venjulegri röntgenmynd. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi og nýgengi samfallsbrota samkvæmt DEXA-myndum hjá 166 konum 75 ára, á fjögurra ára tímabili með tveimur mismunandi aðferðum. McCloskey-aðferð sem er bein hæðarmæling á hryggjarliðbolum og algorithm-based qimlitative method (ABQ). Efniviður og aðferðir: Hryggjarmynd af brjóst- og lenda- liðbolum (hliðarmynd L4-T4) var gerð með DEXA - Hologic QDR 4500 árið 2003 og að nýju 2007 á beinþéttnimælistofu Landspítala háskólasjúkrahúss. Brotin voru skilgreind sjálfstætt með hvorri aðferð fyrir sig; McCloskey-brotin voru staðfest ef lækkun á liðbol var >20%, ABQ byggir á sjónrænu mati á aflög- un hryggjarliðbola. Niðurstöður: Samkvæmt McCloskey var algengi samfallsbrota meðal kvennanna 29% árið 2003 en 41% árið 2007. Nýgengi á rannsóknartímabilinu var 17%. Samkvæmt ABQ var algengi brotanna 32,5% 2003 en 38,5% 2007. Nýgengi á rannsókn- artímabilinu var 9%. Ályktanir: Hryggjarmyndir má auðveldlega framkvæma í kjölfarið á beinþéttnimælingum í DEXA. Þar sem algengi samfallsbrota, samanber niðurstöður rannsóknarinnar, var um 30% og nýgengi á rannsóknartímabilinu um 17% sam- kvæmt McCloskey-greiningu eru slíkar mælingar ákjósanlegar viðbótarmælingar meðal eldri kvenna við heildarmat á bein- þynningu. Svo virðist sem samfallsbrot greinist fyrr með ABQ aðferðinni og því er vert að gera frekari athugun á samræmi milli þessara tveggja aðferða. V 23 Hvaða þættir tengjast styrk kalkkirtlahormóns í blóði við D-vítamín skort? Örvar Gunnarsson', Ólafur Skúli Indriðason1, Leifur Franzson2, Gunnar Sigurðsson1 'Lyflæknasviði 1,2rannsóknarsviði Landspítala orvarg@gmail. com Inngangur: Þó samband styrks kalkkirtlahormóns (PTH) og D- vítamíns (25(OH)D) í blóði sé vel þekkt er töluverður breytileiki í styrk PTH sem ekki skýrist eingöngu af D-vítamínstöðu ein- staklingsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvaða þættir tengjast PTH-styrk við 25(OH)D skort. Efniviður og aðferðir: Þetta var þversniðsrannsókn sem tók til 516 karla og kvenna á aldrinum 30-85 ára með D-vítamín skort, skilgreint sem 25(OH)D <45 nmól/L. Hópnum var skipt í fernt eftir PTH-styrk í blóði og hæstu og lægstu fjórðungarnir bornir saman. Við notuðum þrepaskipta, fjölþátta lógistíska aðhvarfs- greiningu til að ákvarða hvaða þættir hefðu sjálfstæð tengsl við PTH-stöðu. Allur samanburður var gerður fyrir karla og konur sérstaklega. Niðurstöður: Karlmenn með PTH-gildi í lægsta fjórðungnum reyndust vera marktækt (p<0,05) yngri, með minni orkuinntöku, lægri líkamsþyngdarstuðul (Body Mass Index, BMI) og betri nýrnastarfsemi samanborið við hæsta fjórðunginn. Þeir voru með hærri gildi jónaðs kalsíum, Insulin-like Growth Factor 1 (IGF-1), testósteróns og voru líklegri til að reykja. Konur með PTH-gildi í lægsta fjórðungnum voru yngri, höfðu lægri lík- amsþyngdarstuðul og magnesíumgildi en hærri gildi IGF-1 og voru líklegri til að reykja. Aðhvarfsgreining leiddi í ljós að IGF-1, testósterón og líkamsþyngdarstuðull höfðu marktæk sjálfstæð tengsl við PTH-gildi hjá körlum (R2=0,472) en reykingar, líkams- þyngdarstuðull og nýmastarfsemi hjá konum (R2=0,362). Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að við D-vítamín skort hafi aðrir þættir en D-vítamín áhrif á styrk PTH og geti bætt upp þann skort. Þessir þættir virðast vera ólíkir milli karla og kvenna. Þannig höfum við hjá körlum fundið áður óþekkt tengsl IGF-1 og testósteróns við PTH og meðal kvenna höfum við staðfest niðurstöður fyrri rannsókna er sýna tengsl reykinga, líkamsþyngdarstuðuls og nýmastarfsemi við PTH-styrk. V 24 Háþrýstingur í börnum og marklíffæraskemmdir á fullorðinsárum Ásthildur Erlingsdóttir' Ólafur Skúli Indriðason2, Viðar Öm Eðvarðsson3 'Læknadeild HÍ, 2lyflæknasviði 1,3Barnaspítala Hringsins Landspítala olasi@landspitali.is Inngangur: Hár blóðþrýstingur í börnum getur verið áhættu- þáttur fyrir háþrýstingi og aukinni tíðni hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl blóðþrýstings á barnsaldri við hjarta-, æða- og nýrna- sjúkdóma á fullorðinsaldri. Efniviður og aðferðir: Við fundum einstaklinga undir 18 ára aldri, sem lögðust inn til valaðgerða eða rannsókna á sjúkrahús- in í Reykjavík á árunum 1950-67, þar sem blóðþrýstingur hafði verið mældur. Við könnuðum afdrif þeirra og kölluðum þá inn LÆKNAblaðið 2008/94 35

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.