Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 37
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 V 27 Faraldsfræði og framrás gauklasjúkdóma meðal aldraðra einstaklinga Konstantín Shcherbak', Ólafur Skúli Indriðason2, Viðar Eðvarðsson3, Jóhannes Bjömsson4-5, Runólfur Pálsson2'5 ‘Öldrunarsviði, 2nýmalækningaeiningu lyflæknasviðs 1,3Bamaspítala Hringsins, 4rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, 5læknadeild HÍ runolfuhSlandspitali. is Inngangur: Gauklasjúkdómar eru meðal algengustu orsaka lokastigsnýmabilunar (LSNB). Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta faraldsfræði og framrás gauklasjúkdóma meðal aldraðra samanborið við yngri fullorðna einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á ein- staklingum sem greindust með gauklasjúkdóm á Islandi á ár- unum 1983-2002. Upplýsingar um afdrif sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám Landspítala, íslensku nýrnabilunarskránni og Þjóðskrá. Sjúklingar yngri en 18 ára vom útilokaðir og þeim fullorðnu skipt í tvo hópa, undir 65 ára og 65 ára og eldri. Niðurstöður em sýndar sem miðgildi (spönn). Niðurstöður: Af 257 fullorðnum vom 187 undir 65 ára aldri (18,3-64,8 ár) og 70 voru 65 (65,3-85,6) ára eða eldri. Nýgengi gauklasjúkdóms hjá þeim eldri var 12,3/100.000/ár og hjá þeim yngri 5,9/100.000/ár. Nýrungaheilkenni var algengasta ástæða nýrasýnistöku hjá eldri hópnum en afbrigðileg þvagrannsókn meðal þeirra yngri. Hjá þeim eldri voru algengustu greining- arnar æðabólga (11,4%), sykursýkinýmamein (11,4%), mýlildi (8,6%) og membmnous nephropathy (8,6%) en í tilviki þeirra yngri voru það IgA nýrnamein (33,2 %),focal segmental glomeruloscleros- is (11,2%) og gauklabólga af völdum rauðra úlfa (8,6%). Lengd eftirfylgdar hjá eldri hópnum var 4,1 (0,0-20,9) ár og voru 21,4% sjúklinga á lífi án þess að þarfnast meðferðar við lokastigsnýma- bilun í lok tímabilsins, 17,1% höfðu fengið meðferð við lokastigs- nýrnabilun og 61,4% höfðu látist án þess að hafa þarfnast með- ferðar við lokastigsnýmabilun, þar af vom 26% með rGSH <15 ml/mín./l,73 m2. Við lok eftirfylgdar sem varaði í 10,3 (0,0-24,2) ár, voru 69,7% yngri einstaklinganna á lífi án þess að þarfnast meðferðar við lokastigsnýrnabilun, 17,8% höfðu fengið meðferð við lokastigsnýrnabilun og 12,4% höfðu látist án þess að hafa þurft á meðferð við lokastigsnýmabilun að halda. Ályktanir: Tíðni, orsakir og sjúkdómsframvinda gauklasjúk- dóma virðist mismunandi meðal yngri og eldri fullorðinna. V 28 Skurðsýkingar eftir bláæðatöku á ganglimum við opnar kransæðahjáveituaðgerðir Helga Hallgrímsdóttir', Asta S. Thoroddsen1, Tómas Guðbjartsson3-2 ’Hjúkrunarfræðideild, 2læknadeild HÍ, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala helgahaKSIandspitali. is Inngangur: Skurðsýkingar eru einn algengasti fylgikvilli krans- æðahjáveituaðgerða (CABG) og geta meðal annars komið í bringubeinsskurð. Mun algengari eru þó skurðsýkingar eftir bláæðatöku, eða 2-26% samkvæmt erlendum rannsóknum. Ekki eru til tölur um tíðni þessara sýkinga hér á landi og markmið þessarar rannsóknar var að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn á 65 sjúklingum (51 karl, meðalaldur 64 ár) sem gengust undir CABG á Landspítala frá 1. sept. til 26. des. 2007. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og var öllum sjúklingum fylgt eftir í 30-40 daga eftir aðgerð. Skurðsár voru metin samkvæmt ASEPSIS stigakerfi og var sýking skilgreind sem ASEPSIS-skor >20. Bomir voru saman sjúklingar með og án sýkingar og kannaðir áhættuþættir sýkingar. Niðurstöður: Alls greindust 15 sjúklingar með sýkingu (23,1%) innan 35 daga frá aðgerð og fengu þeir allir sýklalyf. Að með- altali greindist skurðsýkingin á 17. degi (bil 9-33 dagar) en í 67% tilfella voru sjúklingar útskrifaðir þegar skurðsýking greindist. Eins og búast mátti við var ASEPSIS-skor hærra hjá sýktum en hjá ósýktum (29,5 á móti 9; p<0,0001) og skurðirnir 6 cm lengri í fyrrnefnda hópnum þótt munurinn væri ekki marktækur (p=0,06). Að öðm leyti voru hóparnir mjög sambærilegir hvað varðar áhættuþætti eins og til dæmis aldur, kyn, líkamsþyngd- arstuðull (body mass index, BMI), sykursýki og æðasjúkdóma. Legutími fyrir og eftir aðgerð var einnig sambærilegur í báðum hópum (níu og 11 dagar). Hins vegar sást tilhneiging til lægri sýkingatíðni eftir brotinn í stað heils skurðar (13,3 á móti 36%, P=0,12). Ályktanir: Tæplega fjórðungur sjúklinga greinist með skurðsýk- ingu eftir bláæðatöku við CABG og fær meðferð með sýklalyfj- um. Sýkingartíðni var hærri í þessari rannsókn en í sambæri- legum rannsóknum erlendis, en taka verður tillit til þess að sjúklingum var fylgt óvenjulengi eftir í þessari rannsókn sem hækkar tíðnina. Brýnt er að kanna betur áhættuþætti þessara sýkinga í stærri samanburðarrannsókn og gera ráðstafanir til að fækka þeim. V 29 Bólgumiðlar spá ekki fyrir um tilkomu endurþrengsla í stoðnetum Sigurdís Haraldsdóttir1'3, Dagbjört Helga Pétursdóttir2, Þórarinn Guðnason1, Axel F. Sigurðsson1, Anna Helgadóttir4, Kristján Eyjólfsson1, Sigurpáll Scheving', Kristleifur Kristjánsson4, Björn Rúnar Lúðvíksson2, Karl Andersenu ’Hjartadeild, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3læknadeild HÍ, 4íslenskri erfðagreiningu sih17@hi.is Inngangur: Endurþrengsli í stoðneti koma fram hjá 20-30% sjúklinga á fyrstu 6-12 mánuðum eftir kransæðavíkkun. Bólgumiðlar hafa talsvert verið rannsakaðir í kransæða- sjúkdómi en minna í greiningu endurþrengsla í stoðnetum. Markmið verkefnisins var að kanna á framsæjan hátt hvort nota mætti mælingar á bólgumiðlum til að spá fyrir um tilkomu end- urþrengsla í stoðnetum. Efniviður og aðferðir: Hundrað og fjórtán sjúklingar sem fóru í kransæðavíkkun og fengu stoðnet voru teknir inn á tímabilinu maí 2005 til júlí 2006. Sjúklingar með bráða kransæðastíflu, fyrri sögu um kransæðasjúkdóm, nýrnabilun og skuggaefnisofnæmi voru útilokaðir. Blóðprufur voru teknar í kransæðavíkkun og sex mánuðum seirma voru allir kallaðir inn í nýja krans- æðaþræðingu og blóðprufa endurtekin. Eftirfarandi bólgu- miðlar voru mældir: hs-CRP (CRP Latex HS reagent, Roche LÆKNAblaðið 2008/94 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.