Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 27
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 Ágrip veggspjalda V 1 Ábendingar og árangur meðferðar með ECMO-dælu á íslandi 1991-2007 Þorsteinn H. Ástráðsson1, Bjarni Torfason23, Tómas Guðbjartsson2'3, Líney Símonardóttir2, Felix Valsson1 ‘Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ steini30@gmail. com, felix@landspitali. is Inngangur: ECMO (ExtraCorporeal Membrane Oxygenation)- dæla hefur í rúma þrjá áratugi verið eitt af meðferðarúrræðum við mjög svæsinni öndunar- og/eða hjartabilun. Dælan er þá notuð til að veita blóði úr stórri bláæð í loftskiptatæki (gervi- lunga) og þaðan aftur í blá- eða slagæðakerfi sjúklings. Erlendis hefur góður árangur náðst við ECMO-meðferð nýbura en hjá fullorðnum eru ábendingar óljósari og árangur lakari. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur ECMO-meðferðar hjá fullorðnum á íslandi á árunum 1991-2007. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til allra tilfella þar sem ECMO-meðferð hefur verið beitt hér á landi. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám Landspítala. Niðurstöður: Atján sjúklingar hafa verið meðhöndlaðir með ECMO-dælu. Níu þessara sjúklinga voru með svæsna öndunar- bilun, oftast vegna lungnabólgu (n=4) og níu höfðu hjartabilun, oftast vegna kransæðastíflu (n=4). Heildarlifun var 56%. Lifunin var 56% hjá bæði sjúklingum með öndunarbilun og hjartabilun. Konurnar fimm lifðu allar en átta af 13 körlum létust. Sjúklingar með öndunarbilun sem lifðu af ECMO-meðferðina voru 5,2 daga í öndunarvél áður en meðferðin hófst samanborið við 9,8 daga hjá þeim sem ekki lifðu meðferðina. Tveir sjúklingar hlutu alvarlegar blæðingar sem að hluta til mátti rekja til blóðþynn- ingar í tengslum við ECMO-meðferðina og lést annar þeirra. Ályktanir: Árangur af notkun ECMO-dælu á íslandi telst vera góður og stenst vel erlendan samanburð. Rúmur helmingur sjúklinga hér á landi lifir af meðferðina. Yngri sjúklingum virð- ist famast heldur betur sem og þeim sem eru stutt í öndunarvél áður en ECMO-meðferð er hafin. f öllum tilvikum var ECMO- dæla síðasta meðferðarúrræðið og telja höfundar að án hennar hefðu allir sjúklingar látist. Við teljum því að gildi þessarar með- ferðar hér á landi hafi verið staðfest. V 2 Kviðarholsháþrýstiheilkenni í kjölfar ECMO meðferð- ar eftir bráða ósæðarlokuskiptaaðgerð. Sjúkratilfelli Haraldur Már Guðnason1, Guðjón Birgisson2, Alma Möller3-5, Kári Hreinsson3, Helgi K. Sigurðsson2, Davíð O. Amar1-5, Tómas Guðbjartsson1-5 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2almenn skurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, ''hjartadeild Landspítala, 5læknadeild HÍ hstudmed@gmail. com Inngangur: Kviðarholsháþrýstiheilkenni (abdominal com- partment syndrome) er skilgreint sem kviðarholsþrýstingur >20 mmHg og einkennist af skertu blóðflæði til hjarta, lungna og líffæra í kviðarholi. Heilkennið sést einkum hjá sjúklingum með kviðarholsáverka og eftir stórar kviðarholsaðgerðir. í alvarleg- um tilfellum er dánarhlutfall mjög hátt (>50%). Hér er greint frá tilfelli af alvarlegu tilfelli kviðarholsháþrýstiheilkennis í kjölfar bráðrar hjartaaðgerðar. Sjúkratilfelli: Fjörutíu og sex ára kona með þekkta ósæð- arlokuþrengingu leitaði á bráðamóttöku með brjóstverk. Þar fer hún endurtekið í hjartastopp sem ekki svarar rafstuði og er því flutt á skurðstofu þar sem hjartað er hnoðað beint, hún tengd við hjarta- og lungnavél og skipt um ósæðarloku. f aðgerðinni sem tók 18 klukkustundir var dæluvirkni hjartans afar léleg og varð því að hvíla hjartað með því að koma fyrir ECMO (ExtraCorporeal Membraneous Oxygenation) -dælu úr hægri gátt yfir í ósæð. Nokkrum klukkustundum síðar þandist kviðurinn út og mældist þrýstingur í þvagblöðru 27 mm Hg. Kviðarholið var opnað og lækkaði þrýstingurinn strax í eðlileg gildi. Kviðurinn var skilinn eftir opinn í sólarhring og síðan lokað með sárasogsvampi. ECMO-meðferðin tók alls átta daga. Á þeim tíma fékk konan í fjölkerfabilun. f kjölfarið greindist hjá henni drep í maga og gömum og þurfti að nema á brott þriðjung magans. Sárasogsvampi var beitt áfram og smám saman var hægt að loka kviðarholinu. Fjölkerfabilun gekk yfir og útskrif- aðist hún á legudeild eftir 108 daga á gjörgæslu. Heildarblæðing var 44 lítrar og gekkst hún undir 38 skurðaðgerðir, flestar á kviðarholi. Fjórum mánuðum frá upphaflegu hjartaaðgerðinni er konan á góðum batavegi. Umræða: Kviðarholsháþrýstiheilkenni er lífshættulegt fyrirbæri sem mikilvægt er að hafa í huga hjá gjörgæslusjúklingum. Auðvelt er að greina það með þrýstimælingu í þvagblöðru og meðferð felst yfirleitt í að opna kviðarholið og létta þannig á þrýstingnum. í þessu tilfelli voru orsakir heilkennisins senni- lega margþættar, meðal annars bjúgur í görnum vegna langrar hjartaaðgerðar og ECMO-meðferðar, mikil vökvagjöf og blæð- ing í aftanskinurými. V 3 Sjálfsprottið loftmiðmæti í kjölfar jógaæfinga. Sjúkratilfelli Einar Hafberg1- Gunnar Guðmundsson2'4- Tómas Guðbjartsson3-4 ‘Slysa- og bráðadeild, 2lungnadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild H1 hafberg@gmail. com Inngangur: Sjálfsprottið loftmiðmæti (spontanteous pneumo- mediastinum) er skilgreint sem óeðlileg loftsöfnun í miðmæti án augljóss orsakavalds (til dæmis sýkingar eða áverka). Um er að ræða sjaldgæfan kvilla sem aðallega greinist í annars hraustum karlmönnum. Oftast þarf enga sérstaka meðferð og horfur eru góðar. Hér er lýst einstæðu tilfelli af Landspítala. Sjúkratilfelli: Áður hraustur 23 ára karlmaður leitaði á slysa- deild Landspítala vegna brjóstverkja sem versnuðu við innönd- LÆKNAblaðið 2008/94 27

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.