Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 24
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 E 24 Styrkur ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í blóði og tíðni gáttatifs eftir opna hjartaskurðaðgerð Ragnhildur Heiðarsdóttir1, Ólafur Skúli Indriðason2, Davíð O. Amar2, Bjarni Torfason3, Runólfur Pálsson2, Viðar Öm Eðvarðsson4 * * * * *, Gizur Gottskálksson2, Guðrún V. Skúladóttir1 ’Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild HÍ, 2lyflæknasviði 1,3skurðlæknasviði, 4Bamaspítala Hringsins, Landspítala davidar<Slandspitali.is olasi@landspitali.is Inngangur: Gáttatif er þekktur fylgikvilli eftir opna hjartaað- gerð. Rannsóknir sýna að bólgumyndun geti átt þar hlut að máli og að meðferð með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum gæti minnkað tíðni gáttatifs eftir slíka aðgerð. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna sambandið milli tilkomu gáttatifs eftir opna hjartaaðgerð og styrks ómega-3 fjölómettaðra fitusýra og C reactive protein (CRP) í blóði. Efniviður og aðferðir: Tekin voru blóðsýni úr sjúklingum er taka þátt í slembiraðaðri, blindaðri, lyfleysustýrðri rannsókn á ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum til að fyrirbyggja gáttatif eftir opna hjartaaðgerð. Styrkur ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í fosfólípíðum blóðs á aðgerðardegi var mældur ásamt styrk CRP eftir aðgerð. Fylgst var með sjúklingum í hjartarafsjá og tilfelli gáttatifs sem stóðu lengur en fimm mínútur skráð. Niðurstöður: Fjörtíu og einn sjúklingur hefur verið tekinn í rannsóknina. Gáttatif greindist hjá 26 (63,4%, 18 karlar), að með- altali 2,8 dögum eftir aðgerð. Einþátta greining (Mann-Whitney próf) sýndi að þeir sem fengu gáttatif voru eldri, 70 (46-78) á móti 66 (50-77) ára (p=0,02) og með hærri styrk af heildar ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum, 128 (75-194) á móti 96 (68- 242) pg/ml (p=0,02), eicosapentaenoic acid (EPA) (20:5n-3), 39 (16-84) á móti 25 (9-53) pg/ml (p=0,02), DHA (22:6n-3), 72 (51-105) á móti 57 (36-76) pg/ml (p=0,001), samanborið við þá sem ekki fengu gáttatif. Hæsta gildi CRP eftir aðgerð var ekki marktækt hærra meðal sjúklinga með gáttatif, 208 (87-312) á móti 195 (55-279) mg/L (p=0,08) við einþátta greiningu. Hins vegar sýndi fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining marktæka fylgni gáttatifs við aldur, OR 1,11 (95% öryggismörk 1,02-1,20), og styrk CRP, OR 1,01 (1,00-1,02), en ekki við styrk ómega-3 fjölómettaðra fitusýra. Alyktanir: Þessar frumniðurstöður benda til þess að tilkoma gáttatifs eftir opna hjartaskurðaðgerð tengist hækkandi aldri og bólguþáttum. Aukinn styrkur ómega-3 fjölómettaðra fitusýra virðist ekki tengjast fækkun gáttatifstilfella. E 25 Djúpar sýkingar í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi Steinn Steingrímsson', Tómas Guðbjartsson12, Karl G. Kristinsson1'2-3, Magnús Gottfreðsson1'4 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3sýklafræðideild, 4smitsjúkdómdeild Landspítala magnusgo@iandspitaii.is Inngangur: Sýking í bringubeinsskurði er alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaskurðaðgerða og greinist í 1-8% tilfella samkvæmt erlendum rannsóknum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og áhættuþætti þessara sýkinga hér á landi. 24 LÆKNAblaðið 2008/94 Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og náði til allra fullorðinna sem gengust undir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi 1997-2004, samtals 1650 einstaklinga. Upplýsingar fengust úr sjúkra- og aðgerðarskrám. Fyrir sérhvern sjúkling með sýkingu voru valdir fjórir sjúklingar í samanburðarhóp sem gengist höfðu undir hjartaskurðaðgerð á sama tímabili. Hóparnir voru borrdr saman með tilliti til ýmissa áhættuþátta og fjölbreytugreining notuð til að meta áhættuþætti fyrir sýk- ingu. Einnig var gangur eftir aðgerð kannaður, lífshorfur, rækt- unarsvör og meðferð. Niðurstöður: Alls greindist 41 sjúklingur (2,5%) með sýkingu en ekki reyndist marktækur munur á sýkingartíðni milli ára á þessu átta ára tímabili. Algengustu sýkingavaldar voru Staphylococcus aureus (37%) og kóagúlasa-neikvæðir stafýlókokkar (34%). Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar kynjahlutföll, líkams- þyngdarstuðul og ábendingu fyrir aðgerð. Legutími (43 á móti 10 dögum, p<0,001) og lengd meðferðar í öndunarvél var mark- tækt lengri hjá sýkingarhópnum. í þessum hópi sást einnig til- hneiging til fleiri dauðsfalla á sjúkrahúsi (10% á móti 4%, ns) og eins árs lífshorfur voru marktækt lakari en hjá viðmiðunarhópi (83% á móti 95%, p=0,01). Fjölbreytugreining sýndi að sterk- ustu sjálfstæðu áhættuþættimir fyrir sýkingu voru heilablóðfall (OR=5,l), útæðasjúkdómar (OR=5), enduraðgerð vegna blæð- inga (OR=4,7), meðferð með bólgueyðandi stemm (OR=4,3) og reykingar (OR=3,7). Alyktanir: Tíðni bringubeins- og miðmætissýkinga á íslandi (2,5%) er sambærileg við nágrannalöndin, einnig áhættuþættir og dánarhlutfall sem þó er umtalsvert (17,1%). E 26 Klínísk og sameindafræðileg faraldsfræði meticillín ónæmra Staphylococcus aureus (MÓSA) á íslandi árin 2000-2007 Barbara Holzknecht1, Ólafur Guðlaugsson1-2, Hjördís Harðardóttir3, Gunnsteinn Haraldsson3, Karl G. Kristinsson3 ’Lyflæknasviði, 2sýkingavarnadeild, 3sýklafræðideild Landspítala barbarah@web.de Inngangur: Á undanförnum árum hefur faraldsfræði meticillín ónæmra Staphylococcus aureus (MÓSA) erlendis verið að breytast frá því að vera dæmigerð spítalasýking í það að eiga í ríkari mæli uppruna sinn úti í samfélaginu. Efniviður og aðferðir: Safnað var sýklafræðilegum og klínísk- um upplýsingum um öll MÓSA tifelli á rannsóknartímabilinu. Af stofnunum vom 94% aðgengilegir til sameindafræðilegrar greiningar. Niðurstöður: Sýking og/eða sýklun af völdum MÓSA greind- ist hjá 192 einstaklingum (árlegt nýgengi 2,5-16). Sýkingar voru 57,8% og 80,2% þeirra húð- og mjúkvefjasýkingar. Á tímabilinu 2000 til 2003 tilheyrði meirihluti tilfella (48 af 87) tveimur heilbrigðiskerfistengdum faröldrum. Síðustu árin einkennd- ust af hækkandi tíðni tilfella sem ekki voru tengd faröldrum og uppgötvuðust í samfélaginu. Pulsed-field gel electrophoresis (PFGE-) greining 176 stofna sýndi fram á 67 mismunandi klóna. Tveir faraldrar, 19 hópar (clusters) og 46 stök tilfelli fundust. Hvorugur faraldsklónanna fannst utan faraldstímabils. Stór A

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.