Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 36
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 til rannsókna. Þeir svöruðu spurningalista um heilsufar og lyfja- notkun og komu til viðtals þar sem við mældum blóðþrýsting, hæð og þyngd og fengum blóð- og þ vagsýni. Lokaeftirfylgdartfmi var við andlát eða í mars 2008. Við könnuðum tengsl blóðþrýst- ings við útkomu með % prófi eða lógistískri aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Við höfum fundið 112 einstaklinga (47 karla) fyrir rannsóknina. Meðalaldur við innlögn var 15+1,8 ár og með- alblóðþrýstingur 126/79. Höfðu 46 slagbilsþrýsting yfir 90. prósentustigi (%) og 35 yfir 95% en í lagbilsþrýstingi voru 50 yfir 90% og 33 yfir 95%. Meðalaldur við eftirfylgni var 58±4,9 ár. Ellefu höfðu látist (fimm karlar), 43 greinst með háan blóð- þrýsting (21 karl), 11 kransæðasjúkdóm (níu karlar), fimm með öralbúmínmigu og tveir voru með reiknaðan gaukulsíun- arhraða (rGSH) <60 ml/mín/1,73 m2. Meðal rGSH var 81±15 ml/mín/1,73 m2 og meðal blóðþrýstingur 133/75. Við fundum takmarkaða fylgni útkomubreyta við upphaflegan blóðþrýst- ing. Háþrýstingur við eftirfylgni sýndi nær marktæka fylgni við slagbilsblóðþrýsting í upphafi (P=0,07) og tilvist kransæða- sjúkdóms sýndi marktæka fylgni við púlsþrýsting í upphafi (P=0,04). Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að tengsl geti verið milli slagbilsþrýstings eða púlsþrýstings á unglingsaldri og háþrýst- ings- og hjartasjúkdóma seinna á ævinni. Smæð rannsóknarinn- ar og blóðþrýstingshækkun samfara álagi við innlögn á sjúkra- hús geta þó skekkt niðurstöður og þarf að skoða í stærra þýði. V 25 Þróun langvinns nýrnasjúkdóms í almennu þýði Ólafur Skúli Indriðason', Ólöf Viktorsdóttir', Thor Aspelund13, Margrét Birna Andrésdóttiru, Vilmundur Guðnason2-4, Runólfur Pálsson1'4 ‘Lyflæknasviði I Landspítala, 2Hjartavernd, 3stærðfræðideild, 4læknadeild HÍ olasi@landspitali. is Inngangur: Ný skilgreining og aukin þekking á langvinnum nýrnasjúkdómi (LNS) hafa leitt til þess að fleiri greinast með nýrnasjúkdóm en áður. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna sjúkdómsframvindu meðal einstaklinga með langvinnan nýma- sjúkdóm. Efniviður og aðferðir: í hóprannsókn Hjartaverndar uppfylltu 548 karlar og 1131 kona skilyrði fyrir greiningu um langvinnan nýrnasjúkdóm; reiknaður gaukulsíunarhraði (rGSH) <60 ml/ mín/1,73 m2 og/eða próteinmiga. Við leituðum í sjúkraskrám Hjartavemdar og heilbrigðisstofnana á höfuðborgarsvæðinu til að firtna nýrri kreatínínmælingar fyrir þessa einstaklinga og not- uðum þær til að meta hnignun rGSH í ml/mín/1,73 m2 yfir 10 ár. Við skiptum einstaklingum í hópa eftir kyni, tilvist prótein- migu og rGSH undir eða yfir 60. Sem viðmiðunarhóp notuðum við einstaklinga með rGSH >60, án próteinmigu og að minnsta kosti tvær fyrirliggjandi kreatínínmælingar hjá Hjartavernd. Niðurstöður: Við höfum fundið kreatínínmælingar fyrir 479 (87%) karla og 1003 (88%) konur með langvinnan nýmasjúkdóm og 3215 karla og 2545 konur án langvinns nýrnasjúkdóms. Meðal einstaklinga án sjúkdómsins var hnignun rGSH að meðaltali 3,8 ml/mín/1,73 m2 yfir 10 ár hjá konum en 4,9 hjá körlum. Engin hnignun fannst hjá þeim sem voru með rGSH <60 án prótein- 36 LÆKNAblaðið 2008/94 migu því meðaltalslækkun var 0,1 ml/mín/1,73 m2 yfir 10 ár hjá konum (N=903) og -0,3 hjá körlum (N=253). Meðal einstaklinga með próteinmigu var hnignun rGSH mun meiri en hinna sem ekki höfðu próteinmigu og var sá munur marktækur (p<0,001) hjá öllum hópum nema konum með rGSH <60 (P=0,21) en fáar voru með próteinmigu í þeim hópi. Ályktanir: Próteinmiga virðist tengjast hraðari hnignun rGSH bæði meðal einstaklinga með skerta og eðlilega nýrnastarfsemi. Hins vegar virðast flestir þeirra sem eingöngu greinast með langvinnan nýrnasjúkdóm vegna rGSH mælingar <60 hafa stöðuga nýrnastarfsemi til langs tíma, en þörf er að kanna betur tengsl sjúkdómsframvindu og undirliggjandi áhættuþátta. V 26 Nýtt form bráðrar nýrnabilunar Helga Margrét Skúladóttir, Margrét Birna Andrésdóttir, Margrét Árnadóttir Lyflæknasviði Landspítala helgam@lsh.is Inngangur: Að undanfömu hafa nýmalæknar á Landspítala tekið eftir sérkennilegu formi bráðrar nýrnabilunar hjá ungu fólki (nýmabilun x). Hún einkennist af kreatínínhækkun og svæsnum verkjum í baki eða kviði ásamt nýlegri neyslu bólgueyðandi lyfja og/eða áfengis án annarra augljósra orsaka nýrnabilunar. Þessu formi nýmabilunar hafa sáralítil skil verið gerð. Rannsóknin miðaði að því að kanna hversu margir lögð- ust inn á Landspítala með nýmabilun x síðustu 10 árin og að kortleggja klínísku myndina betur. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga á aldr- inum 18-41 árs sem fengið höfði greininguna bráð nýmabilun (N17) á tímabilinu 1998-2007. Aldur, kyn og orsök nýmabilunar var skráð og farið nánar yfir sögu og rannsóknarniðurstöður þeirra sjúklinga sem féllu undir ofangreinda skilgreiningu á nýrnabilun x. Niðurstöður: Af 106 sjúklingum reyndist 21 hafa nýrnabilun x (20%). Meðalaldur sjúklinga með nýrnabilun x var 26±5 ár en annarra sjúklinga 30±7 ár (p<0,05). Karlar voru í meirihluta í báðum hópum (18/21 og 59/86) en ekki var marktækur kynja- munur milli hópa. Sjúklingar með nýrnabilun x leituðu jafnan læknis vegna verkja í baki eða kviði. Þeir höfðu yfirleitt tekið lít- inn skammt af bólgueyðandi lyfi, oftast íbúprófeni, eftir áfeng- isneyslu. Nýmabilunin gekk sjálfkrafa yfir á fáum vikum. Ályktanir: Nýrnabilun x er hlutfallslega algengt form bráðrar nýrnabilunar hjá ungu fólki á íslandi. Hún hefur ekki verið útskýrð nákvæmlega og það ekki vitað hvort gaukulsíunarhraði nær sér að fullu á eftir. Læknar þurfa að þekkja þessa sjúkdóms- mynd því ekki er nauðsynlegt að gera miklar rannsóknir á hinum dæmigerða sjúklingi. Sá boðskapur þarf að berast til almennings að bólgueyðandi lyf sem tekin em við timburmönn- um geti valdið bráðri nýmabilun. J

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.