Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 25
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA
FYLGIRIT 57
hluti þeirra tengsla sem uppgötvuðust við stofnagreiningu
höfðu ekki greinst við faraldsfræðilega rannsókn. Stofnamir
vom einnig greindir frekar með spa typing. Greindust þá vel
þekktir erlendir klónar, svo sem USA 300 og EMRSA 15.
Alyktanir: Með virkri skimun og upprætingu hefur tekist að
koma í veg fyrir útbreiðslu MÓSA innan íslenska heilbrigð-
iskerfisins. En eins og erlendis er MÓSA á íslandi nú að færast
frá heilbrigðiskerfinu út í samfélagið og stökum tilfellum fer
fjölgandi. Nýgengi MÓSA tilfella telst samt ennþá lágt á íslandi.
Með hjálp PFGE-greiningar uppgötvuðust fjölmörg áður óþekkt
tengsl sem staðfestir mikilvægi þessarar greiningaraðferðar í
faraldsfræðilegri uppvinnslu og eftirliti. Notkun spa typing
staðfesti tilvem erlendra klóna hér á landi.
E 27 Tjáning Sprouty próteina í greinóttri formgerð
brjóstkirtils
Valgarður Sigurðsson, Þórarinn Guðjónsson, Magnús Karl Magnússon
Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum, blóðmeinafræðideild Landspítala
og líffærafræði læknadeildar HÍ
valgardu@hi.is
Inngangur: Boðferlar sem taldir em mikilvægir fyrir greinótta
formgerð ýmissa vefja eru vel varðveittir milli mismunandi
líffæra. Boð gegnum týrósín kínasa viðtaka eru dæmi um slíka
boðferla. Innanfrumustjórnprótein sem tilheyra Sprouty fjöl-
skyldunni hafa áhrif á virkni týrósín kínasa viðtaka og hafa
fundist fjögur mismunandi Sprouty gen í spendýrum; Sprouty-
1,2, 3 og 4. Sprouty prótein gegna mikilvægu hlutverki í mynd-
un greinóttrar formgerðar í lungum, nýrum og æðakerfi og ný-
legar rannsóknir gefa til kynna að Sprouty prótein séu mögulega
æxlisbæligen. Hlutverk þeirra og tjáning í brjóstkirtli hefur
lítið verið kannað. Markmið rannsóknarinnar er að skilgreina
tjáningarmynstur Sprouty próteina í eðlilegum brjóstkirtli og í
greinóttri formgerð brjóstastofnfmmna í þrívíðri rækt.
Efniviður og aðferðir: Tjáning Sprouty í brjóstavef, ræktuðum
frumum og þrívíðum frumuræktunum var metin með mót-
efnalitunum, Western blettun, og rauntíma-PCR (Q-RT-PCR).
Niðurstöður: Q-RT-PCR tilraunir sýndu litla tjáningu Sprouty-1
í brjóstavef en mótefnalitanir á vefjasneiðum sýna að Sprouty-2
er mikið tjáð í þekjufrumum en minna í stoðvefsfrumum brjóst-
kirtils. Q-RT-PCR sýnir meiri tjáningu Sprouty-2 í kirtilþekju
(2,5-20 falt) en vöðvaþekju. Mótefnalitanir gefa til kynna að
Sprouty-3 tjáning sé einkum í vöðvaþekjufrumum en Sprouty-4
finnst aðallega í æðaþelsfmmum. Til að kanna tjáningu Sprouty
gena í þrívíðri rækt brjóstastofnfrumna var einangrað RNA á
ræktunardögum (RD)-12, RD-14 og RD-16 og framkvæmt Q-RT-
PCR. Sprouty-1 tjáning fannst ekki en tjáning Sprouty-2 var allt
að 17 falt meiri á RD-14 miðað við RD-12. Ekki sást marktækur
munur á tjáningu Sprouty-3 en mikill munur var á tjáningu
Sprouty-4 eftir dögum. Mest var tjáning Sprouty-4 á RD-12 þar
sem 38 faldur munur var á RD-12 og RD-16.
Alyktanir: Tjáning Sprouty-2 virðist vera mest í kirtilþekju,
Sprouty-3 í vöðvaþekju og Sprouty-4 tjáning í æðaþelsfrumum.
Tjáning Sprouty-1 er mjög lítil í brjóstavef. Tjáning Sprouty-
2 og Sprouty-4 breytist mikið meðan á myndun greinóttrar
formgerðar brjóstastofnfrumna á sér stað. Niðurstöðurnar gefa
sterklega til kynna að Sprouty prótein hafi áhrif á greinótta
formgerð brjóstkirtils og áframhaldandi vinna miðar að því að
kanna nánar hlutverk Sprouty í þessu ferli.
E 28 Hlutverk prótein týrósín fosfatasa 1B (PTP1B) í
brjóstastofnfrumulínunni D492
Bylgja Hilmarsdóttir, Katrín Ósk Guðmundsdóttir, Ragnar Pálsson,
Þórarinn Guðjónsson, Magnús Karl Magnússon
Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum, blóðmeinafræðideild, Landspítala
og líffærafræði læknadeildar HÍ
bylgjah@gmail. com
Inngangur: PTPlb týrósín fosfatasi er skráður af geni (PTPNl)
sem staðsett er á 20ql3, en á þessu svæði er algengt að finna
mögnum í brjóstaæxlum. D492 er brjóstastofnfrumulína
(Gudjonsson, et al. G&D 2002) sem var gerð ódauðleg með
víxlveirugenaferju sem flutti æxlisgenin E6/E7 inn í genamengi
hennar. Innskotsstaður víxlveirugenaferjunnar var einangraður
með Inverse PCR (iPCR) þar sem finna mátti DNA röð víxlveir-
urrnar í erfðamengi D492. BLAST leit leiddi í ljós að innskots-
staðurinn var á litningi 20ql3.1, eða um 95 kílóbasa neðan við
PTPIN genið. I ljósi þessarar staðsetningar innskotsins höfum
við mikinn áhuga á að rannsaka hvaða áhrif innskotið hefur á
virkni PTPlb í D492 samanborið við aðrar brjóstaþekjufrumur.
Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða áhrif PTPlb hefur
á eiginleika D492 frumulínunnar og hvort þau megi að hluta til
rekja til innskots á E6/E7 í genamengi frumulínunnar.
Efniviður og aðferðir: Ræktun frumna í tvívíðri rækt, Westem
blettun, notkun lyfjahindra í fmmurækt og flæðifrumusjárgrein-
ing.
Niðurstöður: Western blettun leiddi í ljós að tjáning PTPlb
próteinsins er mun meiri í D492 fTumulínunni en í ferskum
(primary) brjóstaþekjufrumum. Þetta bendir til að víxlveiran
hafi áhrif á genatjáningu frumulínunnar. Til að kanna starf-
rænt hlutverk PTPlb í D492 voru áhrif sértæks PTPlb hindra
könnuð á D492 og fleiri frumulínur. Fyrstu niðurstöður gefa til
kynna að PTPlb próteinið sé mikilvægt í D492 frumulínunni
þar sem 16uM styrkur af hindra nægir til að framkalla víðtæk-
an frumudauða (IC50 fyrir hindrann er 8uM). Hindrinn hefur
ekki slík áhrif MCF-7, sem er krabbameinsfrumulína úr brjósti.
Vinna við frumuflæðisjárgreiningu er í gangi sem staðfestir
mikinn frumudauða. Ekki er ljóst á núverandi tímapunkti hvort
frumudauðinn orsakist af stýrðum frumudauða eða almennum
frumudauða (nekrósu)
Ályktanir: Innskotsstaður víxlgenaferjunnar í D492 er mjög
áhugaverður og virðist hafa áhrif á tjáningu gensins PTPIB
í frumulínunni. D492 er mjög viðkvæm fyrir lyfjahindrun
á PTPIB sem gefur til kynna mikilvægi gensins fyrir hana.
Áframhaldandi rannsóknir miða að því að þagga niður tjáningu
PTPNl með RNAi tækni og kanna hvaða áhrif það hefur á stofn-
frumueiginleika D492.
LÆKNAblaðið 2008/94 25