Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 39
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA
FYLGIRIT 57
V 32 Vefjaræktun berkjufrumna í þrívíðu umhverfi er háð
samskiptum við æðaþel
fvar Þór Axelsson16, Ólafur BaldurssonU4'56, Tómas Guðbjartsson3-6,
Magnús Karl Magnússon16, Þórarinn Guðjónsson1'6
'Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum blóðmeinafræðideild
Landspítala og líffærafræði læknadeildar HÍ, 2lungnalækningadeild,
3brjóstholsskurðdeild, 4lyflæknasviði Landspítala, 5lyfjafræðideild HÍ,
6lífvísindasetri Læknagarðs
ivarax@gmail. com
Inngangur: Rannsóknir benda til að vefjastofnfrumur í berkj-
um sé að finna meðal basalfrumna. Við höfum nýlega búið til
berkjufrumulínuna VAIO (Halldorsson, et al. In Vitro Cell and
Dev Biol, 2007). VA10 sýnir basalfrumueiginleika og getur meðal
annars myndað aðrar frumugerðir lungna í rækt sem bendir til
stofnfrumueiginleika hennar. Nýlegar rannsóknir benda til að
æðaþelsfrumur spili stórt hlutverk í vefjamyndun ýmissa líf-
færa. Þrátt fyrir nálægð æðaþelsfrumna og þekjuvefsfrumna í
lungum þá er lítið vitað um áhrif æðaþels á vöxt og sérhæfingu
lungnaþekjufrumna. Markmið rannsóknarinnar er að kanna
áhrif æðaþelsfrumna á vöxt og sérhæfingu VA10 berkjufrumu-
línunnar í þrívíðri frumuræktun.
Efniviður og aðferðir: Samræktir VA10 og æðaþelsfrumna úr
naflastreng voru settar upp við þrívíð ræktunarskilyrði í geli
sem inniheldur uppleysta grunnhimnu (in reconstituted base-
ment membrane, rBM). Ræktunum var fylgt eftir í fasakon-
trast-smásjá í þrjár vikur og sem viðmið voru VA10 frumur og
æðaþelsfrumur ræktaðar í sitt hvoru lagi. í lok ræktunartíma
voru gel frystiskorin og mótefnalituð gegn kennipróteinum til
greiningar á frumugerðum greinóttra þyrpinga. Hliðstætt voru
litaðar vefjasneiðar úr heilbrigðum lungnavef.
Niðurstöður: VA10 frumur ræktaðar einar og sér í rBM mynda
kúlulaga frumuþyrpingar. Æðaþelsfrumur ræktaðar á sama hátt
sýna engin merki um skiptingu og koma fyrir í ræktinni sem
stakar frumur. Við samrækt frumugerðanna á sér stað greinótt
formmyndun VA10 frumulínunnar sem líkist berkjugöngum
tengdum lungablöðrum. Mótefnalitun með 4-integrin og öðrum
kennipróteinum staðfestir þekjuvefsuppruna berkjuganganna.
Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að VAIO frumulín-
an búi yfir stofnfrumueiginleikum, sem dregnir eru fram á
yfirborðið í samskiptum við æðaþelsfrumur. Áframhaldandi
rannsóknir beinast að frekari greiningu á vefjaræktunarlíkaninu
og þeim þáttum sem æðaþelið seytir og stuðla að greinóttri
formbyggingu VA10 í þrívíðum rækhmum.
V 33 Tjáning Sprouty próteina í lungnaþekjufrumulínunni
VA10
Ari Jón Arason1, Ólafur Baldursson2-3, Þórarirm Guðjónsson1, Magnús
Karl Magnússon1
^Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum, líffærafræðideild læknadeildar
HÍ og blóðmeinafræðideild Landspítala, 2lyfjafræðideild HÍ, 3lungnadeild
Landspítala
magnuskm<Slandspitali.is, aja 7 @hi.is
Inngangur: Týrósín kínasa viðtakar (RTK) og innanfrumuferlar
tengdir þeim spila lykilhlutverk í myndun greinóttrar form-
gerðar ýmissa líffæra, þar með talið lungna. Nýlegar rartnsóknir
sýna að RTK er stýrt af Sprouty prótein fjölskyldunni. Sprouty
fjölskyldan samanstendur af fjórum próteinum, Sprouty 1-4.
VA10 er berkjufrumulína sem búin var til á rannsóknastofu
okkar (Halldórsson, et al. In Vitro, 2007). Hún myndar greinótta
berkju-alveolar formgerð í þrívíðri rækt sem bendir til þess að
frumulínan búi yfir ákveðnum stofnfrumeiginleikum. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna tjáningu Sprouty próteina í VA10
frumulínunni í tvívíðum ræktunum og í framhaldi að rannsaka
hvaða áhrif Sprouty próteinin hafa á berkju-alveolar formbygg-
ingu í þrívíðri rækt.
Efniviður og aðferðir: VA10 frumulínan var ræktuð í tvívíðri
rækt á sérhæfðu lungnaþekjufrumuæti. Prótein og RNA var
einangrað við mismunandi vaxtaraðstæður frumnanna til að fá
sem heildstæðasta mynd af tjáningu valinna próteina. Tjáning
á Sprouty í VAIO var metin með mótefnalitunum og Western
blettun. Rauntíma PCR (q-RT-PCR) var notað til að rannsaka
mRNA tjáningu.
Niðurstöður: Sprouty 1 og 3 eru almennt lítið tjáð í VA10.
Greinileg aukning þessara próteina verður við svelti frumnanna
sem bendir til tengingar við vaxtarstopp. Tjáning Sprouty 4
magnast við aukna þéttni rækta. Það gefur til kynna tengingu
við temprun á vaxtarboðum gegnum RTK, þar sem frumurnar
hlýða vaxtarstöðvandi skilaboðum við aukna þéttni í rækt. Við
ofurþéttni hrapar þessi tjáning hins vegar. Þar er Sprouty 2 lang-
mest tjáða Sprouty próteinið en tjáning þess er tiltölulega stöðug
við mismunandi þéttni rækta.
Ályktanir: Rannsóknir okkar sýna að tjáning Sprouty er breyti-
leg eftir aðstæðum Það að VA10 myndi greinótta berkju-alveolar
formgerð í þrívíðri rækt býður upp á mikla möguleika á að
hægt verði að rannsaka betur þá innanfrumuboðferla sem stýra
greinóttri formgerð lungna. Næstu skref eru að athuga hvaða
hlutverk Sprouty leikur við myndun greinóttrar formgerðar
lungna.
V 34 Hætta á þunglyndiseinkennum er ekki aukin meðal
þeirra sem fengið hafa heilahimnubólgu
Martina Vigdís Nardini1, Ingi Karl Reynisson1, Hafrún Kristjánsdóttir2,
Ragnar Freyr Ingvarsson2, Jón Friðrik Sigurðsson2, Magnús Gottfreðsson2
Læknadeild HÍ, Landspítala
mvn1 @hi. is, magnusgo@landspitali. is
Inngangur: Heilahimnubólga af völdum meningókokka,
Neisseria meningitidis, er bæði algengt og alvarlegt heilsufars-
vandamál í heiminum. Dánartíðni hér á landi sökum slíkra
sýkinga er um 10% en meðal þeirra sem lifa sýkinguna af eru
algengustu fylgikvillar heyrnarskerðing og drep í húð. Ymislegt
bendir til að andleg vandamál í kjölfar heilahimnubólgu séu
vangreind og að hætta á ótímabærum dauðsföllum sé aukin
mánuðum eða árum eftir sýkinguna.
Efniviður og aðferðir: Valið var handahófsúrtak 170 einstak-
linga sem höfðu fengið ífarandi meningókokkasýkingu og lifað
hana af. Þeim var boðin þátttaka í rannsókninni. Af þeim tóku
þátt 120 manns. Fyrir þátttakendur voru lagðir þrertns konar
spurningarlistar (Becks, DASS og PHQ) sem allir kanna andlega
LÆKNAblaðið 2008/94 39