Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 19
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 aukningu í tilviljangreiningu sem rekja má til vaxandi notkunar myndrannsókna á kviði. Þýðing þessarar þróunar fyrir lífshorf- ur sjúklingahópsins í heild hefur þó verið óviss. Tilgangur rann- sóknarinnar var því að athuga þróun nýgengis og dánarhlutfalls á 35 ára tímabili og um leið kanna forspárþætti lífshorfa með sérstöku tilliti til áhrifa tilviljanagreiningar. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúklingum sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-2005. Öll æxlin voru stiguð eftir TNM-kerfi, vefjasýni endurskoðuð og forspárþættir lífshorfa kannaðir með fjölbreytugreiningu. Litið var sérstaklega á tilviljanagreind æxli og þau borin saman við æxli greind vegna einkenna. Niðurstöður: Alls greindust 913 sjúklingar, meðalaldur 65 ár, 557 karlar (61%). Nýgengi jókst marktækt á tímabilinu og var 13,2/100.000/ár fyrir karla og 8,2 fyrir konur 2001-2005. Dánarhlutfall hélst stöðugt. Af 913 sjúklingum greindust 658 vegna einkenna (72%) og 255 fyrir tilviljun (28%), oftast vegna tölvusneiðmyndatöku og ómskoðunar. Tilviljanagreining jókst á tímabilinu, frá 11,1% 1971-1975 í 39,2% 2001-2005. Tilviljanagreindu æxlin voru 2,7 cm minni og af lægri stigun og gráðu en æxli greind vegna einkenna. Aldur, kynjadreifing og vefjagerð voru hins vegar sambærileg. Fjölbreytugreining á helstu áhættuþáttum sýndi að stigun (p<0,001) er veigamesti sjálfstæði forspárþáttur lífshorfa en einnig aldur, greiningarár, sökk og gráða. Einkennagreindir sjúklingar höfðu einnig mark- tækt verri horfur en tilviljanagreindir (HR 1,4; 95% CI 1,02-1,93; p=0,04). Alyktanir: Lífshorfur sjúklinga með nýmafrumukrabbamein á íslandi fara batnandi þar sem nýgengi er vaxandi og dánarhlut- fall hefur haldist óbreytt. Líklegasta skýringin er aukning tilvilj- anagreindra æxla en í dag eru þau um helmingur nýgreindra nýrnafmmukrabbameina. Tilviljanagreining er sjálfstæður verndandi forspárþáttur lífshorfa og hefur slíkt ekki sést áður hér á landi. Betri horfur tilviljanagreindra sjúklinga skýrast því ekki eingöngu af lægri stigun og gráðu heldur er tilviljanagrein- ing ein og sér jákvæð fyrir horfur sjúklinga. E 12 Framrás gauklasjúkdóma á íslandi - fyrstu niðurstöður þýðisrannsóknar Konstantín Shcherbak1, Ólafur Skúli Indriðason2, Viðar Eðvarðsson3, Jóhannes Bjömsson4-5, Runólfur Pálsson2-5 ’Öldrunarsviði, 2nýrnalækningaeiningu lyflæknasviðs 1,3Barnaspítala Hringsins, 4rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, 5læknadeild HÍ runolfurQlandspitali. is Inngangur: Gauklasjúkdómar eru meðal algengustu orsaka lokastigsnýmabilunar (LSNB) en framvinda þeirra hefur lítið verið rartnsökuð í almennu þýði. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kartna framrás gauklasjúkdóma á íslandi. Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á ein- staklingum sem greindust með gauklasjúkdóm á árunum 1983-2002. Greiningin var byggð á vefjagreiningu og klínísk- um þáttum. Upplýsingar um afdrif sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám Landspítala, íslensku nýrnabilunarskránni og Þjóðskrá. Niðurstöður eru sýndar sem miðgildi (spönn). Niðurstöður: Vefjasýni frá 291 einstaklingi leiddu til 294 grein- inga á gauklasjúkdómi og voru upplýsingar um afdrif aðgengi- legar í tilviki 289 sjúklinga. Miðgildi aldurs við greiningu var 47 (1-86) ár og 54% vom karlar. Lengd eftirfylgdar var 8,1 (0,0- 24,2) ár. Lifun sjúklinga til ársloka 2007 var 70,8%. Alls hófu 53 sjúklingar (18,3%) meðferð við lokastigsnýrnabilun, með skilun eða ígræðslu nýra, 1,8 (0,0-19,3) ári frá töku nýrasýnis og 66 sjúklingar (22,8%) létust án þess að þarfnast slíkrar meðferðar, 4,6 (0,0-19,3) árum eftir greiningu gauklasjúkdóms. Eftirfylgd sjúklinga með algengustu gauklasjúkdómana varaði 6,1 til 9,9 ár. Meðal sjúklinga með IgA nýrnamein (n=71) fengu 15,5% meðferð við lokastigsnýrnabilun og 4,2% létust. Meðal þeirra sem greindust meðfocal segmental glomerulosclerosis (n=30) fengu 43,3% meðferð við lokastigsnýmabilun og 10% létust. Meðal sjúklinga með sykursýkinýrnamein (n=24) fengu 12,5% meðferð við lokastigsnýmabilun og 41,7% létust og meðal sjúklinga með æðabólgu (n=18) fékk enginn meðferð við lokastigsnýmabilun en 44,4% létust. Alyktanir: Gauklasjúkdómum fylgir mikil hætta á nýmabilun og há dánartíðni. Ahættan er þó mismunandi eftir einstökum sjúkdómum. Ahrif ýmissa þátta á framrás gauklasjúkdóma þarfnast nánari rannsókna. E 13 Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein á íslandi árin 1990-2005. Klínísk og meinafræðileg rannsókn Signý Vala Sveinsdóttir1,3, Brynjar Viðarsson3, Friðbjörn Sigurðsson3, Jóhanna Bjömsdóttir3', Kristján Guðmundsson3, Bjarni A. Agnarsson1-2 HI, 2rannsóknarstofu HI í meinafræði, 3lyflæknasviði II, Landspítala ‘Jóhanna lést í desember 2006. signysv@landspitali.is Inngangur: Flokkun Non-Hodgkins eitilfmmukrabbameina (non Hodgkin's lymphoma, NHL) hefur breyst mikið síðustu áratugi. Skipta má sjúkdómnum í allnokkra flokka en vefjaflokk- unin ásamt staðsetningu og dreifingu sjúkdóms er mikilvæg til að ákveða meðferð og horfur sjúklingsins. Meðferð er oftast með lyfjum og/eða geislum en stundum þarf háskammtameðferð með stofnfrumustuðningi. Við hægfara NHL er stundum hægt að bíða með meðferð í lengri tíma. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða þá sem greinst hafa með NHL á íslandi árin 1990-2005 með tilliti til meinafræði og svipgerðar æxlanna. Að lokum er svo kannað hvort þeir þættir, ásamt ýmsum klínískum, kunna að skipta máli fyrir horfur sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Um 500 sjúklingar greindust með NHL á tímabilinu. Upplýsingar um þá eru fengnar úr Krabbameinsskrá, skrá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og sjúkra- skýrslum. Skráð er dagsetning greiningar, kyn, aldur, tegund og stig sjúkdóms, LDH (laktat dehydrogenasi), meðferð, svörun og endurkoma sjúkdóms. Athuguð er svo staða sjúklings í lok árs 2005. Niðurstöður: Gögn 170 sjúklinga, 62,4% karla og 37,6% kvenna, hafa verið skoðuð. Flestir greinast á aldrinum 61-70 ára. Stórfrumu B-eitilfrumukrabbamein eru algengust (43%) en svo hnútótt eitilfrumukrabbamein (22,2%). B-frumu æxli eru 85%, T-frumu æxli 8,3% og óþekkt 6,8%. í lok tímabilsins voru 58% LÆKNAblaðiS 2007/93 1 9 L

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.