Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 23
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 greinst hafa með CS frá árinu 1959-2007 á íslandi og kanna ný- gengi, sjúkdómsmynd, greiningu, meðferð og gang sjúkdóms- ins hérlendis. Efniviður og aðferðir: Leitað var upplýsinga um sjúklinga sem greinst hafa með heiladingulsæxli á íslandi frá 1959-2007 í rafrænni sjúkraskrá Landspítala og auk þess haft samband við starfandi sérfræðinga í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á íslandi. Niðurstöður: Á árunum 1959-2007 greindist 21 fslendingur með CS, 16 konur og fimm karlar. Meðalalgengi CS síðustu fimm ár er 0,12/100.000. Meðalaldur við greiningu var 44,9 ár. Algengustu einkenni við greiningu voru almennur slappleiki og nýleg þyngdaraukning. Átján sjúklingar höfðu háþrýsting við grein- ingu sem hvarf eftir meðferð CS hjá sex þeirra. Þrír sjúklingar höfðu skert sykurþol við greiningu og batnaði það við meðferð CS. Heiladingulsæxli var fjarlægt hjá 15 af 21 sjúklingi, þar af átta hérlendis og fengu 12 sjúklingar fullan bata við brottnám æxlisins. Hjá sjö sjúklingum voru báðar nýmahettur fjarlægðar. Ályktanir: Nýgengi CS á íslandi er nokkuð lægra en erlendis. Greiningaraðferðir em nokkuð sambærilegar og í öðmm lönd- um. Hlutfall sjúklinga sem læknast hefur aukist með árunum. Mögulegt er að algengi CS sé vanmetið á íslandi. E 22 Hin mörgu andlit geislagerlabólgu. Niðurstaða afturvirkrar rannsóknar á íslandi 1984-2007 Eyrún Baldursdóttir1, Lárus Jónasson2, Magnús Gottfreösson1,2 'Læknadeild HÍ, 2Landspítala smergill@gmail. com Inngangur: Geislagerlabólga (actinomycosis) er fátíð sýking sem orsakast af Actinomyces sp. Sýklarnir lifa gistilífi í örvem- flóru munnhols, meltingarvegar og æxlunarfæra kvenna og geta við rof á slímhúð, til dæmis vegna áverka, tannviðgerða eða sarpbólgu, komist inn í dýpri vefi og valdið vilsufylltum, traf- kenndum ígerðum. Greining sjúkdómsins er flókin og veruleg greiningartöf er algeng. Við gerðum afturvirka rannsókn á geislagerlabólgu sem greindist 1984-2007 á íslandi. Efniviður og aðferðir: Leitað var að greiningum eftir ICD- kóðum á Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA), Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi (SHA) og Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði (FSI). Einnig var leitað eftir vefjasýnum með viðeigandi SNOMED-númerum á meina- fræðideildum Landspítala og FSA og á vefjarannsóknastofunni Glæsibæ. Greiningarskilmerki voru sett fram sem byggja meðal annars á vefjameinafræðilegum breytingum, klínískum ein- kennum og niðurstöðum myndrannsókna eða skurðaðgerða. Niðurstöður: Greiningarskilmerki voru uppfyllt hjá 67 sjúkling- um, 42 konum og 25 körlum, og var meðalaldur 44,3 ár. í 57% tilvika voru sýkingar á hálsi og andliti en í þeim hópi vekur athygli hátt hlutfall í táragöngum (13% af heildinni). I kviðarholi voru 10% tilvika en 31% í grindarholi sem er hærra hlutfall en áður hefur verið greint frá. Greiningartöf var algeng og gátu liðið á bilinu 15 dagar upp í átta til níu ár frá fyrstu einkennum að greiningu (miðgildi er fjórir til fimm mánuðir). Algengast var að sjúklingar fengju greiningu einum mánuði eftir fyrstu einkenni. Ályktanir: Þessi rannsókn er fyrsta lýðgrundaða rannsóknin á geislagerlabólgu sem okkur er kunnugt um. Greiningartöf er oft mjög löng. Mikilvægt er að læknar séu meðvitaðir um þessa sjaldgæfu sýkingu sem oft getur hagað sér líkt og illkynja sjúkdómur. E 23 Sýklalyfið azitrómýcín ver lungnaþekju gegn Pseudomonas aeruginosa sýkingu óháð bakteríudrepandi virkni Skarphéðinn Halldórsson1, Guðmundur Hrafn Guðmundsson1, Þórarinn Guðjónsson3'1, Magnús Gottfreðsson5, Ólafur Baldursson36 ^Líffræðistofnun, 2rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum líffærafræðideild læknadeildar, -’lyfjafræðideild HÍ, 4blóðmeinafræðideild, 5smitsjúkdómadeild, 6lungnadeild Landspítala skarph@hi.is Inngangur: Gram neikvæða bakterían Pseudomonas aeruginosa getur valdið alvarlegum lungnasýkingum í einstaklingum með skerta ónæmisstarfsemi á borð við sjúklinga með slímseygju (cystic fibrosis, CF) eða langvirtna lungnateppu (chronic ob- structive pulmonary disease, COPD). Lungnaþelið er fremsta varnarlína gegn sýkingum í öndunarfærum. Samheldni þess, skautun og gegndræpi er stjórnað af þéttitengjaprótínum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að sýklalyfið azitrómýcín hefur jákvæð áhrif á lungnastarfsemi sjúklinga með slímseygju án þess að um beina bakteríudrepandi virkni sé að ræða. Við höfum áður sýnt að azitrómýcín eykur rafviðnám og breytir tjáningu þéttitengjaprótína í berkjufrumulínunni VA10. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka samspil P. aerug- inosa og lungnaþelsins við sýkingu og að skilgreina varnaráhrif azitrómýcíns í því samhengi. Efniviður og aðferðir: Skilgreinda berkjufrumulínan VA10 var notuð í þessari rannsókn. Með því að notast við himnuræktir gátum við mælt rafviðnám, samsetningu þéttitengja og innskrið P. auruginosa í lungnaþekjulíkani. Þekjan var meðhöndluð með lifandi bakteríum, dauðhreinsuðu (sterile) floti úr P. aeruginosa rækt og hreinsuðum rhamnólípíðum. Niðurstöður: Rannsóknir okkar benda til þess að rhamnólípíð sem P. aeruginosa seytir frá sér riðli byggingu þéttitengja sem lækkar rafviðnám í lungnaþekjunni. Niðurstöðurnar sýna einnig að meðhöndlun lungnaþekjunnar með azitrómýcíni ver þekjuna fyrir lækkun á rafviðnámi og flýtir fyrir bata í kjölfar P. aeruginosa sýkingar, óháð bakteríudrepandi virkni lyfsins. Ályktun: Með þessari rannsókn er stigið skref í átt að því að útskýra hvernig hliðarverkun azitrómýcíns getur styrkt nátt- úrulegar varnir lungnaþelsins gegn sýkingum. LÆKNAblaðið 2008/94 23

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.