Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 40
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 líðan einstaklingsins, þó aðallega með tilliti til þunglyndis, streitu og kvíða. Hópamir voru bornir saman með t-prófi. Niðurstöður: Þunglyndiseinkenni samkvæmt Becks-kvarða voru ekki marktækt algengari meðal þeirra sem fengið höfðu meningókokkasýkingu (p=0,63). Niðurstöður úr DASS-spurn- ingalistum sýndu að sjúklingahópurinn hefur minni einkenni um þunglyndi, kvíða og streitu en samanburðarhópur (p<0,001). Niðurstöður úr PHQ-spurningarlistum sýndu að tíðni felmt- ursröskunar, annarra kvíðaraskana, lotugræðgi og ofáts var ekki frábrugðin almennu þýði en tíðni áfengismisnotkunar var marktækt hærri meðal þeirra sem fengið höfðu meningó- kokkasýkingu (17,4% á móti 7%, p<0,001). Ályktanir: Hugmyndir hafa verið uppi um að heilahimnubólga af völdum meningókokka geti leitt til þunglyndis meðal þeirra sem lifa sýkinguna af. Niðurstöður okkar benda hins vegar ekki til að svo sé og þvert á móti eru kvíða- og streitueinkenni minni en hjá almennu þýði. V 35 Taugatrefjaæxli af tegund 1 og heila- og mænusigg. Sjúkratilfelli Steinunn Þórðardóttir, María Guðlaug Hrafnsdóttir, Albert Páll Sigurðsson, Ólafur Kjartansson Landspítala steintho@landspitali.is Inngangur: Taugatrefjaæxli af tegund 1 (NF-1) og heila- og mænusigg í sama sjúklingi er mjög sjaldgæft fyrirbrigði. Vangaveltur hafa verið uppi um tengsl þessara tveggja sjúk- dóma og hefur samtals 11 tilfellum þar sem þeir koma saman verið lýst. Sjúkratilfelli: Þrjátíu og níu ára kona greindist með NF-1 í bamæsku á grundvelli taugatrefjaæxla í húð og café-au-lait bletta. Fyrir tveimur ámm sáust breytingar á segulómun af höfði sem voru grunsamlegar fyrir heila- og mænusigg, en hún þróaði ekki slík einkenni fyrr en tveimur árum síðar. Þau lýstu sér í svima og gangtruflunum sem fóm hratt vaxandi. Segulómun af höfði, mænuvökvi og hrifrit samrýmdust heila- og mænusiggi. Ályktanir: NF-1 virðist tengjast heila- og mænusiggi og hafa rannsóknir sýnt að algengi heila- og mænusiggs er fimmtánfalt meira hjá NF-1 sjúklingum en búast mætti við. NF-1 er autosomal ríkjandi sjúkdómur og hefur gen hans sæti á litningi 17q.ll.2. Innan NFl gensins er gen sem kóðar fyrir smágriplufrumu (oligodendrocyte) mýelín glýkópróteini sem gæti átt hlutverki að gegna við mýelínframleiðslu. Kannað hefur verið hvort ákveðnar stökkbreytingar í þessu geni séu algengari í sjúkling- um með heila- og mænusigg en öðrum, án þess að það hafi feng- ist staðfest. Frekari rannsókna er þörf til að varpa ljósi á ástæður tengsla þessara sjúkdóma. V 36 Faraldsfræði sýkinga af völdum streptókokka af flokki B - Streptococcus agalactiae - á íslandi árin 1975- 2007 Helga Erlendsdóttir13, Erla Soffía Björnsdóttir1, Magnús Gottfreðsson-3, Karl G. Kristinssonu 'Sýklafræðideild, 2smitsjúkdómadeild Landspítala, 3læknadeild HÍ helgaerl@landspitali.is Inngangur: Streptókokkar af flokki B (SFB), eða Streptococcus agalactiae, valda alvarlegum sýkingum hjá nýburum og barns- hafandi konum. Á síðustu áratugum hefur ífarandi sýkingum hjá öðrum fullorðnum fjölgað til muna, einkum hjá þeim sem hafa aðra sjúkdóma. Urxnt er að flokka SFB í níu hjúpgerðir, en þær eru Ia, Ib og II-VIII. Skort hefur faraldsfræðirannsóknir á bakteríunni, sem ná yfir heila þjóð og langt tímabil. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir niðurstöður blóð-, lið- vökva- og mænuvökvaræktana á sýklafræðideild Landspítalans og sýklararmsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á tímabilinu 1975-2007. Eftirfarandi upplýsingar voru skráðar fyrir alla full- orðna sjúklinga (>16 ára) sem greindust með ífarandi sýkingar af völdum SFB: aldur, kyn, dagsetning jákvæðrar ræktunar, sýkingarstaður og afdrif. Ef sjúklingur lést innan fjögurra vikna frá jákvæðri ræktun var sýkingin talin dánarorsök. Allir tiltækir stofnar voru hjúpgreindir. Niðurstöður: Á tímabilinu 1975-2007 greindust 116 fullorðnir einstaklingar með ífarandi SFB sýkingar (karlar 40%, konur 60%). Fjöldi sýkinga var breytilegur milli ára, eða 0-14 sýk- ingar árlega. Tveir sjúklingar fengu endurteknar sýkingar. Sýkingafjöldi var sem hér segir: 13 sýkingar 1975-1985, 30 sýkingar 1986-1996 og 75 sýkingar 1997-2007, sem samsvarar nýgengi 0,7; 1,5 og 3,2 sýkingar/100.000 fullorðna íbúa/ár, sem er marktæk aukning (p<0,0001). Fimmtán sjúklingar voru með liðsýkingu (13%), þrír með heilahimnubólgu (3%) og aðrir með blóðsýkingu (84%). Níu sjúklingar voru á aldrinum 17-30 ára (8%), 52 (45%) 30-65 ára og 55 (47%) eldri en 65 ára. Dánartíðni meira en fjórum vikum eftir jákvæða ræktun) var 16% (19/116) og var svipuð öll tímabilin. Dánartíðni var lægri í tveimur yngri aldurshópunum (11%) samanborið við þann elsta (25%), en munurinn var ekki marktækur (p=0,058). Alls voru 90 stofnar hjúpgreindir. Svipaður fjöldi var af hjúpgerð Ia, Ib, II, III og V (15-18), aðrar hjúpgerðir voru sjaldgæfari. Hjúpgerð Ib er mun algengari hér en erlendis og hjúpgerð V sjaldgæfari. Hvorki sáust tengsl á milli hjúpgerða og afdrifa, né skýrðist fjölgun síð- ustu ára af ákveðnum hjúpgerðum. Ályktanir: Nýgengi ífarandi SFB sýkinga meðal fullorðinna hefur aukist til muna hér á landi síðastliðna þrjá áratugi. Á sama tíma hefur dánartíðni staðið í stað. V 37 Langvinn lungnateppa hjá þeim sem ekki reykja Gunnar Guðmundsson12, Bryndís Benediktsdóttir1-2, Þórarinn Gíslason12 fyrir alþjóðlega BOLD rannsóknarhópinn ■Læknadeild HÍ, dungnadeild Landspítala ggudmund@tandspitaii.is Inngangur: Lítið er vitað um eðli langvinnrar lungnateppu 40 LÆKNAblaðið 2008/94 X

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.