Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 42
XVIII. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 V 40 Fækkun dauðsfalla eftir kransæðastíflu á íslandi á síðastliðnum tuttugu árum Bergrós Kristín Jóhannesdóttir', Jón M. Kristjánsson2, Sigurpáll S. Scheving3, Þórarinn Guðnason3, Karl Andersen13 'Læknadeild HÍ, 2háskólasjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð, 3Landspítala bkjl@hi.is Inngangur: Á síðustu tveimur áratugum hefur meðferð sjúk- linga með bráða kransæðastíflu tekið miklum breytingum. I byrjun níunda áratugarins var aðallega beitt stuðningsmeðferð og lítið sem ekkert inngrip af hálfu lækna. í dag hefur meðferð- arúrræðum fjölgað til muna með tilkomu nýrra segaleysandi og blóðþynnandi lyfja og aðgerða á borð við kransæðavíkkanir og hjáveituaðgerðir. Markmið rannsóknarinnar var að meta heild- aráhrif þessara breytinga á meðferð og dánartíðni sjúklinga með kransæðastíflu með ST hækkun (STEMI) á síðastliðnum 20 árum. Efniviður og aðferðir: Safnað var upplýsingum úr sjúkraskrám allra sjúklinga sem lögðust inn á sjúkrahúsin í Reykjavík á almanaksárunum 1986,1996 og 2006. Skráðar voru upplýsingar um áhættuþætti og meðferð sjúklinga fyrir og eftir innlögn og fylgst var með afdrifum þeirra einu ári eftir útskrift. Niðurstöður: Rannsóknin náði til samtals 903 sjúklinga með STEMI, 335 árið 1986, 351 árið 1996 og 217 árið 2006. Konur voru 277 (31%) og karlar 626 (69%). Helstu áhættuþættir voru háþrýstingur (48%), ættarsaga (50%) og sykursýki (16%). Dánartíðni á fyrsta ári eftir kransæðastíflu lækkaði um 42% á tímabilinu. Hún fór úr 26,3% árið 1986 í 15,2% árið 2006 (p<0,01). Dauðsföllum meðal karla fækkaði um 43% en kvenna um 38%. Yfir tímabilið var dánartíðni kvenna hærri (24,9%) miðað við karla (19,3%; p=0,06). Ályktanir: Töluverð fækkun hefur orðið á fjölda greindra STEMI tilfella á síðastliðnum 20 árum. Þá hefur orðið marktæk lækkirn á heildardánartíðni á fyrsta ári eftir kransæðastíflu. Dánartíðni kvenna virðist hærri en karla en hún hefur þó einnig lækkað á rannsóknartímabilinu. V 41 Notkun ígrædds taktnema til greiningar á orsökum yfirliða og hjartsláttaróþæginda Guðrún Reimarsdóttir1, Davíð O. Amar1-2 'Lyflæknasviði 1,2slysa- og bráðasviði Landspítala davidar@landspitali. is Inngangur: Það getur verið vandasamt að greina orsakir yf- irliða og hjartsláttaróþæginda, sér í lagi ef einkenni eru fátíð. ígræddur taktnemi (implantable loop recorder - Reveal) er nýj- ung þar sem hjartataktur er stöðugt vaktaður og frávik skráð í minni tækisins. Taktnemanum er komið fyrir undir húð á brjóst- kassa en ekki er þörf á neinum leiðslum til hjartans. Tilgangur þessarar samantektar var að kanna ávinning af notkun taktnema hérlendis. Efniviður og aðferðir: Gögn 10 sjúklinga, sem hafa haft ígrædd- an taktnema hérlendis, voru skoðuð á afturskyggnan hátt. Upplýsingar varðandi niðurstöður skráningar á hjartatakti eru geymdar í gangráðseftirliti á Landspítalanum. Niðurstöður: Um var að ræða sex karla og fjórar konur, með- alaldur 56,5 ár (23-86 ára), og höfðu átta þeirra óútskýrð yfirlið og tvö hjartsláttaróþægindi með svimatilfinningu. Hjá fimm greindust takttruflanir samhliða einkennum sem töldust full- nægjandi skýring á þeim. Þar af voru tveir með ofanslegla- hraðtakt, tveir með hægatakt og einn með sleglahraðtakt. Hjá þremur sást ekki nein takttruflun á meðan á yfirliðaköstum stóð og hjartsláttartruflun því útilokuð sem orsök yfirliða. Einn sjúk- lingur fékk ekki einkenni meðan hann hafði tækið og hjá öðrum var yfirskynjun á T-bylgju sem truflaði skráningu verulega. Hjá þeim sem höfðu tækið allan líftíma rafhlöðunnar entist hún að meðaltali 17 mánuði. Einn sjúklingur fékk húðsýkingu um það bil ári eftir ígræðslu og var tækið fjarlægt auk þess sem hann var meðhöndlaður með sýklalyfi. Ályktanir: Upphafsreynsla af notkun ígrædds taktnema hér- lendis er góð. Tækið hefur reynst gagnlegt til að bæði greina og í vissum tilfellum útiloka hjartsláttartruflanir sem orsök yfirliða og hjartsláttaróþæginda. V 42 Endurlífgun á sjúkrahúsi, skipulag, umfang og árangur á Landspítalanum Bylgja Kæmested12, Gísli E. Haraldsson1-3, Jón Baldursson1-3, Davíð O. Amar1'23 'Endurlífgunarnefnd, 2lyflæknasviði 1,3slysa- og bráðasviði Landspítala davidar@landspitali.is bylgjak@landspitali.is Inngangur: Árangur endurlífgunar á Landspítala hefur ekki verið þekktur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta umfang og árangur þessarar starfsemi á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Á Landspítala eru starfandi tvö end- urlífgunarteymi, eitt við Hringbraut og eitt í Fossvogi. Hvort teymi skipa fjórir læknar og einn hjúkrunarfræðingur. Frá því í ársbyrjum 2006 hafa skýrslur um endurlífgunartilraunir verið fylltar út jafnharðan samkvæmt svokölluðum Utstein staðli. Niðurstöður: Á árunum 2006-2007 voru alls 311 útköll end- urlífgunarteyma vegna bráðra uppákoma, þar af 113 í Fossvogi og 198 við Hringbraut. Af þessum útköllum var þörf á fullri endurlífgun í 82 tilfellum (26%). Endurlífgun bar árangur hjá 57 sjúklingum (71%). Af þessum 57 voru 25 (43%) á lífi eftir eitt ár. Meðalaldur sjúklinga sem fóru í hjartastopp var 71 ár. Um 63% þeirra sem fóru í hjartastopp voru karlar. Rafleysa og rafvirkni án dæluvirkni voru upphafstaktar hjá 38 sjúklingum (46%) við komu endurlífgunarteymis. Endurlífgun tókst hjá 19 þeirra (50%) en eftir 12 mánuði voru aðeins þrír (16%) á lífi. Tuttugu og einn (26%) sjúklingur var með sleglatif eða sleglahraðtakt án blóðflæðis (VF/VT) en hjá nær öllum (95%) bar endurlífgun árangur og 12 (60 %) voru lifandi að ári liðnu. Af þeim sem fóru í hjartastopp þar var endurlífgun árangursrík í 76% tilvikum samanborið við 67% þeirra sem fóru í hjartastopp á almennum legudeildum. Hjá þeim sem fóru í hjartastopp á þræðingarstofu var upphafsárangur 88%. í 73% tilfella reyndust sjúklingar hafa fengið grunnendurlífgun af starfsmönnum deildar í upphafi. Ályktanir: Þessar frumniðurstöður eru ágætar þegar mið er tekið af sambærilegum árangri í nágrannalöndunum. Lifun 42 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.