Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 18
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA FYLGIRIT 57 E 9 Reykingabann á opinberum stöðum minnkar tíðni óstöðugs kransæðasjúkdóms og fækkar kransæðaþræðingum hjá körlum á íslandi Þorsteinn Viðar Viktorsson1, Karl Andersen1-2, Þórarinn Guðnason2 'Læknadeild HÍ, 2Landspítala thorgudn@landspitali.is Inngangur: Skaðleg áhrif óbeinna reykinga eru sífellt að koma betur í ljós, þar á meðal áhrif á tíðni hjartaáfalla. Bann við reyk- ingum á opinberum stöðum tók gildi hérlendis 1. júní 2007. Við könnuðum hvort minnkaðar óbeinar reykingar, með tilkomu þess, myndu fækka sem þyrftu kransæðaþræðingu vegna óstöðugs kransæðasjúkdóms. Ahrif reykingabanns á óstöðugan kransæðasjúkdóm, hjá heilli þjóð, hafa ekki verið könnuð áður. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin stóð frá 1. janúar til 31. október 2007, eða fimm mánuði fyrir og eftir bann. Þátttakendur voru allir sjúklingar á íslandi, sem ekki voru reykingamenn og gengust undir kransæðaþræðingu vegna óstöðugs krans- æðasjúkdóms á tímabilinu. Óstöðugan kransæðasjúkdóm skilgreindum við sem; klínísk einkenni um óstöðugan krans- æðasjúkdóm ásamt einu eða fleiru af eftirfarandi: 1) hækkuð hjartaensím, 2) blóðþurrðarbreyting á hjartalínuriti eða 3) já- kvætt áreynslupróf í hinu bráða sjúkdómsferli. Niðurstöður: Á tímabilinu gengust 1439 sjúklingar undir kransæðaþræðingu. Alls uppfylltu 378 þeirra skilmerkin fyrir óstöðugan kransæðasjúkdóm, 281 karl en 97 konur (p<0,01). Fyrir reykingabannið fengu 206 sjúklingar óstöðugan kransæða- sjúkdóm en 172 eftir bann (p=0,08). Fyrir bann fengu 157 karlar óstöðugan kransæðasjúkdóm en 124 eftir bannið (p<0,05), sem er lækkun um 21%. Mest virtust áhrifin vera hjá yngri körlum. Fyrir bann fengu 49 konur óstöðugan kransæðasjúkdóm en eftir bann 48 (p=ns). Hóparnir voru sambærilegir varðandi aldur, áhættuþætti og flesta aðra grunnþætti. Ályktanir: Rannsóknin er sú fyrsta í heiminum sem bendir til að tíðni óstöðugs kransæðasjúkdóms meðal karla heillar þjóðar minnki um 21% með reykingabanni á opinberum stöð- um. Enginn munur sást meðal kvenna sem mælir gegn því að einungis sé um árstíðarbundinn mun að ræða hjá körlunum. Óbeinar reykingar gætu haft skaðlegri áhrif á kransæðar karla en kvenna. E 10 Blöðruhálskirtilskrabbamein á íslandi fyrir og eftir upphaf PSA-mælinga. Leiðir óformleg skimun til ofgreiningar? Tryggvi Þorgeirsson1, Eyþór Öm Jónsson1, Jón Gunnlaugur Jónasson2-3, Elínborg J. Ólafsdóttir2, Eiríkur Jónsson4, Laufey Tryggvadóttir2 'Læknadeild HÍ, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands, 3rannsóknarstofu í meinafræði, Jþvagfæraskurðdeild Landspítala iaufeyt@krabb.is tryggvt@hi.is Inngangur: Umtalsverður hluti karlmanna yfir fimmtugt hefur krabbameinsbreytingar í blöðruhálskirtli. í mörgum tilfellum munu þær aldrei leiða til einkenna og hefur meðal annars af þeim sökum ekki verið mælt með skipulagðri leit að sjúkdómn- um. Hins vegar á sér víða stað óformleg skimrm, einkum með PSA- (Prostate Specific Antigen) mælingum. Markmið rann- sóknarinnar var að meta umfang þeirrar skimxmar hér á landi og áhrif á sívaxandi nýgengi sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um nýgengi, dánartíðni, TURP-aðgerðir (Transurethral Resection of the Prostate), nál- arsýnatökur og PSA-mælingar árin 1983-2002 fengust frá Krabbameinsskrá KÍ, Þjóðskrá og rannsóknarstofum í meina- og meinefnafræði. Gögn um sjúkdómsstig og -gráðu fyrir og eftir upptöku PSA-mælinga fengust úr fyrri rannsókn (1983-1987; N=370) og úr sjúkragögnum (1996-1998; N=420). Niðurstöður: PSA-mælingum fjölgaði ört eftir upptöku þeirra 1988 og árið 2002 fóru um 25% íslenskra karla 50 ára og eldri í mælingu. Nýgengi krabbameinsins jókst um 53% en dán- artíðni stóð í stað eftir ríflega tvöföldun áratugina tvo á undan. Einungis 23% nýgengisaukningarinnar skýrðust af Tlc æxlum (klínískt ógreinanleg en finnast vegna PSA-hækkunar) en 63% af æxlisstigum T2 (innan kirtils en klínískt greinanlegt) og T3 (staðbundinn útvöxtur). Hvorki varð aukning í útbreiddum sjúkdómi né æxlum af hæstu gráðum. Ályktanir: Hér á landi á sér stað óformleg skimun fyrir blöðru- hálskirtilskrabbameini. Veruleg nýgengisaukning varð samstíga fjölgun PSA-mælinga og fjórðungur hennar skýrðist af klínískt ógreinanlegum æxlum með afar góðar horfur. Því má halda fram að nokkuð sé um ofgreiningar meinsins. Hins vegar skýrð- ust nær tveir þriðju aukningarinnar af fremur alvarlegum mein- um sem þó voru oftast á læknanlegu stigi og dánartíðni hætti að vaxa. Að svo stöddu er því vart hægt að mæla gegn núverandi skimunarstigi. E 11 Lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa vænkast á síðustu áratugum. Niðurstöður úr íslenskri rannsókn sem nær til 913 tilfella á 35 ára tímabili Helga Björk Pálsdóttir1, Sverrir Harðarson1-2, Vigdís Pétursdóttir2, Ármann Jónsson1, Eiríkur Jónsson3, Guðmundur V. Einarsson3, Tómas Guðbjartsson1-3 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofu í meinafræði, ’þvagfæraskurðdeild Landspítala hbpi@hi.is 1 8 LÆKNAblaðið 2008/94 Inngangur: Á síðustu árum hefur nýgengi nýrnafrumukrabba- meins aukist hér á landi og hefur þessi hækkun verið skýrð með

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.